Dagur - 18.03.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRIOG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJANSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Byggingamál
og atvinnuþróun
Verulegur samdráttur hefur orðið í byggingu
íbúðarhúsnæðis á Akureyri. Akureyri mun þó
ekki vera neitt einsdæmi í þessu tilliti, heldur
hefur samdráttur í íbúðabyggingum orðið um
allt land. Skýringarnar á samdrættinum eru
því ekki staðbundnar, heldur er þeirra fyrst og
fremst að leita í því, að erfiðara er að nálgast
lánsfé nú en áður og kemur það bæði niður á
húsbyggjendum og byggingarfyrirtækjum.
í viðtali við Dag ræðir Sigurður Jóhannesson
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri,
þessi mál og segir m.a.: „Stóraukinn fjár-
magnskostnaður vegna breyttrar vaxtastefnu
hlýtur að orsaka önnur viðhorf hjá þeim, sem
standa í því að byggja yfir sjálfa sig og aðra.
Fólk á núna erfiðara með að byrja að byggja
með tvær hendur tómar og láta síðan dýrtíðina
og neikvæða vexti hjálpa til að greiða niður
skuldir og fjármagnskostnað . . . Samdráttur í
byggingaframkvæmdum kemur fyrst og
fremst fram í því, að hafin er bygging á
snöggtum færri íbúðum en undanfarin ár . . .
Þá má einnig nefna að sú óvenju mikla spenna
sem var á vinnumarkaðinum hér undanfarin
ár, og orsakaði m.a. þenslu í byggingu íbúðar-
húsa, hefur minnkað.1'
Sigurður Jóhannesson rekur síðan þær leiðir
sem bæjarfélagið getur farið til að sporna við
þessum samdrætti: „ Aðgerðir af hálfu bæjar-
yfirvalda til að varna því að neyðarástand
myndist í byggingariðnaðinum, verða þó oft-
ast óbeinar, því vafasamt má telja að bæjar-
sjóður eigi að leggja fé beint til aukningar
byggingarframkvæmda í bænum. Þó má segja
að t.d. framlag bæjarins til Byggingasjóðs
verkamanna, 2,5 milljónir, stuðli að félagsleg-
um byggingaframkvæmdum fyrir 25-30 millj-
ónum króna hér í bænum.
Reynt er að hafa nægjanlega margar lóðir
éMÉj: allar þær íbúðategundir, sem óskað er
að byggja, og verður að telja að það hafi
gengið nokkuð vel. Byggingagjöld hafa ætíð
verið lægri hér en t.d. á Reykjavíkursvæðinu.“
Meðal annarra óbeinna aðgerða til að stuðla
að auknum byggingaframkvæmdum nefndi
Sigurður Jóhannesson það, að bærinn hafi upp
á að bjóða sambærilegar eða betri aðstæður en
aðrir staðir við uppeldi og menntun barna,
iðkun tómstundaáhugamála t.d. útilíf, íþróttir
og skemmtanalíf. Auk þess nefndi hann góðar
samgöngur og heilbrigðisþjónustu.
„Þá er ótalinn einn aðalmöguleikinn til að
hleypa lífi í byggingariðnaðinn. Hann er ein-
faldlega í því fólginn að búa betur að þeim
atvinnurekstri sem fyrir er, og sköpun nýrra
atvinnutækifæra. Hvað hið síðarnefnda varðar
þá bind ég vissar vonir við stofnun Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðarbyggða, sem nú er á döf-
inni. Hugmyndir og aðgerðir í þá átt skjóta
fleiri rótum undir atvinnulífið hér í bæ og ná-
grenni er að vísu engin kraftaverkavinna,
heldur verður þar að vera um þróun að ræða,
þar sem við getum sjálf ráðið ferðinni," sagði
Sigurður Jóhannesson í þessu viðtali við Dag.
„Við gerum ökkur
engar vonir
um að sigra
í þessum mótum“
— segja Nanna Leifsdóttir og Elías Ðjarnason, sem taka þátt í
Norðurlandamótinu í alpagreinum skíðaíþrótta sem fram fer
í Noregi og Svíþjóð.
