Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 27.04.1982, Blaðsíða 6
Félags- og heilbrígðismál Stefna framsóknarmanna á Akureyri er að félagslega aðstoð eigi fyrst og fremst að veita til að styðja fólk til sjálfshjálpar og jafna aðstöðu manna til eðlilegrar þátttöku í félags- og atvinnulífi. Vegna breyttra þjóðfélagshátta hefur dagvistun barna færst í vöxt. Framsóknarmenn á Akureyritelja að fjöldi dagvistarrýma eigi að vera í samræmi við raunverulegar þarfir. Beita verður aðhaldi í rekstri og ætl- ast til þess að notendur þessarar þjónustu taki aukinn þátt í kostnaði við rekstur dagvistarstofnana. Framsóknarmenn á Akureyri álíta vænlegra að koma upp athvörfum við grunnskóla bæjarins, fremur en að byggja upp sérstök skóladagheimili. Framsóknarmenn á Akureyri telja að koma eigi í ríkara mæli til móts við aldrað fólk, sem hætta verður starfi vegna aldurs en ekki sökum skorts á starfsþreki. Stuðla þarf að því að aldr- aðir hafi verkefni við hæfi og að þeim verði gefið rýmra val um hvernig þeir eyða ævikvöldinu. Lýst er yfir stuðn- ingi við áform um stækkun dvalar- heimila aldraðra og byggingu sér- stakra íbúða fyrir þá. Framsóknarmenn á Akureyri vilja að bæjarfélagið stuðli að því að öldr- uðu fólki sé gert auðveldara að selja stórt og óhentugt húsnæði og kaupa minna sem betur hentar minnkandi heimilishaldi. Auk þess sem þörfum aldraðra verði sinnt með þessum hætti getur slík fyrirgreiðsla ýtt undir endurnýjun og meiri aldursdreifingu í eldri hverfum bæjarins. Stuðla ber að því að aldraðir geti sem lengst verið í eigin húsnæði, óski þeir þess, með því að efla heimilishjálp. Félagsaðstöðu þarf að koma upp fyrir aldraða á þann veg að hún nýtist jafnt þeim sem heima búa og þeim sem búa á dvalarheimilum. Hafa ber í huga við skipulagningu og starfsemi félagsmiðstöðva, að þær nýtist öllum aldurshópum. Leiguhúsnæði á vegum bæjarins hefur verið mikið endurbætt síðustu ár. Framsóknarmenn á Akureyri vilja að útleiga þess verði í samræmi við það sem gerist á hinum almenna leigumarkaði enda sé svo litið á að um skammtímalausn sé að ræða. Þeir vilja að bæjarfélagið beiti sér fyrir byggingu ódýrra kaupleiguíbúða. Framsóknarmenn á Akureyri munu styðja alla þætti sem miða að eflingu heilsugæslu fyrir unga sem aldna. Heilsugæslu aldraðra skal sinnt með heimahjúkrun fyrir þá sem vilja og geta dvalið á heimilum sínum. Brýnt er að sjúkradeild fyrir aldraða verði hið fyrsta tekin í notkun. Lýst er yfir stuðningi við frjáls félagasamtök sem vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum í heilbrigðismálum og endurhæfingu. Framsóknarmenn á Akureyri leggja áherslu á eflingu fræðslu um skað- semi vímugjafa og styðja almenn- ingssamtök til varnar í þeim efnum. Leggja verður áherslu á að ljúka frágangi á þeim áfanga sjúkrahússins sem nú er unnið að og knýja skal á um frekari framkvæmdir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.