Dagur - 16.03.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 16.03.1982, Blaðsíða 9
Stórsigur FH gegn botnliði KA Það voru FH-ingar sem endanlega sendu KA í aðra deildina í handbolta, þegar liðin léku saman í næst síðustu umferð fyrstu deildar á sunnu- daginn. Þarna var um að ræða topp og botn baráttu í deild- inni og segja markatölur nokkuð um það. Leiknum lauk með stórsigri FH, sem skoraði 30 mörk gegn 23 hjá KA. í hálfleik var staðan 13 gegn 13, en í fyrri hálfleik stóðu KA-menn í Hafnfírð- ingunum, en í þeim síðari sneru FH-ingar dæminu við og unnu sér inn léttilega tvö stig. Það var stórskytta FH-inga og landsliðsins, Kristján Arason, sem skoraði fyrsta markið, en svo sannarlega ekki það síðasta. Jóhann Einarsson jafnaði fyrir KA og síðan komu tvö FH- mörk. Sigurður minnkaði mun- inn í 3 gegn 2 og aftur komu síð- an tvö mörk hjá FH. Magnús Birgisson minnkaði muninn í 3 gegn 5, með laglegu marki úr horninu, og síðan skoraði Krist- ján Arason úr víti. Þorleifur gerði næsta mark fyrir KA og enn komu tvö FH- mörk og staðan 8 gegn 4. Þá gerðu Friðjón og Þorleifur sitt markið hvor en Hans Guð- mundsson lagaði stöðuna fyrir FH. Sigurður gerði næsta mark fyrir KA og Friðjón það næsta. Þá fengu KA-menn víti, en þeg- ar þarna var komið hafði Frið- jón látið verja hjá sér tvívegis úr vítaköstum. Eríingur tók vítið og skoraði örugglega. Á 27. mín. jafnaði Jóhann fyrir KA 12—12 og skömmu síðar skoraði Akureyringar urðu íslandsmeistarar í íshokkí Unnu yfirburðasigur gegn Reykvíkingum Á sunnudaginn fór fram ís- landsmeistaramót í íshokkí. Keppt var um veglegan bikar sem gefínn var af SÍS. Aðeins tvö lið tóku þátt í mótinu, lið Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur. Keppt var á íshokkívelli SA austan Hafnarstrætis. Akureyringar unnu leikinn með nokkrum yfírburðum en þeir skoruðu 14 mörk gegn 5. Ágúst Ásgrímsson var mark- hæstur hjá Akureyringum. Gaman væri að sjá fleiri leiki í íshokkí, en þetta er spenn- andi leikur fyrir áhorfendur, því hann er hann mjög harður og skemmtilegur. 12, og var það í fyrsta sinn í leiknum sem KA komst yfir. Þegar flautað var til hálfleiks var jafnt 13 gegn 13. Strax í síðari hálfleik gerðu FH-ingar tvö mörk, og til að byrja með gerðu þeir tvö til þrjú fyrir hvert eitt sem KA gerði. KA gerði ekki mark í sjö mínút- ur um miðjan síðari hálfleik en á þeim tíma gerðu FH-ingar sex mörk og út um leikinn. Eins og áður segir lauk leikn- um með 30 mörkum gegn 23 fyrir FH, og voru þau úrslit sanngjörn. Kristján Arason var í strangri gæslu KA-manna allan léikinn en hann reif sig mikið lausan og var markhæstur með 9 mörk. Þorleifur var markhæstur hjá KA með 5, Jóhann, Sigurður, Friðjón og Erlingur gerðu 4, og Magnús Birgisson 2. Aðalsteinn stóð í marki KA mest allan tím- ann og varði ágætlega, eða 16 skot alls. Jóhann Einarsson skorar af línunni. Ljósm. KGA Þorleifur og kom KA í 13 gegn Hart barist í íshokkíinu. Ljósm. Ó.A. Kemst Ðjarmi í úrslit? Blakmennirnir hjá UMF Bjarma í Fnjóskadal gera það ekki endasleppt. Fyrir helgina kepptu þeir við lið Eyfirðinga í bikarkeppninni í blaki, og unnu Fnjóskdælir örugglega með þremur hrinum gegn einni. Þeir eiga næst að leika annað hvort við Samhyggð eða Vestmanna- eyinga, sem þeir ættu að geta unnið auðveldlega, og þá eru þeir komnir í úrslitaleikinn í bikarkeppninni. Sérstaklega væri það ánægjulegt ef úrslita- leikurinn yrði á þeirra heima- velli í Stórutjarnarskóla. Tap hjá UMSE Eyfírðingar kepptu sinn næst þeir við stúdenta, sem sigruðu síðasta leik í fyrstu deildinni í örugglega með þremur hrin- blaki um helgina. Þá kepptu um gegn engri. 19, mars 1382 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.