Dagur - 16.03.1982, Blaðsíða 6
„Hver og einn hafi
viðfangsefni við sitt hæfi
Viðtal við Sigfríði Angantýsdóttur sem
skipar 4. sætið á lista Framsóknarflokksins
í bæjarstjórnarkosningunum í vor
í fjórða sæti á lista Framsókn-
arflokksins til bæjarstjórnar-
kosninga í vor er Sigfríður
Angantýsdóttir, kennari við
Glerárskóla. Sigfríður er ætt-
uð frá Torfufelli í Eyjafiröi og
er 36 ára gömul. Hún hefur
dvalið og starfað á Akureyri
frá árinu 1959 og átt hér
heimili frá 1963. Sigfríður er
gift Pétri Brynjólfssyni tré-
smið og eiga þau þrjú börn,
Fríðu 18 ára, Pétur 16 ára og
Hjörvar 10 ára.
Með húsmóðurstörfum hef-
ur Sigfríður starfað meira og
minna við kennslu frá árinu
1967, aðallega í Hrafnagils-
hreppi og nú síðast við Glerár-
skóla. Auk þess starfaði hún
einn vetur við skóiadagheim-
ilið Brekkukot. Sigfríður á
sæti í kennararáði Glerár-
skóla og er í stjórn Vistheimil-
isins Sólborgar. Hún hefur
nýlega lokið réttindanámi frá
Kennaraháskóla íslands.
Dagur ræddi við Sigfríði á
dögunum og spurði hana fyrst að
því, hvers vegna hún væri nú í
framboði fyrir Framsóknar-
flokkinn.
- Þaðaðégskipafjórðasætiá
lista flokksins er liður í atburð-
arás, sem ég held að rétt sé að ég
greini örlítið frá. Þegar ég gekk í
flokkinn voru mér ofarlega í
huga ýmis málefni þess hverfis,
sem ég bý í. Mér þótti ýmislegt
mcga betur fara og hugsaði sem
svo að ekki sakaði að ganga í
stjórnmálaflokk, þar sem ég
gæti þá hugsanlega frekar haft
ájirif og komið skoðunum mín-
um á framfæri innan bæjarfé-
lagsins. Ég hugsaði mér að það
gæti verið ágætt að eiga flokks-
bræður í nefndum oggeta komið
málum á framfæri við þá.
Nú, það er kannski Ijótt að
nefna það, en ég rifjaði upp fyrir
sjálfri mér, að í ellefu manna
bæjarstjórn býr aðeins einn
bæjarfulltrúinn utan Glerár,
þótt í Glerárhverfi búi um þriðj-
ungur bæjarbúa.
Hægt að hafa mest
áhrif í gegnum
Framsóknar-
flokkinn
- En hvers vegna varð Fram-
sóknarflokkurinn fyrir valinu?
- Stefna Framsóknarflokks-
ins almennt séð hcfur höfðað til
mín, kannski fyrst og fremst
vegna þess, að hann tekur fram-
ar öðrum stjórnmálaöflum í
landinu mið af íslenskum aðstæð-
um. Stefna hansogmarkmiðeru
hvorki byggð á hreinum kapital-
isma né kommúnisma, heldur er
afstaða tekin til hvers máls, eins
og það liggur fyrir hverju sinni.
Framsóknarflokkurinn á Ak-
ureyri hefur haft forustu í bæjar-
málunum undanfarna tvo ára-
tugi. Margt hefur verið vel gert
og með því að starfa með fram-
sóknarmönnum tel ég mig geta
haft hvað mest áhrif á gang mála
í bæjarfélaginu. Eins og annars
staðar, þar sem þróunin hefur
verið mjög ör og uppbygg-
ing mikil, hafa ýmis vandamál
fylgt í kjölfarið, og þar kem ég
að meginástæðunni fyrir því að
ég gef kost á mér í framboð til
bæjarstjórnarkosninganna í vor.
