Dagur - 04.03.1982, Síða 3
llll
'
LIIJPaíAHL
Sauðárkrókur:
Tveggja ára
afmæli félags-
skapar aldraðra
VIÐ BJODUM AOEIHS
HEIMSFRÆC VÖRUMERKI
í byrjun janúar síðastliðinn átti
félagsskapur aldraðra á Sauð-
árkróki tveggja ára starfs-
afmæli. Starfsemi félagsins hef-
ur ávallt farið fram í safnaðar-
heimili Sauðárkrókskirkju og
þátttakcndur yfirleitt um fimm-
tíu til sextíu óg dagskráin fjöl-
breytt.
Samkoma var haldin sunnudag-
inn 21 febrúar en þær eru venju-
lega hálfsmánaðarlega á sunnu-
dögum frá september fram í maí,
en þó eru þær haldnar nokkur
skipti yfir sumartímann, en
sjaldnar.
Samkomurnar hefjast yfirleitt
klukkan tvö síðdegis og var svo
hinn 21 febrúar.
Félagsmálastjóri Sauðárkróks-
kaupstaðar, Friðrik Á. Brekkan
setti samkomuna og bauð gesti
velkomna. Þá afhenti Friðrik pen-
ingagjöf frá Hr. Gísla Sigur-
björnssyni forstjóra Elliheimisins
Grundar fyrir hönd styrktarsjóðs
líknarmála til uppbyggingar
starfsins á Sauðárkróki. Frú Anna
Hjartardóttir formaður félagsins
þakkaði höfðingjalega gjöf og
hlýhug þann sem henni fylgdi, en
Gísli hefur stutt starfsemina frá
upphafi með ýmsu móti. Þá var og
sagt frá sams konar gjöf til félags-
ins í Hofsós, en þar hefur verið
starfandi félag eldri borgara um
tveggja ára skeið. Formaður þess
félags er frú Margrét Guðmunds-
dóttir.
Vorum að taka upp úrval af
Maó-
kraga skyrtum
bæði á dömur og herra.
Einnig herraskyrtur
með venjulegum kraga.
Nykomið: Peysur, vestifheil
og hneppt), og buxur íkálfa-
sídd.
Skipagötu 5
Akureyri
Sími22150
Þá var næstur á dagskrá Birgir
Guðjónsson, heilsugæslulæknir á
Sauðárkróki, en hann sagði
samkomunni frá tilhögun lækna*
náms og sínu framhaldsnámi er-
lendis.
Spilamennskan er mikil,
nóló,grand, hálfur og heill og er
fjörugt yfir salinn að líta þegar
slagirnir fjúka.
Þar sem bolludagur var í upp-
siglingu voru bornar fram bollur
við mikinn fögnuð samkomu-
gesta. Frú Helga Hannesdóttir,
félagsmálaráðskona las upp smá-
sögu eftir Jakob Thorarensen, þá
tók til máls frú Hólmfríður Jónas-
dóttir, skáldkona og minntist hún
látinnar vinkonu og félaga,
Sveinsínu Bergsdóttur. Þá fór
Hólmfríður með nokkrar smelln-
ar stökur.
Undir lokin var sungið við
undirleik Jóns Björnssonar org-
anista og stjórnanda kirkjukórs-
ins.
Á miðvikudögum eru föndur-
samkomur í safnaðarheimilinu
fyrir eldri borgara undir stjórn
tveggja sjálfboðaliðá auk þess
sem er létt leikfimi undir stjórn
sjúkraþjálfarans af sjúkrahúsi
Skagfirðinga. í sumar er ráðgerð
a.m.k. ein skemmtiferð á vegum
félags eldri borgara og verður hún
til Siglufjarðar.
Góð samvinna er hér milli allra
aðila, sóknarprests, áhuga-
mannafélaga, félagsmálaráðs og
annarra vegna öldrunarstarfsins
og engu að kvíða.
Bygging dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins miðar ágætlega áfram.
Ótíð hefur verið og snjókoma frá
miðjum september, en þetta hefst
allt með hækkandi sól.
- 9STKARHU gönguskídi
og slofir
svig og
salomoim göngubínöingor
norskir
skído
golior
skidi i sarflokki
slofir
Þingeyingar
Leynimelur 13 Sýning í Ljósvetningabúð laugar-
daginn 6. mars kl. 21.
Miðasala við innganginn. LÖ og UMFA.
Leynimelur 13
Aukasýningar
vegna mikillar aðsóknar, verða í Freyvangi þriðju-
dagskvöld 9. mars kl. 20.30 og miðvikudagskvöld
10. mars kl. 20.30.
^ Samsöngur
Karlakórinn Geysir heldur samsöng í Akureyrar-
kirkju föstudaginn 5. mars kl. 21 og laugardaginn
6. mars kl. 18.
Aðgöngumiðar í Bókval og við innganginn.
Karlakórinn Geysir.
4 Þrjár systur i
Höfundur: Anton Tsékhov. :
Leikstjóri: Kári Halldór. \
Leikmynd: Jenný Guðmundsdóttir. ;
Tónlist: Oliver Kentish. s
Lýsing: Ingvar Björnsson. Z
m
Sýning fimmtudagskvöld, 4. mars kl. 20.30. :
Sýning föstudagskvöld, 5. mars kl. 20.30. :
Sýning sunnudagskvöld, 7. mars kl. 20.30. :
Aðgöngumiðasala alla daga frá kl. 16. :
Sími24073. :
^ SAMYI\MTRYGGI\(iAR
SKIPAGÖTU 18
Samvinnutryggingar g.t., Akureyri, óska eftir til-
boðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir um-
ferðaóhöpp:
Chevrolet Citation
Mazda 929
Mazda 929
Lada 1200
Ford Cortina 1300
árg.1980
árg. 1981
árg. 1979
árg. 1974
árg.1970
Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Þórshamri við
Tryggvabraut, mánudaginn 8. mars. Tilboðum sé
skilað til Samvinnutrygginga Akureyri, fyrir miðvikU'
daginn 10. mars 1981.
Samvinnutryggingar g.t.
Vátryggingadeild KEA Skipagötu18.
4. mars 1982 - DAGUR - 3