Dagur - 30.04.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 30.04.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 30. apríl 1982 GRAHAM SMITH og JÓNAS ÞÓRIR skemmta á föstudag kl. 20.00 og 22.30 og er fullbókað í seinna skiptið. Þeir skemmta einnig á sömu tímum á laugardagskvöld og kl. 21.00 á sunnudag. Pantið borð og hlustið á þessa snillinga, um leið og þið borðið góðan mat. gömlmn Degi Llm áramótin 1947/48 fór fram seölabrcyting á Islandi, allir peningaseólar sem í umferð liófðu verið, voru kallaðir inn, ug aðrir settir í umfcrð. Þann 7. janúar 1948 skýröi Dagurfrá því að seðlaskiptin höfðu geng- ið vel og að kvöldi hins 5. janúar höfðu Akureyringar verið húnir að skipta seölum um andvirði 3.600.000 kr. Ráðist á konu Þann 11. febrúar skýrði Dagur frá því að ráðist hafi veriö á konu scm var á gangi í Þing- vallastræti, laust fyrirkl. 1 cinu nótt þar rétt áður. Kom árás- armaðurinn aftan að konunni, greip fyrir munn hennar og harði hana í höfuöiö. Urðu nteð þeim allnokkrar svipting- ar en konunni tókst um síöir að kalla á hjálp og hvarf þá árás- armaöurinn j náttmyrkriö, en ekki fyrr en hann var búinn að berja vel til konunnar. - Já, þeir voru til ruddarnir á þess- ii iii tíma, ekki síöur en í dag, en scm betur fer heyra atburðir sem þcssir til algjörra undan- tekninga í höfuðstað Norður- lands enn þann dag í dag. Togbraut á Akureyri Guðmundur Guðmundsson skíöakappi, var þá nýkominn heim frá mikilli keppni í St. Moritz, og hann sagði frá l'erð- inni í Degi þann 10. mars. í lok greinar hans kom þetta m.a. frani: „Aö lokum vil ég hvetja alla þá, sem unna skíðaíþrótt- inni og citthvaö vilja fyrir liana gera, að sameinast um að koma upp toghraut, því hún léttir ómetanlega ætingar. Hún myndi stuöla aö því, að skíða- feröir yrðu fleiri og skemmti- legri. Og þegar togbrautin verður komin, verður Akur- eyri fyrst sannkallaður skíða hær . . .“ Það mun víst vera óþarfí að taka það fram að mikið vatn liefur runnið til sjávar síðan þessi grein var skrifuð og Akureyringar hafa cignast sína glæsilegu aðstöðu í Hlíöarfjalli með togbrautum, stólalyftum og hvað þetta hcit- ir nú allt sainan. Hvalur festist í kafbátagirðingu í fyrradag varð vart við stór- hveli í Seyðisfirði. Sást til þess frá bæ út meö fíröinum. Upp úr há'degi þóttist fólk sjá og heyra að eitthvað meira en lítiö væri að hvalnum og er að var gáð, sást að hann var fastur í kafbátagirðingum, sem Bandamenn höfðu skilið eftir í fírðinum. Drapst hvalurinn þar síödegis. Er að var komið voru miklar víraflækjur um búk hans og um 20 áföst flotholt, hvert þeirra á stærð við olíu- tunnu. Þctta var 25 metra löng reyöur og liggur hvalurinn nú við stjóra í Seyðisfjarðarhöfn og verður hann skorinn næstu daga. (Dagur 14. apríl). Eyjólfur vinsæll Knattspyrnuráð íslands hefur samþykkt að gefa einum knatt- spyrnumanni frá Akureyri, Eyjólfí ísfeld, kost á að æfa með landsliðinu í Reykjavík. IVIun það vera samkvæmt til- lögu þjálfarans Joe Divine, sem horfði á meistaraflokks- leikinn 25. maí. Ráðgcrt er að Eyjólfur fari suöur um næstu hclgi og munu margir Akureyringar óska honum góðrar ferðar suður og heimkomu aftur. Eyjólfur mun með vinsælustu leikmönnum á knattspyrnuvclli hér. (Dagur 9. júní). „Einkennileg ástarsaga“ Undir lok ársins tilkynnti rit- stjóri Dags, að blaðið væri í þann mund að hleypa af stokk- unum nýrri framhaldssögu: „Nefnist hún „Hverflynd er veröldin“ og er mjög spennadi og einkennileg ástarsaga eftir amerískan höfund. Lesendur blaösins eru hvattir til að fylgj- ast með frá byrjun . . .