Dagur - 30.04.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 30.04.1982, Blaðsíða 5
MAÐUR OG UMHVERFT Helgi Hallgrímsson „I Islands höfum þykir mér fátt það vera er minningar sé vert eður um- ræðu, fyrir utan hvali þá er þar eru í höfum“. Þannig hefst umræðan um ísland í elstu náttúrufræðibók sem rituð er á íslenska tungu, nl. Konungs- skuggsjá sem rituð er á 13. öld í Noregi, að talið er. Síðan kemur ítarleg upptalning á hvölum sem lifa við ísland og var Konungs- skuggsjá lengi fram eftir öldum ein helsta heimild norrænna manna í hvala- fræðum, eða þar til Jón Guð- mundsson lærði fór að skrifa um hvali á 17. öld. ísland varð snemma frægt fyrir hvali sína eða hvalfiska, eins og þeir voru gjarnan nefndir í þann tíð, enda eru líkur til að hvergi í Atlants álum hafi verið eins mikið um hvali og hér við land. Til þess bendir einnig fjöldi örnefna allt umhverfis landið, jafnvel langt inni í flóum og fjörðum, frásagnir í ann- álum og grúi annarra heimilda. Hvalrekar voru svo tíðir að þeir voru verulegur þáttur í fræðuöflun landsmanna. Um þá voru sérstök lög en þó spunnust oft af þeim miklar deilur og jafnvel mannvíg. Talið er að Baskar hafi fyrst gert hvalveiðar að atvinnuvegi og veiddu nær eingöngu sléttbak*11 (Eubalaena glacialis) sem mikið var af í Biskayaflóa, en honum var útrýmt þar á tæpri öld. Eftir það tóku Baskar að leggja leið sína til íslands, þar sem sléttbakurinn var enn mjög algengur, enda oft kall- aður íslands-sléttbakur (til aðgreiningar frá skyldri tegund). „Þeirra hvala er mikill fjöldi, en þeir útlensku hvalfangsmenn fækka þá einn mest; þeir veiða ekki utan sléttbakskynin, því að þeirra spik verður brætt, en ekki rengis- hvala eður reiðarkynja.“ segir Jón lærði. Hvalveiðimenn frá Holl- andi, Bretlandi og ýmsum öðrum þjóðum lögðu svo Böskum lið við veiðarnar, ogum 1700varsléttbak- urinn nær alveg horfinn, og var lengi talinn aldauða, en virðist samt hafa náð sér eitthvað á strik aftur svo að veiðar urðu jafnvel hafnar á honum við ísland um 1880. SegirBjarni Sæmundsson, að árið 1890 hafi veiðst 5 sléttbakar og 7 árið 1891, og síðan „einn og einn, bæði hér við land og við Færeyjar; sömuleiðis við Skotland, og sum árin allmargir (flest 20-21 á ári).“ Þessar veiðar virðist sléttbakurinn ekki hafa þolað og nú er talið að hann sjáist ekki lengur hér við laiid, og sé nær útdauður í Atlantshafi. Heildarstofninn er ta- linn vera um 8% af upphaflegri stærð. Þegar sléttbakurinn var horfinn, sneru hvalfangarar sér einkum að norðhval<2)(Balaena mysticetus), sem einnig kallast Grænlands- hvalur eða Grænlands-séttbakur. Hann er skyldur þeim fyrrnefnda, en stærri og norðlægari, hélt sig mest í hafísnum við Grænland, en hefur að líkindum einnig verið tíð- ur fyrir vestan og norðan ísland. „Hvalfangsmönnum er hann bestur" segir Jón lærði og telur hann lifa „alleinasta við regn, krapa eður úrkomudropa, sem úr himni falla á sjó ofan“. Þessi hval- stofn hefur líklega aldrei verið stór, enda varð hann fljótlega upp urinn á sama hátt og frændi hans Islands- sléttbakurinn. Bjarni Sæmundsson telur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Norðhvalur