Dagur - 13.07.1982, Side 12
Vandræðaástand
í símamálum
Myvetninga
Mikil óánægja ríkir nú í Mý-
vatnssveit vegna ástands síma-
mála þar. Gunnar Ingi Gunn-
arsson staðartækni-
fræðingur við Kröfluvirkjun
sagði í samtali við Dag að í vet-
ur hefði símstöðin verið stækk-
uð og við það hefði sjálfvirkum
númerum fjölg-
að. Áður hefði ástandið ekki
verið gott en nú keyrði það um
þverbak og væri málum nú svo
komið að menn þyrftu að bíða í
fleiri mínútur áður en sónn
fengist úr símanum.
„Hér er þessu þannig fyrir kom-
ið að mismunandi sónn er fyrir
innansveitarsímtöl annarsvegar,
og són út af svæðinu hinsvegar. í
hvert skipti sem maður hringir
þarf maður að bíða í fleiri mínút-
ur eftir réttum són. Þetta er afar
hvimleitt sérstaklega fyrir fyrir-
tæki eins og Kröfluvirkjun sem
mikið þarf að hringja til Reykja-
víkur.“
Dagur hafði samband við Ársæl
Magnússon svæðisstjóra Pósts og
síma og spurðist fyrir um orsök
þessa.,
„Orsökin er tvíþætt," sagði
Ársæll. „Bæði er það að með
stækkun stöðvarinnar í Reykja-
hlíð í vetur og fjölgun sjálfvirkra
númera hefur álagið aukist og
geta þá þær fáu línur sem liggja til
stöðvarinnar ekki annað því. Eins
er það að með lækkun taxtans í
vetur hefur álagið aukist enn
meira. Við höfum fengið kvartan-
ir víðar að og staðreyndin er sú að
taxtalækkunin í vetur hefur alls
staðar aukið álagið og það er að
verða of lítið af línum. í haust eða
byrjun vetrar stendur fyrir dyrum
hjá okkur að fjölga línum til
stöðvarinnar í Reykjahlíð þannig
að úrbóta er að vænta á því sviði
að öllu forfallalausu." Ársæll
sagði ennfremur að nú stæðu yfir
álagsmælingar á svæðinu og gæfu
niðurstöður þeirra mælinga
möguleika á að færa til línur -með
tilliti til hvar álagið væri mest og
hvar mætti fækka línum.
HM-getraunin:
A sunnudag hélt séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur i Glerárprestakalli, helgistund í trjálundinum í Glerárþorpi.
Tölu verður fjöldi fólks tók þátt í þessari helgistund og á eftir var skenkt kaffi og með því. Við athöfnina söng kirkjukór
Lögmannshlíðarsóknar undir röskri Stjórn Áskels Jónssonar. Mynd:H.Sv.
Skáborað við Kröflu
Nú stendur fyrir dyrum að hefja
borun á holu 20 við Kröflu. Að
sögn Gunnars Inga Gunnarssonar
staðarverkfræðings við Kröflu
verður borun þessi með nokkuð
sérstökum hætti, þ.e. skáborun,
sem ekki hefur verið reynd áður
hérlendis. Fyrst er borað 250 m
lóðrétt niður í jörðina, en síðan
settur bormótor niður í holuna,
sem skekkir stefnu borsins. Er
þetta gert til þess að meiri líkur
séu á, að borinn hitti á lóðréttar
sprungur. Nýlokið er borun á
holu nr. 19 og hola nr. 9 hefur ný-
lega verið hreinsuð. Þá eru 7-8
holur inni á kerfinu. Land hefur
hvorki risið né sigið við Kröflu
upp á síðkastið.
Enginn spáði
Ítalíu sigri
Þeir sem tóku þátt í HM-get-
raun Dags, Sporthússins og
Adidas áttu ekki von á því, J>eg-
ar riðlakeppninni lauk, að Italir
myndu fara með sigur af hólmi.
Reyndar er það ekkert furðu-
legt, því ítalir voru mjög -
ósannfærandi í leikjum sínum í
í riðlakeppninni.
Langflestir þeirra, sem tóku
þátt í getrauninni, spáðu því, að
Brasilía myndi fara með sigur af
hólmi í keppninni, enda léku þeir
mjög skemmtilega knattspyrnu.
Önnur lönd, sem voru „á blaði“
hjá spámönnum, voru Argentína,
V.-Pýskaland, England og Belg-
ía.
En það voru sem sagt ítalir,
sem komu allra liða mest á óvart.
Þegar þeir rétt skriðu
áfram úrriðlakeppninni, bjuggust
engir við því, að þeir myndu gera
stóra hluti, en þeir „þræddu stór-
þjóðirnar upp“ hverja af annarri,
Argentínu, Brasilíu, Pólland og
loks V.-Þýskaland í úrslitunum,
eins og menn hafa sjálfsagt séð í
sjónvarpinu á sunnudaginn.
Lögreglan á Akureyri hefur að
undanförnu klippt númerin af
rúmlega 100 bifreiðum, sem
ekki höfðu verið færðar til
skoðunar á réttum tíma.
Að sögn Sigurðar Indriða-
sonar, forstöðumanns Bifreiða-
eftirlits Akureyrar, voru heimtur
í aðalskoðun nú mjög svipaðar
því, sem þær hafa verið undanfar-
in ár, og sömu sögu er að segja um
ástand bifreiðanna almennt. Sig-
urður sagði, að skoðunin væri nú
langt komin, en mikið annríki
hefur verið í Bifreiðaeftirlitinu
undanfarna daga.
