Dagur - 13.07.1982, Page 4

Dagur - 13.07.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Að flokka gula pappfra fra bleikum Fá skip í íslenska fiskiskipaflotanum hafa fengið ítarlegri umfjöllun í fjölmiðlum en Þórs- hafnartogarinn svokallaði. Umræður um skip- ið hafa tengst frásögnum af of stórum togara- flota á sama tíma og þorskstofninn er í lægð. En viðhorf fólks til þessara mála er mismun- andi. Það sem Þórshafnar- og Raufarhafnar- búar hugsa fyrst og fremst um, er að tryggja fiskverkunarhúsunum stöðugt og gott hrá- efni, svc ekki komi til tímabundins atvinnu- leysis, eins og landlægt hefur verið á þessum slóðum. Hér á landi hefur verið litið á það sem sjálfsögð mannréttindi á síðustu árum að hafa næga atvinnu. Samstarfssamningur ríkis- stjórnarinnar endurspeglar þetta viðhorf, því þar var í efsta sæti viljayfirlýsing um að tryggja öllum næga atvinnu. Við komu togarans til Þórshafnar sagði Þór- ólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Þórshöfn og stjórnarmaður í útgerðarfélagi skipsins m.a.: „Nú á erfiðleikatímum í íslenskum sjávar- útvegi virðist vera í tísku að telja stóran og vel búinn togaraflota eitt af stærstu mistökum stjórnvalda. Ég vil í þessu sambandi benda mönnum á, að á sama tíma og þessi floti hefur verið að myndast, hefur íslenskum stjórn- málamönnum tekist að koma tugum togara erlendra þjóða burt af íslandsmiðum. Við skul- um ekki gleyma þessu, þegar rætt er um of stóran togaraflota. Allir, sem komnir eru til vits og ára, eiga að vita að íslenskur sjávar- útvegur er undirstaða þess mikla útflutnings sem gerir þau lífskjör sem við búum við mögu- leg. Lífskjör í þessu landi skapast ekki af því að flokka gula pappíra frá bleikum, heldur af þeirri framleiðslu sem fram fer í landinu. Þetta þurfa menn að gera sér ljóst áður en þeir fara að deila á stjórnmálamenn og aðra fyrir ranga stjórn í sjávarútvegi og landbúnaði. “ Þetta sjónarmið, sem fram kom í ræðu kaup- félagsstjórans á Þórshöfn vill því miður gleym- ast mörgum æði oft. Lífskjörin ákvarðast ekki af því að flokka gula pappíra frá bleikum. Verð- mætasköpunin er það sem máli skiptir. Það er því miður nokkuð til í því, að fiski- skipafloti landsmanna sé orðinn of stór. Þetta á ekkert frekar við um togara en vertíðarbáta. Þetta á fyrst og fremst við um óhagkvæmustu fiskiskipin í rekstri. Ný skip ættu að vera hag- kvæmust í rekstri, en vegna mikils fjármagns- kostnaðar orkar jafnvel það tvímælis. Það er afleitt ef einu skipin sem hagkvæmt er að reka eru úrelt og gömul, en sem búið er að afskrifa. Á hinn bóginn má segja að ekki hafi verið nóg gert af því að dreifa afla úr skipum milli byggðarlaga og fiskverkunarhúsa. Þórshafn- artogarinn er hins vegar í eigu aðila á bæði Þórshöfn og Raufarhöfn. Þetta eykur á hag- kvæmni og menn gera sér vonir um að sam- starf sem þetta geti eflst á fleiri sviðum. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra: Valdís og Sigurbjörg hafa ekki réttindi framyfir Kristin G. Jóhannsson - Rangtúlkun laga og réttar gagna ekki málstað sérkennara Félag íslenskra sérkennara hefur kosið að finna að því opinberlega að ég skyldi setja Kristinn G. Jóhanns- son fyrrv. skólastjóra, til þess að gegna starfi for- stöðumanns nýstofnaðs skóla, sem ætlaður er nem- endum með alvarleg hegð- unarvandkvæði. Að gefnu þessu tilefni hef ég ritað eftirfarandi bréf, sem ég bið Dag að birta. Ég hef veitt viðtöku bréfi Fé- lags íslenskra sérkennara til mín, dagsett 10. f.m., varðandi setningu skólastjóra við skóla þann á Akureyri, sem ætlaður er nemendum með alvarleg hegð- unarvandkvæði. Kjarni bréfsins er sá að Félag ísl. sérkennara átelur ráðherra fyrir að fela Kristni G. Jóhannssyni að gegna skólastjórastöðunni eitt ár, og telur félagið að gengið hafi verið framhjá tveimur sérkennurum, sem hefðu rétt til stöðunnar fram yfir Kristin, sem ekki er sérkennari. í bréfi Fél. ísl. sér- kennara er látið að því liggja að ráðherra hafi brotið lög með því að setja Kristinn G. Jóhannsson til þess að gegna stöðunni fyrst um sinn. Ég vil taka það fram að ég lái Félagi ísl. sérkennara það ekki, þótt það fylgist með stöðuveit- ingum í skólakerfinu og haldi fram rétti félagsmanna sinna í því sambandi. Ekkert er eðli- legra. Einnig er ástæða til