hafi sést við ísinn út af Vestfjörðum árið 1879, en síðan fer engum sögum af hon- um í hafinu kringum ísland. Telja sumir hann aldauða í Atlandshafi. reyðarstofninn (4)hefur ekki náð að jafna sig, eftir þessa rányrkju, þrátt fyrir friðun hennar síðan árið 1966. Er talið að hann sé um 5% af upp- haflega stofninum, og álíta sumir fræðimenn vafasamt að þessi stærsta skepna jarðarinnar eigi framtíð fyrir sér. Langreyðurinn15* (Balaenop- tera physalus) hefur rétt meira við, og er talið að hún sé um 22% af upphaflegri stofnstærð, og sá hluti stofnsins sem hingað sækir sé eitt- hvað um 10 þús. dýr. Af þeim stofni höfum við íslend- ingar veitt síðan hvalveiðar hófust hér að nýju 1948, að jafnaði 200- 300 dýr árlega. Langreyðurinn er nú friðaður alls staðar nema í Norður-Atlandshafi, og veiðar á henni eru nú nær ekkert stundaðar meðal hvala þar sem hann er fjöl- kvænisdýr. Um stofnstærðina er lítið vitað, cn hún er þó varla nema brot af hinu upphaflega. Hér við land hefur hann verið veiddur nokkuð síðustu áratugina, oft um 100 dýr árlega, og eru það ein- göngu karldýr sem hér fást. Veiðar á búrhval hafa nýlega verið bann- aðar. Arnarnefja (Hyperoodon ampullatus) er einn af stærstu tann- hvölunum. Hún var nokkuð veidd af Norðmönnum NA við landið um aldarmótin og fækkaði þá mikið. Sést af og til hér við landið. Hefur verið friðuð st'ðan 1972. Grindhvalur(U) (Globicephala melaena) er alkunnur hvalur í norðanverðu Atlantshafi og fer mjög í vöðum, enda fjölkvænisdýr. Eru oft reknir á land í stórhópum, Sandægja <3)er gamalt nafn á hvaltegund, sem kemur fyrir í Snorra-Eddu. Jón lærði segir um hana: „Vel æt. Hún er með hvítum tálknskíðum, er standa úr efri gómi . . . Hún er mjög lífsterk og kann á landi að liggja sem selur einn heilan dag. En í sandi bilar hún aldrei". (Jón frá Grunnavík kallar hana einnig sandætu og sneflu). Talið er nú víst að þetta sé sami hvalurinn og sá sem nefndur er gráhvalur (grey whale) á Kyrra- hafsströnd Norður-Ameríku, og er þekktur að því að fara inn í strand- lón og fjarðarbotna þegar kýrnar bera. (Örnefni eins og Hvalvatn í Hvalvatnsfirði getur verið til kom- in af því að sandlægjur hafi sést í þessu lóni). Sandlægjan hefur verið auðveld bráð jafnvel fyrir fslendinga, sem annars kunnu lítið til hvalveiða, og hefur henni verið útrýmt úr Atl- andshafi á 17. eða 18. öld. Reyðarhvalirnir (Balaenoptera) eru miklu hraðsyndari en sléttbak- ar og sandlægjur og sökkva auk þess oftast þegar þeir eru dauðir. Veiðar á þeim hófust því ekki að ráði fyrr en með tilkomu skutul- byssunnar um 1860, og hér á landi ekki fyrr en um 1880 þegar Norð- menn hófu hér hvalveiðar í stórum stíl á Vestfjörðum og Austfjörð- um. Veiddu þeir fyrst aðallega steypireyði, en síðar, er hún minnkaði, langreyði og sand- reyði (og hnúfubak). Veiðar Norð- manna hér náðu hámarki um alda- mótin síðustu og um 1910 varð al- gert hrun í þessum hvalastofnum svo veiðum var sjálfhætt. Voru þá loks sett lög um hvalveiðibann við landið (1915). Eftir það sneru Norðmenn o.fl. þjóðir sér að hvalveiðum í Suðurhöfum, og þar endurtók sig