“ - Sennilega liafa lesendur blaðs- ins tekið þessu vel, enda ávallt gaman að fylgjast með ein- kennilegum sögum, og ekki síst ef ástin spilar þar inn í. Samkomubann Á forsíðu síðasta tölublaðs árs- ins gat að líta eftirfarandi frétt: „í þeim svifum að blaðið var að fara í pressuna, biður héraðs- læknir þess getiö að algert sam- komubann hafí nú verið sett hér í bænum og læknishéraö- inu öllu fyrst um sinn. Er þetta gert í samráöi við heilbrigöis- stjórnina og hannið sett sökum mænuveikinnar sem nú virðist aftur hreiðast út og jafnframt fjölgar alvarlegum sjúkdóms- tilfellum og það cr ekki síst á þeim, er tóku vcikina fyrir til- tölulega löngu síðan.“ Það eru ár og dagar síðan þessir ferðamenn komu til Akureyrar, en hingað komu þeir með skipi. Gunnar Karlsson er i innfelldu myndinni. Gunnar Karlsson hótelstjóri: Auka þarf gistirými ef bærinn ætlar að standa undir nafni í ferðamálum „Miðað við undanfarin sumur er tiltölulega mikið búið að bóka hjá Hótel KEA. Hins vegar er alltaf svolítið varlegt að treysta bókunum. Það er ekki fyrr en kemur lengra fram á vorið að línur fara að skýrast,“ sagði Gunnar Karls- son hótelstjori, er Baksíðan sló á þráðinn til hans. Það kom fram í spjallinu við Gunnar að það er skoðun æði margra, sem að ferðamálum vinna, að yfirvöld bæja og ríkis geri sér ekki fyllilega grein fyrir því hvaða þýðingu ferðamenn hafa fyrir landsmenn, virðast ekki vita að þeir leggja til ótrúlega mikla fjármuni. Gunnar sagði að á undanförnum mánuðum hefðu ýmsir aðilar, sem starfa að ferða- málum, unnið mikið að því að auka straum ferðamanna frá hin- um Norðurlöndunum til íslands. Hann gat þess að fyrir nokkrum dögum hefði verið ráðstefna eða „ferðamálamessa" í Osló, en þar kynntu hérlendir ferðamálamenn erlendum starfsbræðrúm sínum hvað hægt væri að gera á íslandi. En til þess að fólkið hafi ánægju af íslandsdvöl þarf landinn að undirbúa komu þess vel og geta boðið upp á þægileg hótel svo eitt- hvað sé nefnt. Gunnar var inntur eftir stöðu þeirra mála hér á Ak- ureyri. Hann tók fram að hann gæti einvörðungu svarað fyrir Hótel KEA, en þar eru nú uppi ráðagerðir um stækkun. Teikn- ingar eru smám saman að taka á sig endanlega mynd. Gunnar sagði að það væri bráðnauðsyn- legt að auka gistirými á Akureyri ef bærinn ætlaði að standa undir nafni í ferðamálum. „Við verðum líka að halda vöku okkar í þessum málum, ef við viljum ekki að Ak- ureyri dragist aftur úr,“ sagði Gunnar og hann minnti á nauðsyn þess að laga tjaldstæði bæjarins. Gunnar er formaður Ferða- málafélags Akureyrar. Nokkrir meðlima þess fóru á fund bæjar- ráðs á dögunum og í framhaldi af þeim fundi er nú unnið að samein- ingu þeirra aðila, sem vilja koma á fót upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn - erlenda jafnt sem innlenda. Dagur hefur hvað eftir annað tekið undir það sjónarmið Ferðamálafélagsins að slík skrif- stofa þarf að koma upp sem fyrst, og nú hillir undir hana, en Gunnar sagði að vel gæti verið að hún kæmist á fót í sumar. tt jiiumflh I N T E R N A T I O N A L jVEæðra.- brjósta- hölclin nú loksins fá.a.nlegr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.