Dagur - 19.03.1982, Blaðsíða 8
Með einkaleyfi frá: Syndication Intemational Ltd, London, England.
Snjólaug Bragadóttir:
Harmsaga
helmllistækis
Mikil var gleðin á heimilinu
þegar nýja viðundrið vai
komið á sinn stað í stofunni,
tölvustýrt með sjálfleitara,
innbyggðri klukku og fjarstýr-
ingu, svo hægt var að fikta í
öllu sitjandi í sófanum. Aug-
lýsingin hafði ekki logið því,
að fallegir voru litirnir. Dýrt
var þetta að vísu, en hér var
verið að kaupa tæki, sem ekki
þyrfti að endurnýja a.m.k;
næstuátta árin
í tvö ár gekk allt skínandi,
að undanteknum tveimur
smábilunum á sama hlutnum,
sem hin fullkomna viðgerðar-
þjónusta kippti í lag á
staðnum. En þá gerðist það
fyrir atbeina óvita á heim-
ilinu, að fjarstýritækið bilaði.
Það yrði bara að kyngja því að
kaupa nýtt. Jú, jú, ekkert því
til fyrirstöðu, að vísu væri
stykkið ekki til í augnablik-
inu, en það yrði pantað snar-
lega, allt í lagi.
Tíminn leið, fjölskyldan
flutti búferlum frá Reykjavík
norður í land, en hélt samt
áfram að hringja og spyrjast
fyrir um viðgerðina. Fimm
mánuðir liðu, þangað til tækið
kom og loksins var aftur hægl
að stjórna hinum ýmsu til-
brigðum, án þess að opna
sjónvarpstækið í hvert skipti.
En viti menn! Fyrri hluta
vetrar fer að bera á einhverju
misjöfnu í þessu annars önd-
vegis sjónvarpstæki og loks er
ekki hægt að hemja myndina á
skjánum lengur. Pá varð ekki
undan því komist að fara með
sjúklinginn til læknis. Við-
gerðarverkstæði eitt á Akur-
eyri auglýsir fullkomna við-
gerðarþjónustu á bókstaflega
öllu, sem bilað getur og hvað
var eðlilegra en að fara
þangað? í ljós kom, að þar var
meira að segja seld þessi teg-
und sjónvarpstækja.
Bjartsýnin ríkti á leiðinni til
Akureyrar, því heyrst hefur,
að sumt fólk hafi fengið tæki
sín viðgerð samdægurs. Allt
kom fyrir ekki, eitthvað meira
var að, svo jólin urðu sjón-
varpslaus. Milli jóla og nýárs
varð uppvíst, að stykki vant-
aði og haft samband við um-
boðið í Reykjavík, sem auð-
vitað var með fullkomna við-
gerðarþjónustu. Ekki til, en
bara að panta það, allt í lagi.
Vikurnar tóku nú að líða,
maður gekk undir manns
hönd og allir vildu allt gera til
að lækna sjúklinginn, en ekk-
ert gerðist. Um miðjan
febrúar kom stykki, sem sent
var norður með hraði. Það var
þá bara ekki þetta sem vant-
aði, einhvers staðar höfðu
orðið mistök. Tveir mánuðir
voru nú liðnir og minnugir
fimm mánaðanna árið áður,
tóku nú eigendur tækisins að
ókyrrast og hringja vítt og
breitt um Reykjavík. Upp úr
dúrnum kom, að á nokkrum
stöðum var „fullkomin við-
gerðarþjónusta" fyrir þessa
tegund, en um leið og á átti að
herða, var það því miður ekki
til sem vantaði.
Við nánari athugun var
raunar ekki ljóst, nákvæm-
lega hvað vantaði, svo eigend-
urnir leituðu annarrar lausn-
ar, sem sagt að fá annað sjón-
varp hjá sömu aðilum, annað-
hvort að láni á meðan, eða
með hagstæðum afborgunar-
skilmálum. Útilokað.
Jafnvel þolinmóðasta fólk
getur gefist upp og því var leit-
að til annars umboðs og keypt
tæki af allt annarri gerð, bara
venjulegt sjónvarpstæki, sem
er ekki of fullkomið til að
hægtséaðgeraviðþað,efþað
bilar.
Örlög dýra, fína tækisins
sér enginn fyrir, en þegar
þetta er skrifað, er það inn-
siglað á viðgerðaverkstæði og
bíður þess að þróunin haldi
áfram. Að baki á það þriggja
ára notkun og haldið er í von-
ina um, að einhverntíma í
framtíðinni geti eigendurnir
notið litanna, sem alltaf báru
af.
Þessi reynsla kostaði mikla
peninga, ómælda gremju og
fyrirhöfn fyrir marga, svo ef
einhver vill finna boðskapí
pistlinum, þá skal hann vera
sá, að kaupa ekki dýr tæki,
hvað svo sem um er að ræða,
nema ganga vandlega úr
skugga um það áður, að hin
„fullkomna viðgerðarþjón-
usta“ sé ekki bara í orði, held-
ur líka á borði.
Ég man það cins og það hcfði verið í
gær. þcgar hann kom þrammandi eftir
vcginum í átt að kránni. Stcrklcgur og
vcðurhitinn sjóari. mcð tjöruborinn
llctting hangandi yfir aðra öxlina á
hláum óhrcinum jakka. Á öðrum
vanga hans var stórt. rauðþrútið ör.
mjög áberandi og óhugnanlcgt. Á cftir
lionum kom maður með sjókistuna
hans á handkcrru.
ég átti eftir að heyra oft síðar: „Fimmtán mcnn upp á dauðs manns kistu,
jó. hó. hó. og rommflaska með." Hann barði að dyrum með kylfulaga
trjábút. sem hann hélt á og er faðir minn kom. bað hann um eitt glas af
rommi. Hann drakk það rólega og sagði síðan: „Þctta er allra notalegasti
staður. “
„Koma margir hingað," spurði hann. Faðir minn neitaði því. „Mjög fáir.S
því miður," svaraði hann. „Jæja," sagði sjóarinn, „þá er þetta staður fyrir
mig. Églifi mjögfábrotnulífi,allt.semégþarferromm. fleskogcgg. Ogþú
mátt kalla mig skipstjóra." Hann fleygði nokkrum gullpeningum á borðið
og sagði: „Þú lætur mig vita þegar þctta er búið."
Maðurinn, sem hann hafði leift til að flytja sjókistuna fyrir sig að kránni.
sagði okkur að hann hefði komið með póstvagni morguninn áður til Hótel
„Royal George" og spurst fyrir um krá við ströndina. Og þar sem okkar
krá fékk góð meðmæli, ákvað hann að gista hjá okkur. Við urðum þess
fljótt vör, að hann var hálfskrítinn. Allan daginn þvældist hann um víkina,
eða uppi á klettunum með sjónauka og horfði til hafs.
Samvinnuskólinn
BIFRÖST
SKÓLI
FYRIR
ÞIG?
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 10. JÚNÍ
Umsóknareyðublöð fást í kaupfélögum, Fræðslu-
deild Sambandsins, fræðsluskrifstofum og ýmsum
skólum.
8 - DAGUR -19. mars 1982