sama sagan. Steypi- andi veiði sé hættuleg stofninum eða í hve miklum mæli, og eru uppi sterkar raddir um algera friðun langreyðar í 1-2 áratugi. Um sandreyðina (6) (B.borealis) er svipað að segja og um langreyði, nema stofninn er þar talinn hlutfallslega stærri, eða allt að 38% upphaflegrar stofnstærðar. Veiði á henni hér við land hefur verið mjög breytileg, en oftast eitt- hvað um 100 dýr árlega. Hún er ekki eins eftirsótt og langreyðurin og hefur það bjargað henni. í Norður-Atlandshafi hefur hún lítið verið veidd sfðustu áratugina nema af íslendingum. Hrefnan eða hrafnreyðurin <7) (B.acutorostra) er minnst reyðar- hvalanna, og var ekki að ráði tekið til við veiðar á henni fyrr en stærri tegundirnar voru orðnar fátfðar. Síðustu áratugina hafa þær verið uppistaða hvalveiðanna í Suður- höfum og voru t.d. veiddar um 10 þús. hrefnur þar árið 1973. Veiðar á henni hafa til skamms tíma ekki verið takmarkaðar, og hér á landi hafa þær verið töluvert veiddar fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Hnúfubakur <8) (Megaptera novaeangliae) er sérkennilegur hvalur, með óvenju löngum bægslum og hnúðum ofan á höfð- inu. Hann var töluvert veiddur hér af Norðmönnum um aldamótin og varð mjög hart úti af þeim veiðum, og síðar var honum nær útrýmt í Suðurhöfum. Er talið að hann sé nú aðeins um 7% af upphaflegri stofnstærð, og hefur hann verið al- friðaður síðan árið 1955, en virðist fjölga mjög hægt. Búrhvalur <9)(Physeter catodon) hefur lengi verið veiddur og var fyrrum mjög eftirsóttur vegna feit- innar (ambursins) sem hann geym- ir í höfðinu. Hann hefur sérstöðu einkum í Færeyjum og einnig hér á landi. Eru enn taldir nokkuð tíðir. Háhyrningur(,2) (háhyrna) (Orcinus orca) er einnig talinn al- gengur umhverfis landið, enda lítið veiddur. Bjarni Sæmundsson getur þess þó að sumarið 1926 hafi 7 há- hyrnur verið skutlaðar í Eyjafirði, og 40-50 voru drepnar í Siglufirði í maí 1917. Nú eru þeir dálítið veiddir til að selja þá í sjóbúr er- lendis. Svínhvalur<I3) (Mesoplodon bidens) meðalstór tannhvalur, sést einnig stundum hér við land, en lít- ið er um hann vitað. Hnísan (>■» (Phocoena phocoena) er minnsti og lang- algengasti hvalurinn hér við land og sá eini sem tíðum sést inni á fjörðum, m.a. hér í Eyjafirði, jafn- vel inni í Akureyrarpolli. Dæmi eru þess að þær fari upp í lón og jafnvel upp í ár (erlendis a.m.k.). Hnísan hefur verið veidd töluvert hér við land, t.d. hér í Eyjafirði og oft kemur fyrir að hún festist í netum. Höfrungar <l5)nefnast nokkrar skyldar smáhvalategundir sumir á stærð við hnísu eða lítið stærri. Greinir almenningur þá lítt í sundur. Þeir hafa á seinni tímum getið sér frægðarorð vegna gáfna og sérkennilegs hátternis í sjóbúr- um og eru mjög vinsælir meðal gesta er heimsækja sjóbúrin. Al- gengasta höfrungstegundin hér við land er kölluð hnýðingur. Að lokum má geta hér tveggja heimskautahvala, sem stundum flækjast upp að ströndum landsins, en það eru injaldur (Delpinap- terus leucas) og náhvalur (Monodon monoceros). Sá fyrr- nefndi er alhvítur (sbr. nafnið) og auðþekktur á því, en sá síðarnefndi hefur langa og