Dagur


Dagur - 30.03.1982, Qupperneq 5

Dagur - 30.03.1982, Qupperneq 5
„Við rennum alveg blint í sjó- inn með það hve mikið við getum aukið hlutdeild okkar í innanlandsmarkaðnum,“ sagði Gísii Már Ólafsson skrifstofustjóri fyrirtækisins. í spjalli við Gísia kom m.a. fram að fyrirtækið fær hráefnið víða að. Sardínurnar, sem við köllum svo, bjuggu í Pollinum, áður en þær voru lagðar niður í dósir, annað hvort í tómatsósu eða olíu. Norskur brislingur hef- ur einnig verið notaður. Grænu baunirnar koma þurrkaðar frá Bandaríkjunum, maisinn er keyptur frosinn frá sama landi, gulræturnar nýjar frá Evrópu, síldin frá ýmsum aðilum hér á landi og rækja sömuleiðis. En starfsemi K. Jónssonar snýst ekki eingöngu í kringum niðursuðu. Fyrirtækið á stóra frysti- og kæligeymslu, sem það leigir út ef það þarf ekki á henni að halda, og þar má stundum finna tunnur með grásleppu- hrognum og efni til rjómaísgerð- ar. Gísli bætti því við að K. Jóns- son gæti ekki síður en fyrirtækiá ísafirði, geymt afla græn- lenskra skipa. „Þetta fyrirtæki var stofnað í nóvember 1947 og það verður því 35 ára á þessu ári. Hjá fyrir- tækinu starfa að jafnaði um 120 manns, sem skila um 90 dags- verkum, því töluvert er um fólk í hálfsdagsstarfi,“ sagði Gísli Már að lokum. Gísli Már Ólafsson. Hafþór Jónasson. Fyrir framan Hafþór eru fullir bakkar af kavíar. Regína Jónsdóttir: Sardínur í tómat Pað ætlaði að ganga illa að króa hana Regínu Jónsdóttur af úti í horni, en það tókst þó að lokum. Regína er „settur" verkstjóri. „Hef engin réttindi," sagði hún. Starfsfólkið var að pakka kavíar þegar blaðamann bar að garði, en Regína sagði að það pakkaði líka rækju og því sem til félli. „Það er mikið um það að konur vinni hér í hálfu starfi. Atvinna hefur verið stöðug undanfarin ár. Hér fáum við heildarbónus og því skiptir máli að allir vinni vel, en það er mis- jafnt hvað fólk er handfljótt.f" - Hvað finnt þér best af því sem hér er framleitt? „Sardínur í tómatsósu,“ og Regína fór hlæjandi á brott. Regína Jónsdóttir, „settur“ verkstjóri. Hafþór Jónasson: Margt hefur breyst á þessum árum „Þessi kavíar fer til Bandaríkj- anna,“ sagði Hafþór Jónasson, „en við framleiðum líka kavíar sem er seldur til ýmisa Evrópu- landa.“ Hafþór er búinn að starfa hjá K. Jónsson í ein 20 ár. „Já, margt hefur breyst á þessum árum. Vinnuaðstaðan hefur breyst mikið til batnaðar og framleiðslan er orðin fjölbreytt- ari. Grænmeti frá K. Jónsson selst alltaf vel, það er mjög gott finnst mér. Þú þarft að smakka það einhvern tíma.“ K. Jonssonar og Co. a Akureyri Gísli Már Olafsson: Sardínur úr Pollinum, baunir frá Bandaríkjunum og gulrætur frá Evrópu Blómabúðin Laufás auglýsir Ungplöntumarkaður í fullum gangi. Garðrósir væntanlegar næstu daga. •i* Munið okkar vinsælu fermingarþjón- ustu fermingardagana frá kl. 9.00 til 12. ^^^m^mmmmmm^^mm^^^^mmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmrn Félag málmiðnaðar- manna Akureyri Félag málmiðnaðarmanna Akureyri heldur fé- lagsfund miðvikudaginn 31. mars kl. 20.30 að Hótel KEA. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra féiaga 2. Lagabreytingar 3. Fjármál 4. Stofnun iðnþróunarfélags á Eyjafjarðarsvæðr' inu. 5. Önnurmál. Stjórnin. Iðjufélagar Akureyri Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn í Félagsborg (Gefjunarsalur), laugardaginn 3. apríl kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulitrúa á 5. þing Landssambands iðn- verkafólks 3. Lagabreytingar 4. Önnurmál Mætið vel og stundvíslega Stjórnin r Ibúð til sölu Ca. 100 fermetra 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í fjöl- býlishúsi við Skarðshlíð til sölu. Upplýsingar í síma 91-16767 á daginn og 77182 á kvöldin. Til sölu Mercury Monarch árg. 1977 sjálfskiptur Volvo 343 árg. 1978 sjálfskiptur Cortina 1300 L árg. 1979 Lada 1600 árg. 1979 BÍLASALAN HF UMBOÐIÐ Strandgötu 53 - Sími 21666 AKUREYRARBÆR ||| íbúðir óskast fbúðir óskast til leigu sem fyrst. Fullt tillit tekið til óska íbúðaeigenda. Trúmennsku heitið. Vinsamlegast hafið samband við Félagsmála- stofnun í síma 25881. 3Ó:máf's*t9B2 - DAGÚft - 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.