Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 7
Iþrótta- og æskulýðsmál Framsóknarmenn á Akureyri telja að fólki á öllum aldri skuli gefinn kostur á að stunda íþróttir og útivist við sitt hæfi, bæði til heilsubótar og til undir- búnings þátttöku í keppni. Þeir vilja stuðla að því að komið verði upp að- stöðu fyrir sem flestar íþróttagreinar. Vegna þess hve íþróttir og útivist eru mikilvægir þættir í uppeldi og mótun ungs fólks vilja framsóknarmenn á Akureyri að bæjarfélagið styrki frjálst starf íþróttafélaganna í bænum og að þeim verði gert kleift að ljúka frá- gangi íþróttasvæða sinna. Þeir vilja að sem mestur hluti framlaga bæjar- ins til íþróttamála nýtist til nýrra framkvæmda. Framsóknarmenn telja eðlilegt að aðaláhersla verði lögð á að ljúka byggingu íþróttahallarinnar. Akur- eyri er miðstöð vetraríþrótta og þarf að vinna að alhliða uppbyggingu á því sviði. Nú er brýnt að bæta lyftu- kost í Hlíðarfjalli og koma upp vél- frystu skautasvelli. Jafnframt verði hugað að skíða- og sleðaaðstöðu fyrir yngstu bæjarbúana í íbúðahverfum. Áhorfendasvæði á íþróttavelli bæjar- ins þarf að koma í viðunandi horf. Framsóknarmenn á Akureyri leggja á það áherslu að sem fyrst verði komið upp kennslusundlaug í Glerárhverfi, sem einnig nýtist almenningi. Þeir telja að aðtaða fyrir íþróttakennslu þurfi að rísa við alla skólana. Framsóknarmenn á Akureyri vilja stuðla að aukinni útivist almennings og að áfram verði haldið skipulagn- ingu og lagfæringu útivistarsvæða í þeim tilgangi. Frjálsu félaga- og æskulýðsstarfi þarf að skapa skilyrði til að þróast þannig að allir geti fundið þar eitt- hvað við sitt hæfi. Þá vilja framsókn- armenn styðja æskulýðs- og safnað- arstarf innan þjóðkirkjunnar. Bent er á að safnaðarheimili og kirkja þurfi að rísa sem fyrst í Glerárhverfi. í skólahverfum verði gert ráð fyrir húsnæði fyrir hvers konar tóm- stundastörf og sköpuð góð félags- og menningaraðstaða, ekki aðeins fyrir unglingana, heldur fjölskylduna alla. Gefa skal unglingum kost á að starfa sem mest í beinum tengslum við atvinnulífið í sumarleyfum sínum. Markmið vinnuskólans skal vera að þroska unglingana og undirbúa þá til þátttöku í atvinnulífinu með raunhæf- um verkefnum, góðri verkkennslu og verkstjórn. Lokaorð Framsóknarmenn á Akureyri ganga bjartsýnir til þessara kosn- inga. Þeir treysta því að bæjarbú- ar meti mikils þá stefnu sem hef- ur gert Akureyri að traustu og góðu samfélagi. Framsóknar- menn á Akureyri hvetja bæjarbúa til þátttöku og starfa að þeirri stefnu, þar sem samvinna, fól- agshyggja og öryggi skipa veg- legan sess og sem verið hefur kjölfesta Akureyrar og eyfirskra byggða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.