Tveir ungir Akureyringar,
Nanna Leifsdóttir og Elías
Bjarnason héldu fyrir
nokkrum dögum til Noregs og
Svíþjóðar, en þar munu þau
ásamt nokkrum öðrum ís-
lendingum taka þátt í Norður-
landamótinu í alpagreinum
skíðaíþrótta. Þau Nanna og
Elías eru bæði mjög ung að
árum, en þegar komin í hóp
allra fremstu skíðamanna
landsins, og Nanna hefur ver-
ið nánast ósigrandi í þeim
mótum sem hún hefur tekið
þátt í í vetur.
Elías keppir fyrst á tveimur
mótum í Noregi, síðan heldur
hann til Svíþjóðar og keppir þar
og síðan liggur leiðin aftur til
Noregs. Alls keppir Elías á átta
mótum.
Nanna keppir fyrst í Noregi á
tveimur mótum, en síðan á sex
mótum í Svíþjóð. En áður en
þessi miklu mót hefjast, munu
þau bæði vera við æfingar í eina
viku í Geiló í Noregi þar sem
æfingaaðstaða er með því besta
sem gerist í heiminum.
Engar vonir um sigur
„Við gerum okkur engar von-
ir um að sigra í þessum mótum,“
sögðu þau Nanna og Elías er við
ræddum stuttlega við þau. „Hin-
ar norðurlandaþjóðirnar senda
allt sitt besta fólk á þessi mót,
nema allra bestu Norðmennina
og kappa eins og Stenmark.
Þessi mót skipta þessa menn
engu máli, þetta eru meira mót
fyrir yngra fólkið sem er að
koma upp, og má segja að þetta
sé hálfgert grunnmót fyrir fólk
sem hyggst síðar fara að keppa í
mótum eins og Heimsbikar-
keppninni. Austurríkismönnum
hefur oft verið boðið að senda b-
liðið sitt í þessi mót og það má
segja að þetta séu sterk mót þótt
e.t.v. vanti einhverja
toppmenn."
Nanna hefur dálítið gert að
því að keppa erlendis og ávallt
staðið sig mjög vel. Elías er hins
vegar að stíga sín fyrstu skref
þarna úti í keppni erlendis og við
spurðum hann hvernig það legð-
ist í hann.
„Ég stefni að því fyrst og
fremst að reyna að standa niður
brekkurnar og ná í eitthvað af
punktum. Ég er algjörlega
punktalaus í alþjóðlegum
mótum. Ef tekst að ná í ein-
hverja punkta verður það til
þess að ég færist framar í rásröð
ef ég færi aftur á mót erlendis, en
það hefur gífurlega mikið að
segja.“
- Hefur veturinn í vetur ekki
verið mjög hagstæður fyrir
skíðafólk hér norðanlands til
þess að stunda æfingar?
„Jú, það er óhætt að segja
það, að minnsta kosti er þetta
besti veturinn hjá mér við æfing-
ar,“ sagði Elías. Við spurðum
þau þvínæst hvort Akureyri
væri að eignast „gullaldarlið" í
alpagreinum eins og var hér fyrr
á árum þegar akureyrskir skíða-
menn voru nánast ósigrandi á
skíðamótum hérlendis.