að þakka félaginu, stjórn þess og einstökum félagsmönnum, ómetanlegan áhuga á menntun- armálum kennarastéttarinnar, ekki síst hvað varðar sér- kennslumál, svo og gott sam- starf við menntamálaráðuneytið yfirleitt. Hin góðu samskipti met ég mikils og vænti að þau megi haldast. Ónýt rök Hins vegar hlýt ég að gera at- hugasemdir við bréf það, sem Félag ísl. sérkennara ritaði mér 10. f.m. Það bréf er ritað af óþarf- lega miklum móði, að ekki sé meira sagt. Gallinn við þetta bréf er sá að verið er að gefa sér forsendur og leita raka, sem ekki standast. Ég uni því ekki að sæta vítum, sem reistar eru á röngum forsendum og misskiln- ingi á lögum og rétti. Ég mót- mæli því að ég hafi gengið gegn rétti félagsmanna FÍS með setn- ingu í umrædda skólastjóra- stöðu. Valdís Jónsdóttir og Sig- urbjörg Guðmundsdóttir hafa að vísu sótt viðurkennd nám- skeið á sérkennslusviði. Hins vegar hafa þær ekki, enn sem komið er, aflað sér réttinda til þess að verða skipaðar forstöðu- menn sérstofnana skv. 52. gr. grunnskólalaga. Að því leyti standa þær jafnt að vígi og Krist- inn G. Jóhannsson. Eins og sak- ir standa hefur Kristinn ekki síður hæfni og rétt en þær Sigur- björg og Valdís að vera settur skólastjóri við umræddan skóla. Sannleikurinn er sá að alla þessa umsækjendur brestur fullt hæfi að lögum til skipunar í stöðu for- stöðumanns sérstofnunar af þessu tagi. Um Kristinn G. Jó- hannson er það að segja, að hann hefur fullgilda kennara- menntun, á að baki sér 21 árs kennaraferil og 16 ára reynslu sem skólastjóri. Það, sem skorta kann á sérkennaramenntun hans, jafnast af því sem hann er Ingvar Gíslason reynslumeiri stjórnandi en Valdís og Sigurbjörg, sem aldrei hafa stýrt skóla eða annarri upp- eldisstofnun, auk þess sem Kristinn G. Jóhannsson er vel menntaður listamaður á ýmsum sviðum, fyrst og fremst myndlist, en einnig í leikhúsa- listum, auk þess sem hann er reyndur félagsmálamaður, þ.á m. bæjarfulltrúi árum saman í bæjarfélagi með fjöl- þætt atvinnulíf til lands og sjávar. Maður með menntunar- grundvöll, reynslu og dóm- greind Kristins G. Jóhannssonar er fullfær að stjórna skóla að því tagi sem hér um ræðir. Sérfræðiþjónusta verður veitt Ætla mætti af bréfi Félags ísl. sérkennara, að útiloka eigi sér- kennslu og fagmannlega uppeld- isleiðsögn í þessum nýja skóla. Slíkt er fjarri öllu lagi. Gert er ráð fyrir að sérkennari starfi við skólann með skólastjóra og að skólinn njóti ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu fræðsluskrifstof- unnar á Akureyri. Á meðan ekki er völ á manni með full rétt- indi að lögum til þess að verða skipaður í stöðu forstöðumanns umrædds skóla, tel ég vel fyrir séð að setja Kristin G. Jóhanns- son til að gegna starfinu. Þess vil ég geta að fjórir af fimm fulltrú- um í fræðsluráði umdæmisins mæltu með því við mig að Krist- inn yrði settur skólastjóri, einn mælti með Valdísi Jónsdóttur. Niðurstaða máls míns er því þessi: 1. Valdís og Sigurbjörg eru að vísu sérkennarar á sínu sviði, en þær hafa ekki réttindi til þess að gegna störfum for- stöðumanns sérstofnunar skv. 52. gr. grunnskólalaga. Réttur er því ekki á þeim brotinn, þótt ekki hafi þær verið settar í stöðu þá, sem um ræðir. Á meðan ekki sæk- ir maður með full forstöðu- mannsréttindi er engin goðgá að fela Kristni G. Jóhanns- syni að stjórna skólanum. Til þess hefur hann engu minni rétt en Sigurbjörg og Valdís. 2. Sérkennari mun starfa við skólann og skólinn mun njóta sem við verður komið sér- fræðilegrar ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu. 3. Kristinn G. Jóhannsson er settur í stöðu skólastjóra til eins árs. Ég vænti þess að Félag ísl. sér- kennara taki vel þessum athuga- semdum mínum, sem gerðar eru að gefnu tilefni, en ekki til að ýf- ast við félagið eða gera Iítið úr viðleitni þess almennt til að standa vörð um réttindi félags- manna. En vítur á röngum for- sendum mun ég ekki þola og fæ ekki skilið að þær þjóni málstað félagsins. Af minni hálfu er mál þetta útrætt. Hins vegar endurtek ég ósk mína um að góð samskipti megi ætíð haldast milli FÍS og menntamálaráðuneytisins, ekki síst meðan ég veiti ráðuneytinu forstöðu. Með kærri kveðju, Ingvar Gíslason. 4-ÐAGUR-13;:júJí.t982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.