Ekkl nægilega gætt
að byggja upp
þjónustustofiianir
í nýjum hverfum
Að mínu mati hefur þess ekki
verið nægilega gætt, að byggja
upp þjónustustofnanir um leið
og fólk flytur í ný hverfi. Þetta er
reyndar ekki nein ný bóla, því
öll ný hverfi hafa vafalaust þurft
að ganga í gegn um þessa þróun-
arerfiðleika. Nú er það fyrst og
fremst í Glerárhverfi sem skór-
inn kreppir og mér er mjög um-
hugað um að reynt verði af
fremsta megni að koma upp
sambærilegri þjónustu og er í
öðrum bæjarhverfum og þá að
sjálfsögðu áður en fólki fer að
fækka á ný og hverfi og íbúar
þessfara að eldast.
Brýnast er að
koma upp skóla í Síðuhverfi.
Auk þess þarf að ljúka frágangi í
Glerárskóla.
Við eigum að stefna að því að
hafa skólana minni og fleiri.
Hlutfallslega er sjálfsagt dýrara
að reisa minni og fleiri skóla, en
ég tel það miklu þroskavænlegra
fyrir börnin. Það er hægt að
skapa þeim meiri öryggiskennd
og láta þeim líða betur ef um-
hverfið er kunnuglegt og barnið
þekkir þá sem það umgengst. í
700 manna skóla þekkir barnið
ekki nema lítinn hluta skólasyst-
kina sinna og þá getur verið
meiri hætta á árekstrum, stríðni
og jafnvel að einstaklingar séu
lagðir í einelti. Það eykur enn á
þessa hættu ef skólinn er vanbú-
inn. Ég tel að við eigum að hafa
fleiri og minni skóla og gera
þeim strax í upphafi kleift að
sinna mikilvægum fræðslu- og
uppeldishlutverkum sínum.
Ég vil geta þess í sambandi við
Glerárhverfið, þó það sé ekki
ætlun mín að fara að reka ein-
hverja hverfapólitík, þar sem
við verðum að leggjast á eitt um
að jafna aðstöðu bæjarbúa, að
töluvert skortir á að þjónusta al-
mennt sé fullnægjandi. Ég vil að
bæjarfélagið beiti sér fyrir því að
ýmis konar þjónustu verði kom-
ið upp í nýjum hverfum, svo
fljótt sem kostur er.
- Það er greinilegt, að skóla-
málin eru ofarlega í huga þér, en
hvað með önnur málefni bæjar-
félagsins?
Forsenda tjöl-
skrúðugs og blóm-
legs mannlífs
að allir hafl nóg
fyrir sig að leggja
vera vakandi fyrir nýjum tæki-
færum á því sviði, auk þess að
styrkja þær atvinnugreinar sem
fyrir eru. Forsenda þess að hér
sé hægt að rækta fjölskrúðugt og
blómlegt mannlíf hlýtur að vera
sú, að allir hafi nóg fyrir sig að
leggja - að atvinnumálin séu í
lagi. Að öðrum kosti getum við
ekki sinnt velferðar- og menn-
ingarmálum sem skyldi.
Atvinnumálin á Akureyri og
við Eyjafjörð eru mikið í brenni-
depli um þessar mundir. Mikið
er rætt um að efla iðnaðinn, sem
ég hlýt að sjálfsögðu að taka
undir heils hugar, enda tel ég að
í tengslum við þær atvinnugreinar
- Það er alveg ljóst, að við
verðum fyrst og síðast að hugsa
um að skapa næga atvinnu og
sem fyrir eru hljóti að vera
margar leiðir ónýttar. Orkufrek-
ur iðnaður hefur mikið verið til
umræðu og stóriðja við Eyja-
fjörð nefnd í tengslum við nýt-
ingu orkunnar.
Ég geld mjög mikinn varhug
við áformum um stóriðju við
Eyjafjörð, sérstaklega vegna
mengunarhættu. Þetta er ákaf-
lega viðkvæmt svæði - eitt mesta
og gjöfulasta landbúnaðarsvæði
landsins - og við megum ekki
taka neina áhættu í þessum
efnum. Ég tel að við eigum að
hafa vaðið fyrir neðan okkur og
leita leiða í atvinnumálunum,
sem ekki hafa stóra óvissuþætti í
för með sér.
Fyrst og fremst
þarf að hugsa um
rétt barnanna og
rétt hinna öldruðu
Eftir að ég fór að kynna mér
bæjarmálin að ráði, hefur það
komið mér nokkuð á óvart
hversu lítið fé bærinn hefur til
framkvæmda. Mikið af útgjöld-
unum eru bundin samkvæmt
lögum og reglugerðum og þetta
á meðal annars við um ýmsa fé-
lagslega þætti. Sveitarfélagið
þyrfti að ráða meiru um það,
hvernig það ráðstafar sínu fé.