„Þeir hafa alltaf verið á
toppnum," var Nanna fljót að
segja. „Það kom að vísu nokkur
lægð í þetta, en fólk hefur gert
þau mistök að horfa alltaf ein-
ungis á efsta sætið í hverri
keppni, það hefur ekki litið á
breiddina sem Akureyri hefur
haft þótt við höfum ekki átt sig-
urvegarann. Akureyri er með
langyngsta liðið í dag, og það má
búast við toppárangri hjá skíða-
mönnum héðan eftir eitt til tvö
ár.“
Nauðsynlegt að komast
utan til æfínga
- Þau Nanna og Elías voru
sammála um það að nauðsynlegt
væri fyrir skíðamenn héðan að
komast utan til æfinga einu sinni
til tvisvar á hverjum vetri. „Ef
við tökum Geiló í Noregi sem
dæmi, þá eru þarna bestu þjálf-
arar sem hægt er að fá og þá get-
ur maður betur fylgst með því
nýjasta sem er að gerast hverju
sinni. Þá hefur ástandið hérna
heima oftast verið þannig að það
hefur ekki verið hægt að byrja
æfingar fyrr en í janúar þótt
þetta hafi verið miklu betra í
vetur. En það er fleira sem spilar
inn í, hér er oft ekki hægt að æfa
vegna veðurs, en erlendis er
veðrið miklu betra auk þess sem
færið er betra. Þetta er því
vandamál þótt hér á Akureyri sé
besta aðstaða á landinu til þess
að stunda æfingar."
- Þau Nanna og Elías eru
væntanleg heim aftur í byrjun
apríl, og geta því hvílt sig örlítið
fyrir landsmótið sem fer fram
um páskana annaðhvort í
Reykjavík eða á Akureyri. Þar
verða þau væntanlega í fremstu
röð, og engum þyrfti að koma á
óvart þótt skíðafólk frá Akur-
eyri eigi eftir að hampa mörgum
verðlaunum á verðlaunapall-
inum á því móti. Hér er harð-
snúinn hópur ungs fólks á ferð-
inni sem hefur sett markið hátt
og þetta unga fólk á örugglega
eftir að halda merki Akureyrar
uppi næstu árin.
Nanna og Elías á Akureyrarflugvelli við brottförina til Noregs og Svíþjóðar.
Vörður Traustason handleikur byssuna.
Löggumót í
skotfimi
Akureyrarmót í
kraftlyfingum:
Metaregn!
Akureyrarmótið í kraftlyft-
ingum var haldið sl. laugardag
í íþróttasal Lundarskóla.
Agætur árangur náðist á mót-
inu og voru þar sett alls 10
Akureyrarmet og 1 íslands-
met.
í 56 kg. flokki bætti Kristján
Bjarnason eigin Ak. met í hné-
beygju og í samanlögðu lyfti alls
270 kg.
Kári Elíasson setti íslandsmet
í bekkpressu er hann lyfti 143
kg. og bætti hann eigið met um
0.5 kg.
Freyr Aðalsteinsson keppti í
fl. 82.5 kg. og þríbætti Ak. met-
ið í réttstöðulyftu en hann lyfti
þar 262.5 kg.
í sama klokki keppti Jóhann-
es M. Jóhannesson og setti Ak.
met í hnébeygju og samanlögðu.
Lyfti hann 202.5 kg. í hnébeygju
og 565 kg. í samanlögðu.
í 100 kf. flokki voru tveir
keppendur. Sigmar Knútsson
tvíbætti Ak. metið í hnébeygju
en þar lyfti hann 235 kg. Hann
setti einnig Ak. met í saman-
lögðum árangri lyfti alls 612.5
kg. í þessum flokki keppti einnig
hinn eldhressi Jóhannes Hjálm-
arsson sem verður 52 ára í ár.
Hann féll úr keppni á byrjunar-
þyngd sinni í bekkpressu. Hann
gerði sér hins vegar li'tið fyrir að
lokinni kepni og lyfti léttilega
262.5 og 280 kg. í réttstöðulyftu
sem er 12.5 kg. betri árangur en
heimsmet hans í flokki öldunga
50 ára og eldri.
Fyrir skömmu kepptu lög-
reglumenn á Akureyri í skot-
fimi með skambyssum. Keppt
er um veglegan farandbikar
sem gefin er af Gísla Ólafssyni
f.v. yfirlögregluþjóni.
Keppt er með sjálfvirkri 22
cal. skambyssu, með 6 tommu
hlaupi, og er skotið í mark af 13
metra færi. Sigurvegari að þessu
sinni var Daníel Snorrason
rannsóknarlögreglumaður, en
hann sigrar nú í annað sinn.
