Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 15. apríl 1982
RAFGEYMAR
í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
MWATNSSVEIT:
Styrkja
uM ■■
viovor-
unar-
kerfi
almanna-
varna
„Nú er verið að styrkja við-
vörunarkerfi Almannavarna i
Mývatnssveit,“ sagði Guðjón
Petersen, framkvæmdastjóri
Almannavarna ríkisins. „Ný-
lega var gengið frá nýjum
skjálftamæli við Sandmúla,
sem fjarsendir merki niður í
Kröfluvirkjun. Áður höfðu
starfsmenn í Kröflu eingöngu
hallamæli, en nú hafa þeir
þessa tvo sem auka að sjálf-
sögðu mikið á öryggið.“
Viðlagatrygging Islands veitti
fé til kaupa á tölvubúnaði, sem
ætlunin er að koma upp í Mý-
vatnssveit innan fárra mánaða.
Þessum búnaði er ætlað að nema
útskriftir allra hallamælanna á
svæðinu, bera saman við fyrri
niðurstöður og meta hvort rétt
sé að aðvara almannavarnar-
nefnd Mývatnssveitar. „Þegar
þetta kerfi kemst í gagnið mun
fækka „fölskum" aðvörunum.
Núverandi viðvörunarkerfi cr
tengt einum hallamæli, en tölvu-
búnaðurinn mun fá upplýsingar
frá fjórum hallamælum.
Það er ekki víst hvort við get-
um haft gagn af þessum búnaði í
næsta gosi-ef það verður-en ef
þessi óróleiki heldur áfram
næstu árin, mun tölvubúnaður-
inn koma að góðu gagni. Sam-
kvæmt áætlun þeirra, sem að
þessu máli eru að vinna, mun
þetta kerfi vera tilbúið eftir tvo
til þrjá mánuði.
Guöjón' sagði að umræddur
búnaður kostaði tvö til þrjú
hundruö krónur. Fé var vcitt til
kaupanna á fjárlögum, en því
var varið til kaupa á skjálftamæl-
um og uppsetningu á þeim,
enda var það þá talið mikilvæg-
ara að mati vísindamanna. Enn
er eftir að setja einn niður og
vcrður sá fyrir sunnan Hvera-
fjall.
Á netum um borð í Heiðrúnu EA.
Mynd: ÓG
Skuttogarinn Örvar:
Samningar tókust
Samningar tókust í gær til
bráðabirgða um kjör áhafnar-
manna á frystitogaranum Örv-
ari frá Skagaströnd, en fulltrú-
ar útgerðarmanna og sjómanna
funduðu um málið á KEA í gær
og fyrradag. Sem kunnugt er
verða 24 á skipinu og vinna þeir
að ýmsu leyti annars konar
störf en gert er á hefðbundnum
skuttogurunum, m.a. störf sem
vanalega eru unnin í frystihús-
um, s.s. snyrtingu og pökkun.
Samningarnir gilda til 1. ágúst
og skulu endurskoðaðir fyrir 1.
júlí. Þar sem langur tími líður þar
til endanlegt uppgjör kemur
vegna sölu aflans, en hann er seld-
ur erlendis en ekki í frystihús hér
heima, var töluvert rætt um þau
mál ' í samningaviðræðunum.
Samið var um að greitt verði 85%
upp í væntanlegt söluverð, en gert
er ráð fyrir að endanlegt uppgjör
geti tekið 3-4 mánuði.
Vegna eðlis starfanna um borð
í Örvari var samið um aðra skipta-
prósentu. Skiptaprósenta til
áhafnar á skuttogurunum venju-
legu er 29,7% af skiptaverði, en
áhöfnin á Örvari fær 31,5% af
söluverði erlendis. Útgerð og
áhöfn tekur sameiginlega þátt í
sölukostnaði.
Vorið
leggsl
vel
bændur
„Vorið leggst vel í bændur. Allt
er orðið alautt og nú er sunn-
anblíða,“ sagði Einar Gíslason,
bóndi á Skörðugili í Skagafirði í
samtali við Dag.
„Það er ekki nokkuð kal að sjá
og ég hef ekki trú á.því að það sé
kal í Skagafirði. Vatn hripar niður
og jörð þornar strax. Þetta lítur
því afskaplega vel út.
Fé er ekki farið að bera, en
það ættí að byrja hjá þessum
bráðlátustu upp úr mánaða-
mótum. Allmennt byrjar burður
ekki fyrr er um 10. maí.
Annars er unnið við undirbún-
ing landsmóts hestamanna, sem
verður í sumar í Skagafirði. Þau
mál eru annars í traustum hönd-
um Sveins Guðmundssonar og ég
veit að undirbúningur gengur vel.
Það stendur t.d. til að halda fund í
framkvæmdatnefndinni á laugar-
daginn.“ sagði Einar að lokum.
Net VHF stöðva
á Norðurlandi
Nú er búið að koma upp VHF-
öryggistalstöðvum á vegum
Almannavarna ríkisins á Akur-
eyri, Dalvík og á Húsavík.
Þessar stöðvar eru hlekkir í
þráðlausu talstöðvarkcrfi Al-
mannavarna ríkisins, og er ætl-
að það hlutverk að vera til taks
ef sími fer úr skorðum vegna
álags eða annars. í húsakynn-
um Almannavarna í Reykjavík
er endurvarpsstöð sem verður
sett upp í Grímsey innan tíðar.
Stöðvar af þessu tagi eru nú
þegar komnar á Suður- og
Vesturlandi.
