Dagur - 18.03.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 18.03.1982, Blaðsíða 8
JMW® oronet larts p, EIRRÖR -TENGI fl SMURKOPPAR £ s a s i w Fundur um riðu í Svarfaðardal: Vilja reglur um riðu- vamir í sýslunni Ðlönduós: Stækkun Héraðs- hælisins Sveinsstöðuni 15. mars. Miklar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar við Héraðshælið á Blönduósi í sumar, en á fjárlög- um þessa árs eru 4.9 milljónir sem verja á til þess að byggja þriggja hæða viðbyggingu við Héraðshælið. í hinni nýju byggingu verður heilsugæslustöð, ásamt plássi fyrir legusjúklinga á einni hæðinni. Petta er Iangstærsta óbeina fram- kvæmdin í sýslunni í sumar. Af öðrum framkvæmdum má nefna að fyrirhugað er að leggja bundið slitlag á endafleti flugbrautarinn- ar á flugvellinum við Blönduós, Um þessar mundir er að ljúka vetrarrúningi sauðfjár í Húna- vatnssýslum. Vetrarrúningurinn hefur færst mjög í vöxt, og á nær öllum bæjum í As og Sveinsstaða- hreppum er allt yngra féð rúið í vetur og á mörgum bæjum allt fé. MÓ Ytra-Hvarfi Svarfaðardal 16. mars Á föstudag var fundur í þing- húsinu um riðuveiki í sauðfé og varnir gegn henni. Fundinn sóttu um 70 manns frá Ólafs- firði, Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Sigurður Sig- urðarson, dýraiæknir hafði framsögu á fundinum og svar- aði fyrirspurnum sem til hans var beint. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: Fundur um varnir gegn riðuveiki, haldinn í þinghúsinu að Grund 12. mars beinir því eindregið til sýslu- nefndar Eyjafjarðar og Búnaðar- sambands Eyjafjarðar að hafa forgöngu um að koma á reglum um riðuvarnir í sýrslunni, í sam- ráði við héraðslækna á svæðinu og sauðfjársjúkdómsnefnd. Fundur- inn telur rétt ða taka upp skipu- legar viðnámsaðgerðir gegn riðu- veiki á svæðinu í líkingu við að- gerðir þær sem í gangi eru á svo- kölluðum „tilraunasvæðum“ enda virðast þær lofa góðu um ár- angur. Einnig telur fundurinn nauð- synlegt að hver sveitarstjórn í sýslunni skipi sem fyrst riðunefnd í samráði við héraðsdýralækna, sem starfi saman að riðu- vörnum á sem víðtækastan hátt. „Á hverju hausti þarf að ráða nýja kennara, en kaupstaður- inn á sjálfur ekkert húsnæði sem hann getur séð þessum kennurum fyrir, en hefur hins- vegar útvegað þeim leiguhús- næði, sem nú er mjög erfitt að fá í bænum,“ sagði Gunnar Rafn . Sigurbjörnsson skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Siglufírði, í samtali við Dag. Gunnar «agði að skólanefndin hefði rætt það a fundi sínum ný- lega að nauðsynlegt sé að kaup- staðurinn eigi húsnæði fyrir kennara eins og tíðkast víða í öðr- um sveitarfélögum. „Við vitum að í kauptúnum og hinum smærri stöðum hafa sveitarstjórnirnar ásamt ríkinu komið upp kennara- og skólastjóraíbúðum, vegna þess hversu erfitt er að fá kennara á þessa staði. Feir koma ekki nema þeir hafi öruggt húsnæði að fara í,“ sagði Gunnar. Siglufjörður: „Málið virðist vera erfiðara hér en oft áður, vegna þess að það „Bíódraumar“ Mynd: KGA Lengja flugbrautina Á Siglufíröi hefur að undan- förnu mikið verið rætt um leng- ingu á flugbrautinni, bæði af öryggisástæðum og einnig vegna þess að með lengingu væri fært að nota fleiri gerðir flugvéla til flugs þangað. Nú virðist sem lausn sé fundin á þessu máli, og að framkvæmdir við lengingu flugbrautarinnar muni hefjast næsta vor. Hefur fjármagn þegar verið tryggt til hluta verksins. blasir við að hér verður nokkuð um kennaraskipti í haust, og þess vegna er þetta mál meira í brenni- depli nú en oft áður. Við höfum ekki lent í vandræðum vegna þessa hingað til. Okkur hefur ávallt tekist að manna skólana og útvega fólki íbúðir, en það væri vissulega öruggara að kaup- staðurinn ætti þessar íbúðir," sagði Gunnar. „Reksturinn gengur vel“ „Reksturinn á hótelinu