snúna, staflaga, tönn fram úr efra skoltinum. Þótti hún og þykir enn hið mesta gcrsemi og hefur hvalurinn nokkuð goldið þess. Mjaldurs varð vart hér í Poll- inum haustið 1964, og héldu sumir hann vera hvítabjörn en aðrireins konar sæskrímsli. Hér hefur nú verið getið þcirra ca. 15-20 hvalategundasemsjástað staðaldri hér við land og kalla má íslenskar, eða kalla mátti svo fyrr á öldum. Eins og þegar hefur komið fram, eru þrjár þeirra nú líklega aldauða við landið, cða a.m.k. horfnar frá ströndum þess, þ.e. sandlægja, norðhvalur og slétt- bakur. Sandlægjunni hefur alveg verið útrýmt úr Atlantshafi, en af hinum tveimur eru einhverjar leyfar eftir í heimskautahöfunum. Þrjár aðrar tegundir stórhvela eru nú orðnar fátíðar og aðeins lítið brot af upphaflegum stofni (5-8%) þ.e. steypireyður, hnúfubakur og andarnefja, svo jafnvel er vafa- samt hvort þær ná sér á strik með langvarandi friðun eða deyja út á jörðunni. Langreyður, sandreyður og búrhvalur hafa aðeins um fjórðung til helming af upphafleg- um stofni og eru enn veiddir þrátt fyrir það. Þannig er ástandið í stórum dráttum og reyndar allt annað en glæsilegt. ísland er ekki lengur „land hvalanna,, eins og forðum, þegar Konungsskuggsjá var rituð. Nú eru íslendingar hins vegar heimsþekktir fyrir að ein þeirra fáu þjóða sem enn stundar veiðar á hvalastofnum, sem hafa verið of- veiddir í heila öld. Skálkað er í því skjóli, að sé að ræða „frumstæða þjóð“ sem byggi tilveru sína á því að nýta auðlindir hafsins umhverfis landið, á sama hátt og eskimóar í Kanada eða á Grænlandi. Er hægt að hugsa sér meiri skollaleik? Hvað varðar fækkun eða útrým- ingu hvaltegunda við landið, er þó ekki við okkur eina að sakast. Þar hafa flestar þjóðir Vestur-Evrópu einnig lagt hönd á plóginn, einkum þó frændur vorir Norðmenn. Af af- stöðu okkar til hvalveiðanna nú á tímum, verður hins vegar Ijóst að ekki hefði okkur sjálfum farnast betur í þessu efni, ef við hefðum haft sömu möguleika og aðrar þjóðir. Saga hvalveiðimanna harmsaga frá upphafi til enda og eitthvert dapurlegasta dæmið sem þekkist um takmarkalausa græðgi mann- anna og tillitsleysi þeirra við um- hverfi sitt. Því miður erum við ís- lendingar samsekir í þessum heimsglæp, en í stað þess að iðrast forherðumst við og leggjum okkur við að mata krókinn á þeim fáeinu hvalskepnum sem eftir eru í heims- höfunum, sjáandi fram á algert bann við hvalveiðum innan fárra ára. Væri nú ekki mannalegra að taka sjálfir af skarið og hætta þess- um fyrirfram dæmdu veiðum, í stað þess að láta neyða sig til þess með alþjóðalögum? Helstu heimildir: Spendýrin e. Bjarna Sæmundsson; Villt spendýr, rit Landverndar 7. Nátúruverkur, 6. árg. 1979. Stutt undirrétting um íslands uðskiljun- legar náttúrur, e. Jón Guðmunds- son, lærða. ATHUGIÐ: Sálarrannsóknarfélag Akurcyrar: Félgsfundur verður haldinn að Hótel Varðborg, litla sal, sunnu- daginn 2. maí kl. 17. Forseti sálar- rannsóknarfélgs íslands, Guð- mundur Einarsson, fjallar um bókina Ragnheiður Brynjólfsdótt- ir. Félagsfólk má taka með sér gesti. Stjórnin. 30. apríl; 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.