Dagur - 19.03.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 19.03.1982, Blaðsíða 11
Búlgörsk nútíma- list á Akureyri I tilefni 1300 ára afmælis Búl garíu verður opnuð sýning á búlgörskum nútímalistaverk- um í sal Myndlistarskólans á Akureyri á morgun laugardag 20. mars. Sýningin hefst kl. 15 með ávarpi formanns Vin- áttufélags íslands og Búl- garíu, Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra. Sýn- ingin verður opin alla virka daga frá kl. 20-22 og um helg- ar frá kl. 15-22. Á sýningunni eru 48 verk eftir 11 listamenn, en henni lýkur sunnudaginn 28. mars. Listunnendur á Akureýri hljóta að grípa þessi einstöku tækifæri fegins hendi og flykkj- ast í sal Myndlistarskólans að Glerárgötu 34. (Unnið af Tómasi Guðmundssyni og Hermanni Ingólfssyni, tveimur piltum úr Glerárskóla sem voru ■ starfskynningu á Degi í vikunni). Að sögn Helga Vilberg skóla- stjóra Myndlistarskólans er þetta í fyrsta skipti sem sýning af þessu tagi kemur til Akureyrar, þ.e. úrval verka frá einu landi. Helgi tjáði okkur einnig að í vændum væru ýmsar sýningar, þar á meðal sýning Ingvars Þor- valdssonar sem haldin verður um páskana. Nýja kompaníið í Möðruvallakj allara Jass á vinsældum að fagna á Akureyri og er skemmst að minnast hinnar velheppnuðu heimsóknar jassgítaristans Paul Wedden, en um 500 manns hlýddu á leik hans og 3o heimamanna, bæði á skemmtunum og tónleikum. Eitt hundrað og fimmtíu manns skrifuðu undir vilja- yfirlýsingu um stofnun jass- klúbbs í bænum, og er það mál í undirbúningi. Heim- sóknir jassleikara í bæinn verða örugglega eitt af verk- efnum hins nýja klúbbs. Nú gefst öllu jassáhugafólki á Akureyri tækifæri á nýjan leik, því Nýja kompaníið sem vakti mikla athygli í ágætum sjónvarpsþætti fyrir stuttu, leikur í Möðruvallakjallara Menntaskólans á Akureyri í kvöld kl. 2o,3o. Aðgöngu- miðasala fer fram við inn- ganginn. Tvær góðar í Borgarbíói Borgarbíó á Akureyri er nú að skuldaða athygli. hefja sýningar á myndinni . Þessimyndverðursýndkl. 21, „Fljótt-fljótt," eða „Deprisa- en næsta mynd sem Borgarbíó deprisa," eins og hún heitir á sýnir á kvöldsýningum kl. 23 er frummálinu. Þetta er ný mynd bandaríska myndin „Hefndar- sem hefur fengið mjög góða æði“ sem er sakamálamynd með dóma, en myndin var á kvik- Don Murry og Diahn Williamas myndahátíðinni í Reykjavík á í aðalhlutverkum. dögunum og vakti þar verð- Yækjasalan hf ....vantiþig tæki -erum viðtil taks Orösending til verktaka og eigenda vinnutækja. Tækjasalan hf. býður upp á varahlutaþjónustu, fljóta afgreiðslu og lágt vöruverð. Ef ykkur vantar vinnutæki í skyndi, þá bjóðum viö eftirfarandi þjónustu: Viö finnum viðkomándi tæki, nýtt eða notaö. Við aðstoöum við skoðun og reynsluakstur. Við önnumst innkaup og útvegum lána. Viö sjáum um flutning og tollaafgreiösiu. Við önnumst milligöngu vegna ábyrgða. Við önnumst einnig útvegun varahluta. Kaupiö ekki köttinn í sekknum. Með víðtækum samböndum okkar við tækjasölur erlendis getum viö boöið notuö tæki með ábyrgð. Ef þiö eruö í leit að tækjanýjungum eða hafið áhuga á að sjá hvað er á döfinni erlendis, þá hikið ekki við aö hafa samband. Munið: Viö erum aldrei lengra frá ykkur en næsta sím- tæki. Yækjasalan hf ....vanliþig læki-erum vió til taks Pósthólf 21 202 Kápavogi g 91-78210 Trillubátur 31/2 tonn með 18 hestafla léttbyggðri Saabvél, keyrðri 50tíma, til sölu. Uppl. í síma 62311 á Ólafsfirði. H-100 Heitur og kaldur veislumatur sendur hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í síma 25500. H-100 opið öll kvöld. Munið snyrtilega klæðnaðinn. A skíði um helgina Laugardagur 20. mars: Akureyrarmót í svigi kl. 11.30, flokkur 12 ára og yngri. Að loknu móti er rabbfundur með foreldrum þeirra er æfa og keppa á vegum SRA og for- eldraráðs, að Skíðastöðum kl. 14.00. Sunnudagur 21. mars: Opin göngumót fyrir alla er vilja æfa sig fyrir Páskamót Flugleiða er fram fer á páskum, og einnig þá er hugsa sér að vera með í Andrésar-Andar leikunum í ár. Þeir, sem vilja, fá tímatöku og einhverja aðstoð, verður það á tímabilinu 13.30-15.30. Einnig verður opin svigbraut í Hjallabrekku fyrir almenning kl. 13.30-15.30. í svigbrautinni fer fram tímataka fyrir þá er vilja, þannig að einn ákveðinn góður skíðamaður fer brautina fyrst, svo fær almenningur tæki- færi til að ná hans tíma. Sá sem verður næst tímanum fær viður- kenningu. Þátttökugjald er kr. 35. Nýkomnir jakkar! ófóðraöir-einlitir röndóttir Nýj a bíó Nýja bíó á Akureyri sýnir um alla fjölskylduna. þessar mundir bandarísku NæstamyndíNýjaBíóierum gamanmyndina „1941“, hetjuna kunnu „Hvell- sprenghlægilega mynd fyrir Geira“. Úllhildur Sigfríður ■lón Framsóknarfélag Akureyrar Almennur félagsfundur veröur haldinn þriöjudag- inn 23. mars að Hótel KEA kl. 20. Umræður um kosningaundirbúninginn. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Sigfríður Angantýsdótt- ir og Jón Sigurðarson flytja stutt ávörp. Allt áhugafólk um störf og stefnu Framsókn arfélagsins velkomið. Stjórnin. 19. mars 1982 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.