Þetta snertir meðal annars dag-
vistarmálin. Við verðum að
sjálfsögðu að reyna að hafa nógu
margar dagvistarstofnanir til að
mæta þörfinni, en við megum
ekki gleyma því að þörfin er mis-
mikil hjá einstaklingum. Ég tel
sjálfsagt að bærinn greiði niður
kostnað við að hafa börn á dag-
vistarstofnunum - fyrir þá sem
virkilega þarfnast þess, en að
öðru leyti greiði fólk að ein-
hverju leyti í samræmi við getu
hvers og eins.
Þegar við tölum um dagvistar-
mál er oft rætt um rétt foreldra
til að hafa börn á dagvistarstofn-
unum. Þarna erum við á villigöt-
um, því við eigum fyrst og
6 - DAGUR - 19. mars 1982
fremst að hugsa um rétt harnsins
- rétt barnsins til að búa við ör-
yggi og umönnun þeirra sem
standa því næst. Við erum alltaf
að stía fólki í sundur, gamla
fólkið er á einum stað og börnin
á öðrum. Við eigum að miða
okkar fjölskyldupólitík við það
að sameina fjölskylduna, en
ekki að sundra henni. Við eigum
að gefa öldruðum kost á að um-
gangast börnin og öfugt. Hvern-
ig það á að gerast er ekki auð-
svarað, en ég held að við ættum
að- hugleiða þetta og reyna að
finna lausnir. Við eigum að
hugsa um rétt hinna öldruðu og
rétt hinna ungu, sem vill oft
gleymast þeim sem eru í blóma
lífsins, en það eru einmitt þeir
sem helst eru að ráðskast með
málefni þessara aldurshópa.
- Nú hefur oft verið leitað
eftir því við konur, að þær taki
sæti á lista framsóknarmanna
við bæjarstjórnarkosningar.
Hvers vegna hefur þetta gengið
betur nú en áður, að þínu mati?
- Mikið hefur verið rætt og
ritað um þátttöku kvenna í
stjórnmálum og að þær búi í
karlasamfélagi sem sé konum
andsnúið á margan hátt. Konum
hafi ekki verið gefið tækifæri til
að spreyta sig í stjórnar- og
ábyrgðarstörfum. Sú umræða
sem fram hefur farið undanfarið
um jafnréttismál hefur sem bet-
ur fer haft áhrif á konur og þar er
ég engin undantekning.
Ég skal játa það hér og nú, að
áður hefur verið farið fram á það
við mig, að ég gæfi kost á mér á
framboðslista framsóknar-
manna á Akureyri. Ég hafnaði
því. Ástæðan fyrir því að ég gaf
kost á mér í forvali Framsókn-
arflokksins núna er kannski fyrst
og fremst sú, að mér finnst ég
hafa málefni að berjast fyrir og
mig langar að reyna að hafa
áhrif. í öðru lagi hef ég orðið
fyrir áhrifum af þeirri umræðu,
að æskilegt væri að konur hefðu
aukin afskipti af opinberum
málum. í þriðja lagi hef ég
öðlast aukna reynslu og aukið
sjálfstraust, bæði í gegnum störf
mín og með aukinni menntun.
Allt hefur þetta haft áhrif. Ég
hef aldrei efast um dugnað og
hæfileika kvenna til jafns við
karla og ef ég get lagt eitthvað af
mörkum til aukins jafnréttis, þá
fagna ég því.
Allir þurfa við-
fangsefni við hæfi
- Nú ert þú í baráttusæti á
lista Framsóknarflokksins.
Hvernig leggst það í þig?