Hvað Norðurland varðar, þá
munu Almannavarnir ríkisins
setja upp stöðvar frá Hólmavík til
Húsavíkur, en síðan verður al-
mannavarnarnefndum á svæðinu
gefinn kostur á að kaupa stöðvar
og komast inn í umrætt kerfi. Að
sögn Guðjóns Petersen, fram-
kvæmdastjóra Almannavarna,
verða þessar stöðvar seldar á
mjög vægu verði.
„Stöðvarnar fyrir Ólafsfjörð,
Siglufjörð, Sauðárkrók, Blöndu-
ós og Hólmavík eru hjá okkur, til-
búnar til að fara norður og það
munu þær gera innan skamms,“
sagði Guðjón.
Hópur áhugamanna í V-Húnavatnssýslu:
Þingmönnum fjölgi ekki
á kostnað dreifbýlisins
Nokkrir áhugamenn um stjórn-
arskrármálið í Vestur-Húna-
vatnssýsu, sem tilheyra öllum
stjórnmálaflokkum, hafa sent
frá sér bréf þar sem þeir lýsa
yfir andstöðu við fyrirhugaða
kjördæmabreytingu og fjölgun
þingmanna í Reykjavík og
Reykjaneskjördæmi á kostnað
landsbyggðarinnar, eins og seg-
ir í bréfi þeirra.
„Þar sem hér er ekki aðeins um
hag hinna dreifðu byggða að
ræða, heldur allrar þjóðarinnar,
þegar til lengri tíma litið, teljum
við nauðsyn á að íbúar lands-
byggðarinnar standi saman og
hrindi fyrrnefndum áformum af
höndum sér, þannig að slíkt komi
ekki til framkvæmda,“ segir m.a.
í brefi áhugamannanna. Þar segir
einnig:
„Staðreynd er, að megin áhrif
búsetubreýtinga landsmanna á
síðustu áratugum eru fólgnar í af-
gerandi forystuhlutverki höfuð-
borgarsvæðisins á flestum
sviðum. Þar eru nú höfuðstöðvar
embættiskerfisins, hagsmuna-
samtaka, stjórnmálaflokka,
fjölmiðla og fjármálavalds. Með
tilliti til framangreinds verður að
álíta, að þrátt fyrir minna
atkvæðavægi, eru áhrif íbúa
Stór-Reykjavíkursvæðisins til
stjórnunar þjóðmálanna mun
meiri en íbúa landsbyggðarinnar.
Aðalframleiðsla þjóðarinnar á
sér stað úti um hinar dreifðu
byggðir, en fjármunir renna til
Reykjavíkur og eru síðan
skammtaðir þaðan úr hnefa.“
Undir bréfið rita tveir fulltrúar
áhugamanna hvers félags þ.e. úr
Framsóknarfélaginu, Sjálfstæöis-
félaginu, Alþýðuflokknum og Al-
þýðubandalagsfélaginu í Vestur-
Húnavatnssýslu, flestir frá
Hvammstanga.
GÉIS
# Grænt
páskaegg
Það fór heldur betur um frú
eina þegar hún skoðaði
páskaegg er hún keypti af
kaupmanni í bænum. Fótur-
inn á egginu var orðinn
grænn af myglu og bragðið af
súkkulaðinu var eftir því.
Eggið var framieitt af Sælgæt-
isgerðinni Víkingi, sem varð
gjaldþrota í fyrra, og var því
orðið rösklega árs gamalt.
S&S fór á kreik og samkvæmt
upplýsingum þess er leyfilegt
að geyma páskaegg frá ári til
árs - ef þau eru í góðum
geymslum. Einn viðmælanda
S&S benti á að t.d. útlenskt
súkkulaði er ekki dagstimpl-
að svo vel má vera að það sé í
sumum tilfellum a.m.k. rúm-
lega ársgamalt - ef ekki eldra.
Það síðasta sem S&S frétti af
egginu og frúnni var það að
hún ætlaði til kaupmannsins,
og eflaust hefur hann skipt á
egginu og látið hana fá
ferskara egg í staðinn.
# Ferðin
borgaði sig
í fyrra hreppti Jón Sigurðs-
son frá Garði í Kelduhverfi,
ferðavinning í ferðagetraun
Dags og Kjartans Helga-
sonar. Jón fór til Búlgaríu og
skemmti sér konunglega,
enda var maðurinn á besta
m
\h
— V—□ !Íl
GJ — V- Jl.
aldri og ókvæntur að auki. En
þessi ferð hafði sínar afleið-
ingar, eins og svo margar
aðrar. Fararstjórinn var ung
kona, Þorbjörg Bragadóttir,
og staðfesti Jón það í samtali
við S&S að þau væru nú búin
að draga upp hringana. Segið
svo að það borgi sig ekki að
taka þátt í ferðagetraun hjá
Degi!
# Val á nautum
S&S var um daginn að lesa
búnaðarblaðið Frey og sá þar
m.a. grein eftir Jón Viðar Jón-
mundsson. Greinin bar yfir-
skriftina: Val á nautum.
Sumar setningarnar í grein-
inni voru dálítið skondnar
samanbereftirfarandi: „Fjöldi
nautsfeðra á þessu tímabili er
31. Það samsvarar að til jafn-
aðar séu 4,7 naut undan
hverjum nautföður... Sam-
tals eru átta kýr sem eiga tvo
syni í nautastofninum á
þessu árabili, en engin fleiri.“
# Ferðagetraun
Ferðagetraunin birtist næst í
þriðjudagsblaðinu. Ef einhver
á eftir að skila svari við síð-
ustu getraun er sá hínn sami
hvattur til að gera það nú
þegar.