Dagur - 16.07.1982, Qupperneq 3
. zzœ ■■ |(h
Ms. ASTOR
A5 njóta lífsfns
norður I Ballarhafi
Akureyri er hvað mest heillandi þegar sólin skín á logn-
kyrran Pollinn, skemmtiferðaskip liggja við legufæri eða
bryggju, erlend tungumál hljóma á hverju götuhorni, segl-
skútur líða fyrir hægum andvara og „svertingjar“ með
gúmmíhúð og hvít andlit (skýr: ungir Akureyringar í frosk-
kafarabúningum) þjóta á sjóskíðum í kjölfar hraðskreiðra
báta. Maður fær á tilfínninguna að bærínn sé á allt annarrí
og suðlægari breiddargráðu en raun ber vitni og líklega hef-
ur hvern Islending einhvern tíma dreymt um að landið væri
örlítið sunnar á hnettinum. Hvað allt værí þá fullkomið, að
því tilskyldu að við hefðum tæra loftið, hreinu lindarnar,
bergvatnsárnar með spriklandi físki og gnægð sjávarfangs í
ómenguðum sjónum umhverfís - að sjálfsögðu. Þannig var
tilfínningin á föstudag fyrír viku. Þá lá V-þýska skemmti-
ferðaskipið Ms Astor (eine Klasse fúr sich, eins og stendur í
glansmyndabæklingnum) við Sigöldu, ferðamenn streymdu
í land og starfsfólk í verslun Sigurðar Guðmundssonar voru
með útimarkað á bryggjunni.
En okkur lék forvitni á að
kanna þann heim sem ferðafólk-
ið yfirgaf, þegar það gekk út í
sólskinið á Akureyri, nefnilega
glæsiskipið Ms Astor. Slógumst
við í för með Böðvari Valgeirs-
syni, framkvæmdarstjóra ferða-
skrifstofunnar Atlantik, sem
annast afgreiðslu skipsins hér á
landi og nutum velviljaðrar leið-
sagnar starfsmannastjórans um
borð (staff captain), sem heitir
Werner Wolkersdorfer. Hann
sýndi okur „hina fögru Ham-
borgarstúlku", eins og þeir kalla
skipið, hátt og lágt og vakti
athygli okkar á arkitektúr þess
til að byrja með. Það höfðum við
ekki fyrr heyrt um skip, að þau
hefðu arkitektúr.
Hér koma svo nokkrar upp-
lýsingar um herlegheitin: Skipið
flytur 600 farþega og hefur 220
manna áhöfn. Farþegarnir búa í
300 tveggja manna rúmgóðum
klefum (Hvað skyldu hótelher-
bergi vera mörg á Akureyri,
samanlagt?). Þarna er 600
manna matsalur og annar 300
manna hátíðarsalur, svolítið
fínni en hinn og heitir „ Waldorf-
Astoria“ og þótti sumum nóg
borið í aðalsalinn. Þar er dansað
á hverju kvöldi við hljómsveitar-
undirleik og þar eru skemmti-
atriði á hverju kvöldi. Vilji far-
þegar heldur horfa á þau úr her-
bergjum sínum er bara kveikt á
litasjónvarpstækjunum - innan-
hússvídeóið (innanskips) sér um
að koma öllu til skila í klefana. í
skipinu er sérstakt fréttastúdíó
og þó að kerfið sé ekki í beinu
sambandi við sjónvarpsgervi-
hnött, er skipið ekki alveg úr
tengslum við svipuð fyribæri,
því allar staðarákvarðanir eru
gerðar samkvæmt upplýsingum
frá gervihnetti.
Skipið er eins og sjálfstæður
heimur. Þar er bakarí og að
■
i. • -
:»a
■iCiKt
I
©
sss t
Astor er nýtt skip, aðeins árs gamalt, og 19000 brúttórúmlestir að stserð. Stærra skip mun ekki hafa lagst að
bryggju við „Sigöldu“.
sjálfsögðu fullkomnasta eldhús,
þar er sjúkrahús í smækkaðri
mynd, bókasafn (skipt er um
bækur eftir því, hverra þjóða
farþegarnir eru), snyrtistofa,
inni- og útisundlaug og sú fyrr-
nefnda í tengslum við sauna-
og sólbaðsaðstöðu, lítill leik-
fimissalur með fullkomnum
tækjum til líkamsræktar, nudd-
stofa, fundarsalur, lítiðspilavíti,
ljósmyndaþjónusta og í gesta-
móttökunni er rekinn banki.
Fjölmargir barir eru í skipinu,
hver með sínu sniði, þar er
verslun, þar sem meðal annars
er hægt að kaupa dýrindis pelsa.
í fáum orðum; það er næsta
ótrúleg fjölbreytni sem boðið er
upp á um borð í þessari fleytu
sem er 19 þúsund brúttórúmlest-
ir að stærð og var sjósett í des-
ember 1981.
Þegar skipið kom til Akureyr-
ar var það á leið til Spitzbergen,
meiningin var m.a. að fara
norður undir ísröndina og ein-
hvers staðar á stórum jaka þarna
norður frá átti að halda grill-
veislu. Síðan var förinni heitið
suður með Noregi og komið við
á nokkrum stöðum. Þó það sem
er norðan við okkur freisti okk-
ur e.t.v. minna en suðlægar slóð-
ir með hita og sól, er ekki vafi á
að það er minnsti vandi í heimi
að njóta lífsins í ríkum mæli
norður í Ballarhafi þegar undir
flýtur skip á borð við Ms Astor.
Myndir og texti: H.Sv.
Böðvar Valgeirsson og Wemer Wolkersdorfer á sóldekki skipsins. Þar er
að sjálfsögðu útisundlaug og svo önnur inni í tengslum við heilsuræktar-
miðstöð.
Innréttingar skipsins eru stórglæsilegar. Þessi mynd sýnir hluta stærsta salarins, sem rúmar 600 manns í sæti. Þar
eru skemmtiatriði og dans á hverju kvöldi.
Starfsfólk í verslun Sigurðar Guðmundssonar setti upp markað
bryggjunni, sem virtist hafa töluvert aðdráttarafl fyrir V-Þjóðverjana, s«
voru farþegar á skipinu.
16. júli Í9Ó2 - DAGUR - 3