Annar var Broddi Björnsson og
jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu
Felix Jósafatsson og Björn
Snorrason. Keppnisstjórar voru
Gísli Ólafsson og Kjartan Sig-
urðsson.
íslandsmót í körfuknattleik:
Þór á tvö lið
í úrslitunum
Úrslitin í yngri flokkunum í ís- an leik. 3. flokks lið Þórs tap-
landsmótinu í körfuknattleik aði hinsvegar fyrir Tindastóli í
fara fram um helgina sunnan fyrri umferðinni, en náði síð-
heiða, og á Þór frá Akureyri an að snúa blaðinu við og sigra
tvo fulltrúa í þeirri úrslita- í síðari umferðinni og einnig í
keppni. úrslitaleik sem fram fór í
4. flokkur félagsins sigraði fyrrakvöld, með 62 stigum
með yfirburðum I sínum riðli gegn 49.
og sýndi á köflum prýðisgóð-
Lítil skemmtun
í Skemmunni
Meistaraflokkur Þórs og KA markverðir liðanna, Gautihjá
léku einn leik í handbolta á KA og Örn hjá Þórsæmilegir.
þriðjudagskvöldið. Ekki bauð í hálfleik hafði KA eins marks
þessi leikur upp á mikla forustu, 9 gegn 8. Leiknum
skemmtun fyrir áhorfendur, lauk síðan með sigri KA, 23
en fyrri hálfleikur var vægast mörkum gegn 21.
sagt leiðinlegur. Þó voru
íslands-
mót í júdó
Akureyríngar eignuðust einn sigraði örugglega í sínum
íslandsmeistara í Judó um síð- flokki, en hann keppir í einum
ustu helgi. Það var kornungur af léttustu flokkunum.
piltur Arni Ingólfsson sem
Stórviðburður í golfinu
á Jaðarsvelli í sumar
Nú styttist óðum í þann tíma
er golfleikarar fara að hand-
leika kylfurnar sínar á nýjan
leik eftir veturinn. Byrjað er
að huga að mótum sumaríns
hjá klúbbunum víðsvegar um
landið, og hjá Golfklúbbi Ak-
ureyrar er langt komið að
raða niður mótum sumarsins.
Þau verða að venju fjölmörg
og yrði of langt mál að fara að
telja þau öll upp hér. Þó má
nefna Meistarmót klúbbsins,
sem er að venju 72 holu keppni,
og ástæða er til þess að geta
nokkurra annarra móta.
Unglingameistaramót íslands
verður haldið á Jaðarsvelli
fyrstu helgina í júlí og mæta þar
væntanlega margir af bestu kylf-
ingum landsins.
Jaðarskeppnin verður nú að
nýju háð um verslunarmanna-
helgina, sem verður væntanlega
til þess að þátttaka verður mun
meiri en í fyrra í þessu móti. J að-
arsmótið er 36 holu keppni sem
verður leikin á laugardegi og
sunnudegi.
Sveitakeppni Golfsambands
íslands er nú orðin ein af allra
mestu keppnum landsins. Til
þessa hafa aðeins verið leiknar
18 holur í þeirri keppni og ár-
angur 5 bestu frá hverjum klúbb
hefur talið. Nú mega klúbbarnir
senda fjögurra manna sveitir og
árangur þriggja bestu teldur.
Leiknar verða 72 holur í þeirri
keppni, 36 þær fyrri um leið og
Jaðarsmótið fer fram, en 36 til
viðbótar á mánudeginum um
verslunarmannahelgina.
Þá má að lokum nefna minn-
ingarmótið um Ingimund Árna-
son, en það mót er orðið eitt af
allra stærstu mótum Golfklúbbs
Akureyrar, og ávallt vel sótt af
kylfingum víðsvegar að af land-
inu sem heiðra minningu Ingi-
mundar heitins hvert ár með
þátttöku í því móti.
Golfvöllurinn að Jaðri verður vettvangur stóratburða í sumar.
4 - DAGUR -18. mars 1982
18. mars 1982 - DAGUR - 5