Lagning vídeokapla heldur
áfram í Lundarhverfi
— Leyfi enn ekki fengið frá bæjaryfirvöldum
Vídeolundur - samtök vídeo-
áhugafólks í Lundahverfi -
ákvað á fundi sínum sl. fímmtu-
dag að halda áfram lagningu
vídeokapla í Eikarlund, Heið-
arlund og Furulund. Að þeim
framkvæmdum loknum verða
um 500 íbúðir tengdar vídeo-
kerfinu. Að sögn Péturs Pét-
urssonar, formanns samtak-
anna, hafa leyfi til þessa ekki
fengist hjá bæjaryfirvöldum.
„Mér skilst, að málið sé ennþá í
nefndinni blessuðu, sem átti ekki
að skila áliti fyrr en í haust. Ég
vona bara, að sem minnst við-
brögð verði af þeirra hálfu —“ Pét-
ur sagði ennfremur, að reynt yrði
að vera sem mest á lóðum, en ekki
yrði hjá því komist að grafa í landi
bæjarins. „Ég er í raun dálítið
hissa á því, hvað þessu hefur verið
tekið vel. Ég átti von á meiri óá-
nægju með það efni, sem sýnt er.
Uppistaðan í þessum blessuðum
vídeoleigum okkar er að verða
mest ofbeldi og klám og það er
einmittþaðsem ekki átti að sýna
í þessu kerfi. Við höfum ekki sýnt
eina einustu klámspólu ennþá, en
hins vegar hafa verið sýndar vafa-
samar myndir. Þær hafa yfirleitt
verið merktar og fólki sagt frá
þeim.“ Það er Vídeoleigan á Ak-
ureyri, sem leigir Vídeolundi
spólurnar og mun svo verða
áfram.
Vídeolundur sótti um á sínum
tíma til bæjaryfirvalda að fá leyfi
til að leggja kapla í gegnum
bæjarlandið og var þeirri umsókn
hafnað. Skipuð var nefnd, sem
gera átti tillögur til bæjarstjórnar
um lagningu sjónvarpskapla og
var Frey Ófeigssyni falið að kalla
hana saman. Freyr sagði í samtali
við Dag, að nefndin hefði ekki
enn verið kölluð saman, og ekki
væri ljóst, hvort nefnd þessi væri
álitin enn við lýði eftir kosningar.
BSMM
Úr kvikmynda- eyrar, ef sönn reynast, að til
... standi endurbætur í þessu
neiminum aldna kvikmyndahúsi.
S&S hefur fregnað að til
standi að gera miklar endur-
bætur á Nýja bíói, jafnt að
utan sem innan. Eins og flest-
ir hafa eflaust tekið eftir, hefur
þegar verið ráðist í að mála
húsið að utanverðu, og hefur
þetta uppátæki ráðamanna
þar á bæ breytt svip miðbæj-
arins stórlega til hins betra.
Það eru sannarlega ekki slæm
tíðindi, að einnig standi til
endurbætur að innanverðu,
og má jafnvel vænta þess, að
mögulegt verði að sitja þar í
nýjum sætum heila kvöld-
stund og njóta góðrar kvik-
myndar, án þess að vera sí-
fellt truflaður af stirðu baki og
sárum botni.
# Áhverfanda
hveli
Tíðindamaður S&S man til
dæmis ekki eftir að hafa átt
jafn erfiða stund í bíói og þeg-
ar hann á sínum tíma sá Á
hverfanda hveli - sem að vísu
er óvenjulega löng mynd -
fyrir eins og einu ári, í téðu
bíói. Og tíðindamaður var um
daginn spurður eftir því,
hvort hann hefði tekið eftir
því, að myndirnar væru
óvenju dökkar á tjaldinu. Til-
fellið væri nefnilega, að tjald-
ið væri svo skítugt orðið, að
það væri hætt að endurvarpa
myndinni fullkomlega. Það
eru svo sannarlega stórtíð-
indi úr kvikmyndaheimi Akur-
# Sparkaðog
spriklað
Fregnir herma að um tveir
milljarðar manna muni hafa
fylgst með úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu, og sýnist sitt hverjum
um úrslitin. Tíðindamaður
S&S þekkir einn ákaflega
hamingjusaman aðdáanda
ítala og stafar hamingjusemi
hans ekki nema óbeint af sigr-
inum. Svo var nefnilega mál
með vexti að sá hafði veðjað
vískiflösku að ítaiir ynnu
keppnina.
• Fulltrúi
Vídeóson
Ákaflega skemmtilegar um-
ræður spruttu upp í blöðum í
Reykjavík vegna fyrirætlana
Vídeóson í Reykjavík að sýna
leiki heimsmeistarakeppn-
innar ( knattspyrnu, sem
einkaaðili var fenginn til að
taka upp ólöglega á mynd-
band úr danska sjónvarpinu.
Dagbl. & Vísir fjallaði ítarlega
um málið og áféllst ríkis-
útvarpið harðlega fyrir þá
ómynd að stöðva þetta fram-
tak með lögbanni. Fróðlegt
verður að heyra rökstuðning
og málflutning Ellerts B.
Schram, annars ritstjóra D&V
og jafnframt einn eiganda
Vídeóson, þegar hann fer að
verja hagsmuni útvarpsins
sem útvarpsráðsmaður.