Dagur - 27.04.1982, Síða 5

Dagur - 27.04.1982, Síða 5
Skipulags- og umh vcrfismál Framsóknarmenn á Akureyri vilja að stöðugt verði unnið að endurskoðun skipulags bæjarins og það samræmt þörfum bæjarbúa eins og þær eru á hverjum tíma. Vinna skal áfram að samstarfi sveitarfélaga um sameigin- legt svæðaskipulag Eyjafjarðar- bygða. Alltaf skulu vera fyrir hendi skipu- lögð svæði til bygginga íbúða- og atvinnuhúsnæðis í bæjarlandinu, til að mæta eðlilegri íbúafjölgun og þró- un atvinnulífs. Þjónustustofnanir rísi upp samhliða því sem ný íbúðahverfi eru byggð. Nýju deiliskiþulagi miðbæjarins er nú lokið. Knýjandi er að hefja sem fyrst uppbyggingu í samræmi við það. Ljúka þarf gerð þjóðvegarins í gegn um bæinn. Við lagningu vegar yfir Eyjafjarðará skal þess gætt að vegurinn falli sem best að landslagi og náttúru svæðisins. Mikið hefur áunnist við varanlega gatnagerð í bænum, endurbyggingu eldri gatna og frágang gangstétta. Stefna ber að því á næsta kjörtímabili að götur verði malbikaðar og gang- stígar fullgerðir um sama leyti og byggingaframkvæmdir hefjast við götuna. Unnið hefur verið að fegrun og snyrtingu bæjarins í verulegum mæli undanfarin ár og víða náðst góður ár- angur. Framsóknarmenn á Akureyri vilja halda því starfi áfram og benda á að nauðsynlegt er að hafa gróin og vel hirt opin svæði í íbúðahverfum, svo bæjarbúar fái notið sem best hins sérkennilega og heillandi bæjarstæð- is Akureyrar. Haldið verði áfram upp- byggingu Kjarnasvæðisins. Akureyri er sæmd í því að hafa stuðlað að þeirri þróun sem þar hefur orðið. Skipu- leggja þarf friðað útivistarsvæði í Krossanesborgum og í neðanverðu Glerárgili. Græða skal og jafna það jarðrask sem óhjákvæmilega verður vegna malartöku og sorpurðunar á Glerárdal. Leggja verður áherslu á að reglum um mengunarvarnir verði framfylgt. Nú er hafin vinna við nýtt hafnar- skipulag. í tengslum við það vilja framsóknarmenn á Akureyri benda á að góð skilyrði eru frá náttúrunnar hendi til smábáta- og skemmtibáta- útgerðar á Eyjafirði. Því skal gerð góð aðstaða fyrir slíka starfsemi. Þeir leggja áherslu á að áfram verði báta- lægi sem næst miðbænum, eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi. Rekstur Strætisvagna Akureyrar hefur sannað gildi sitt og bætt úr mik- illi þörf bæjarbúa fyrir almennings- samgöngur. Nauðsynlegt er að fylgj- ast vel með þróun og þörf fyrir stækk- un leiðakerfa, svo rekstur þessi komi bæjarbúum að sem bestum notum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.