gengur Ijómandi vel og við höfum ver- ið með ágætisnýtingu í vetur“ sagði Sigurður Jóhannsson hótelstjóri á Hótel Blönduósi er við slógum á þráðinn til hans á dögunum. Sigurður tók við rekstri hótelsins í haust en hafði áður starfað hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga. „Við höfum gert töluvert af því að bjóða upp á skemmtikvöld hérna. Við höfum verið með ferðakynningar sem er nýjung hér. f>á vorum við með kántrý- kvöld með Hallbirni Hjaltasyni, Katla María skemmti hér á bollu- daginn, við héldum þýskt kvöld og á öllum þessum skemmtunum hefur verið troðfullt hús“. Sigurður sagði að mikið væri búið að bóka fyrir sumarið og hann væri fullur bjartsýni á reksturinn. Pá hefur nýr salur verið tekinn í notkun í hótelinu, og greinilegt að mikill uppgangur á sér stað í hótelinu á Blönduósi undir stjórn Sigurðar Jóhanns- sonar. Nýtt skip til Dalvíkur Á laugardagskvöld kom til Dalvíkur nýr togbátur, Baldur, sem er fyrsta skipið af þremur sem keypt voru notuð í Bret- landi af ýmsum aðilum hér á landi. Eigandi Baldurs er hluta- félagið Upsaströnd h.f. Fram- kvæmdastjóri er Jóhann Ant- onsson. Baldur er eins dekks skip, það er 36,6 metra langt og tæpar 300 rúmlestir. Vélin er af gerðinni M. Blackstone, 875 hestöfl. Skipið var byggt árið 1974, en hefur ekki verið mikið notað fram til þessa. Seljandi skipsins er J. Marr & Sons í Hull. Seljandinn gerði nokkrar breytingar á skipinu áður en það kom hingað til lands. í brúnni eru öll tæki í takt við nútímann, að sögn framkvæmdastjórans. Skip- stjóri er Gunnar Jóhannsson og fyrsti vélstjóri er Jóhannes Bald- vinsson. Skipið heldur fljótlega á þorskveiðar. A.G. O T MTí C~2 r * t (sr ?rr T'i ii /iiu < Oj & Sl 11 JlIU # Snögg viðbrögð Nú þegar eru farin að berast bréf með svari við spurning- unni í ferðagetraun Dags og Samvinnuferða-Landsýnar. Næsta spurning mun birtast nk. þriðjudag, en fólk er hvatt til að póstleggja sem fyrst svarið við spurningunni t síð- asta blaði. Því fleiri svör sem berast frá hverjum og einum - því meiri möguleiki á að hreppa þann stóra! Það er ekkert skilyrði af blaðsins hálfu að fólk taki þátt í ferða- getrauninni frá upphafi, en með því móti aukast mögu- leikarnir. # Meðskjald- bökur... Hvers eigum við að gjalda, stynja skjaldbökur lands- manna um þessar mundir - og er nema von að þær spyrji. í útvarpi á dögunum mátti heyra auglýsingu frá ein- hverjum heilbrigðisfulltrúa á Suðurnesjum, þar sem hann hvatti alla þá sem hefðu skjaldbökur undir höndum að skila þeim strax. Hér fyrir norðan geyma menn skjald- bökur í búrum ... # Áhuginnog útvarpið Beina útsendingin á enska knattspyrnuleiknum á dögun- um hefur vfst varla farið fram hjá neinum. S&S hefur frétt af hópum karla og kvenna, sem sátu eins og límd við sjón- varpstækin og hrópuðu, rétt eins og setið væri í brekkunni hjá íþróttavellinum. En e.t.v. hefur æsingurinn hvergi verið meiri en hjá manni nokkrum hér ( bæ, aðdáanda Totten- ham, sem stóð upp frá sjón- varpinu þegar beina útsend- ingin var rofin, kveikti á út- varpinu, stillti á BBC og heyrði þar síðustu mínúturnar. Þeg- ar hann varð þess áskynja að Tottenham hafði tapað, grýtti hann útvarpinu í næsta vegg og lauk þar sögu þess. # Nýteikni- myndasagaí Helgar-Degi Á morgun kemur Helgar-Dag- ur út og hefur þar göngu sina ný teiknimyndasaga, Gulleyj- an, eftir John Louis Steven- son. Þetta er ein af þeim sög- um sem glatt hafa unga og aldna um áratuga skeið, og er það von Dags að lesendur blaðsins kunni vel að meta þessa nýbreytni í útgáfu þess. Gulleyjan hefur oftar en einu sinni komið út á íslensku og þess er skemmst að minn- ast að sjónvarpið sýndi mynd um jólin, sem byggð var á Gulleyjunni og bar raunar það nafn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.