Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 3
A tvinnumál Öflugt atvinnulíf er undirstaða allra framfara. Þróttmikill rekstur sam- vinnumanna, einstaklinga og félags- rekstur bæjarbúa hefur gert Akureyri að traustu bæjarfélagi með mikla framtíðarmöguleika. Eyjafjarðar- svæðið er atvinnuleg heild og verður að skoða atvinnumálin í ljósi þess. Framsóknarmenn á Akureyri telja að sveitarfélög eigi ekki að taka bein- an þátt í rekstri fyrirtækja nema í sér- stökum tilvikum. Hlutverk bæjarfé- lagsins er að skapa aðstæður sem geri atvinnuvegunum kleift að þrífast. Afstaða bæjarfélagsins til atvinnurekstrar og stuðningur skiptir miklu máli. Framsóknarmenn á Akureyri telja eðlilegt að bæjarfélagið létti undir með nýjum atvinnugreinum, t.d. með nægu framboði lóða og tímabundinni fyrirgreiðslu. Ljóst er að við margs konar vanda er að fást í atvinnumálum Eyjafjarðar- svæðisins. Má að hluta rekja þennan vanda til lélegrar afkomu fyrirtækja á undanförnum árum, sem einkum á rætur að rekja til óhagstæðrar verð- þróunar. Því gera framsóknarmenn á Akureyri þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi fyrirtækjum rekstrar- grundvöll sem geri þeim kleift að fjár- festa og auka umsvif sín og þar með atvinnu. Rekstrargrundvöll útflutn- ings- og samkeppnisiðnaðar þarf að leiðrétta, þannig að þessar greinar njóti jafnréttis við aðrar atvinnu- greinar. Framsóknarmenn á Akureyri fagna stofnun Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- arbyggða, og telja að það geti gegnt því þýðingarmikla hlutverki að afla hugmynda um nýiðnað og stofna ný fyrirtæki. Framsóknarmenn á Akureyri munu beita sér fyrir könnun á mögu- leikum í atvinnuuppbyggingu Akur- eyrarbæjar og Eyjafjarðar í heild sinni og vilja að á grundvelli slíkrar könnunar verði gerðar þær ráðstafan- ir sem tryggja atvinnuöryggi íbúa þessa svæðis. Framsóknarmenn telja það höfuð- atriði í nýrri sókn í atvinnumálum, að þau fyrirtæki sem þegar eru starfrækt hér í bæ nái að eflast og auka umsvif sín. Bent er á að enn eru ónýttir fjöl- þættir möguleikar á aukinni úr- vinnslu landbúnaðar- og sjávaraf- urða, og má í því sambandi nefna líf- efnaiðnað. Það er fyrirsjáanlegt að á komandi árum mun þjónusta ýmiskonar verða stærri þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar og ber þéttbýlisstöðum víða um land sanngjarn hlutur í þeirri aukningu. Framsóknarmenn á Akureyri telja það réttlætiskröfu að ýmis opinber þjönusta verði efld á Akureyri, t.d. með flutningi stofnana, nýjum menntastofnunum og aukinni heil- brigðisþjónustu. Góðar samgöngur eru ein aðalfor- senda þess, að Akureyri geti gegnt hlutverki sínu sem þjónustukjarni fyrir Norðurland. Framsóknarmenn á Akureyri vilja stuðla að stórbættum samgöngum á láði, legi og í lofti. Sér- staka áherslu þarf að leggja á auknar flugsamgöngur og ber því brýna nauðsyn til að fullgera flugbraut Ak- ureyrarflugvallar og búa hann full- komnum aðflugs- og öryggistækjum. Leggja ber aukna áherslu á þjón- ustu við ferðamenn. Framsóknar- menn á Akureyri telja að bærinn eigi að hafa forgöngu um samræmingu ferðamála og að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verði komið á fót. Framsóknarmenn á Akureyri telja rétt að innlend orka verði notuð til að efla atvinnulíf og bæta enn afkomu á Eyjafjarðarsvæðinu. í því sambandi skal m.a. hafa eftirfarandi í huga: a) Eyjafjörður er vistfræðilega mjög viðkvæmt svæði og landbúnaður er einn aðalatvinnuvegur íbú- anna. Því skal ekki stofna lífríki svæðisins í hættu. b) Meta verður félagslega röskun vegna framkvæmda og rekstrar stórfyrirtækja. c) Kanna þarf þjóðhagslega hag- kvæmni og hver fjárhagslegur ávinningur Eyjafjarðarsvæðinu er í slíkum fyrirtækjum. Framsóknarmenn vilja að þátttaka starfsmanna í stjórnun fyrirtækja verði aukin, þannig að þeim gefist kostur á að hafa áhrif á umhverfi sitt, aðbúnað og öryggi á vinnustað. Með auknu atvinnulýðræði er unnt að auka velsæld verkafólks í starfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.