- Það gefur auga leið, að ég
hef ekki mikla reynslu í stjórn-
málabaráttu, en einhverntíma
verður allt fyrst. Ég er staðráðin
í því að reyna að beita áhrifum
mínum og vinna að þeim mál-
efnum, sem ég tel góð og hef að
nokkru nefnt hér að framan. Ég
iofa engu, en mun gera mitt
besta. Eg held að það sé megin-
mál, svo fólk geti verið ham-
ingjusamt, að hver og einn hafi
viðfangsefni við sitt hæfi. Hver
og einn verður að finna að hann
sé einhvers virði og að hann sé
einhvers megnugur. Tökum
börnin sem dæmi: Ef þau víkja
frá eðlilegum þroskaferli þarf að
skapa þeim viðráðanleg við-
fangsefni, sérkennslu eftir
þörfum. Þeir sem skara fram úr í
námi þurfa á sama máta að fá
viðfangsefni sem þeim hæfa.
Sama er að segja um þá sem eru
með skerta starfsorku, t.d.
vegna aldurs. Þeir þurfa að hafa
eitthvert viðfangsefni að glíma
við og finna að þeir séu ekki sett-
ir hjá, heldur séu nýtir þjóðfé-
lagsþegnar.
Taugarnar
titruðu
í H-100
Það ríkir oft mögnuð stemn-
ing í samkomuhúsinu H-100 á
Akuryri, en sl. laugardag
urðu þó húsmunir þar fyrir
óvenjulegri heimsókn. Þá
ruddust þar inn nokkrir tugir
knattspyrnuáhugamanna, og
var tilefni heimsóknarinnar
að berja augum, á 60 tommu
sjónvarpsskermi í beinni út-
sendingu, úrslitaleik Totten-
ham og Liverpool í ensku
deilda rbikarkeppn in ni.
Menn komu ábúðarfullir og
alvarlegir á staðinn. Sumir voru
með trefla og húfur í litum þess
félags sem þeir héldu með,
Liverpooláhangendur með
rauða og Tottenhamsstrákarnir
með svarta. Menn komu sér vel
fyrir, fullir vissu um að þeirra
menn „myndu hafa það,“ og
setningar eins og : „þetta verður
létt hjá okkur í dag,“ heyrðust
fljúga um loftið.
Það var stórkostlegt að
fylgjast með þessum „brjaluðu"
áhugamönnum eftir að leikurinn
hófst. Þeir afmynduðust af
spennunni á einnar mínútu
fresti, mikið var stunið og
skrækt og greinilegt var að menn
þjáðust. Svo var það er skammt
var liðið á fyrri hálfleik að Tott-
enham tók forustuna í leiknum
og stukku þá áhangendur liðsins
á fætur og létu öllum illum
látum. Áhangendur „Rauða-
hersins“ frá Liverpool krepptu
hnefa og sögðu að þetta væri
ekki búið.
Það var rétt hjá þeim.
Nokkrum mínútum fyrir leiks-
lok jafnaði Liverpool, og hefur
sannarlega ekki verið fagnað
. . . „Jöggvan“ var með þetta
allt á hreinu, en hlustaði þó á út-
skýringar „Bigga í Brekku“ með
athygli.
jafnmikið og innilega í „Háinu“
í annan tíma. Liverpool-áhang-
endur dönsuðu stríðsdans um
allt hús, upp á borðum og stólum
jafnt sem á gólfum niðri og
stemningin náði hámarki.
Dómarinn, sem minnti einna
helst á Bjöfgvin Schram heild-
sala í útliti varð því að grípa til
framlengingar, og er skemmst frá
því að segja að Liverpool tók öll
völd og bætti við tveimur mörk-
um áður en yfir lauk. Þessum
úrslitum var vel fagnað af þeirra
mönnum á Akureyri, og alla
helgina mátti sjá menn í bænum
með rauða trefla og húfur. Þeir
báru höfuðið hátt þessa helgi, en
hinir sem héldu með Tottenham
og gera væntanlega énn voru
ögn niðurlútari.
Þeir sem ekki skilja æsing
manna yfir ensku knattspyrn-
unni hrista höfuðið. Þeir geta þó
átt von á „öðrum skammti“, því
enn er eftir úrslitaleikur „Ensku
bikarkeppninnar" (FA-CUP)
og hver veit nema þá gerist senur
enn magnaðri en um sfðustu
helgi og þótti þó sumum nóg um.
. . . „Jöggvan“ þurfti þó að
skjóta inn orði við og við . . .
. . . og ekki er annað að sjá en
þeir vinirnir séu sammála og
sáttir við hvorn annan og tilver-
una. Myndir KGA
19. mars 1982 - D AGUR - 7