Dagur - 06.08.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.. HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ASKELL PÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Markvissar aðgerðir
Nú þegar Þjóðhagsstofnun hefur spáð 60%
verðbólgu á þessu ári og 75—80% um mitt
næsta ár verði ekki gripið til ráðstafana er fróð-
legt að rifja upp hvaða hugmyndir Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri, setti fram um efna-
hagsmál og hvað bæri að leggja áherslu á í
ræðu sem hann flutti á 21. ársfundi Seðlabank-
ans í apríl sl.
Jóhannes segir í ræðu sinni að dekkri mynd
af stöðu og horfum í efnahagsmálum bæði hér
á landi og í umheiminum hafi ekki blasað við
um nokkurra ára skeið. „ Við langvarandi lægð
í hagvexti og alþjóðaviðskiptum hefur nú bæst
stöðnun eða lækkun í framleiðslu sjávaraf-
urða, sem borið hafa uppi hagvöxt hér á landi
síðustu árin. Jafnframt hefur óhagstæðari
þróun útflutningstekna samfara aukinni
neyslu valdið því, að verulegur halli hefur
myndast á viðskiptajöfnuði íslands við um-
heiminn.
Þegar á allt er litið er því augljóst að íslend-
ingum eru settir harðir kostir varðandi hag-
stjóm og ráðstöfun þjóðartekna á næstunni.
Vegna skuldasöfnunar erlendis er nauðsyn-
legt að gera ráðstafanir til þess að koma sem
fyrst á jöfnuði í viðskiptum þjóðarinnar við
útlönd, en að óbreyttum þjóðartekjum verður
því marki ekki náð nema með lækkun þjóðar-
útgjalda. Á hinn bóginn er mikilvægt að að-
gerðir til samdráttar komi ekki niður á arð-
bærri fjárfestingu, er líkleg sé til þess að auka
þjóðarframleiðslu og atvinnu á komandi árum.
Hér þarf því að sameina almennt útgjaldaað-
hald markvissum aðgerðum til framleiðslu-
aukningar. Slík stefna er vissulega ekki auð-
veld í framkvæmd, síst á tímum samdráttar í
alþjóðaviðskiptum, sem býður upp á fá tæki-
færi til aukins útflutnings. Ekki verður hins
vegar séð að um aðra vænlegri kosti sé að velja
og því verður að einbeita kröftunum að þessu
verkefni. “
Jóhannes segir síðan, að til þess að ná
þessu tvíþætta markmiði, að auka framleiðslu-
getu þjóðarbúsins sem mest en draga um leið
úr heildarútgjöldum, sé nauðsynlegt að beita
samræmdum aðgerðum á öllum sviðum efna-
hagsmála. Þetta muni setja ákvörðunum í
launamálum og fjárráðstöfunum opinberra
aðila þröngar skorður, en sérstaka áherslu
beri að leggja á mikilvægi árangursríkrar
stefnu á lánsfjármálum, er stuðli að aukinni
innlendri fjármagnsmyndun og beini fjár-
magninu um leið markvisst að því að efla arð-
bæra fjárfestingu og rekstur. Þá megi ekki
hika við að bæta enn ávöxtun peningalegs
sparnaðar ef nauðsynlegt reynist til að auka
framboð á innlendu lánsfé og jafnframt verði
að endurskoða útlánastefnu fjárfestingar-
lánasjóða og reglur um erlendar lántökur.
„Sem betur fer er íslenskur atvinnurekstur
ekki þjakaður af langvarandi þrengingum eins
og fyrirtæki víða í nágrannaríkjunum. Tæki-
færin til aukinnar framleiðslu eru enn mörg
hér á landi og fjöldi fyrirtækja og einstaklinga
er tilbúinn til þess að nota þau til hins ýtrasta,
ef þeim eru búin til þess viðunandi starfsskil-
yrði, “ sagði Jóhannes Nordal í ræðu sinni.
Jæja9 það
er nú það
Nú er agúrkutíð í blaðaheim-
inum og ekkert að skrifa um
nema raus. Meira að segja
verslunarmannahelgin sem
stundum hefur haft í för með
sér sæta skandala sem velt
hafa gúrkunni úr sessi, brást
algerlega að þessu sinni. Ekk-
ert líf lengur í unglingunum.
En vel á minnst: Um hvað
ætti maður svo sem að skrifa á
hörmungartímum sem þess-
um þegar þjóðin er sokkin
uppundir geirvörtur í skulda-
fenið? Og spillingin veður
uppi? Þegar enginn á pening
og allir keppast við að slá lán
sem þeir geta ekki borgað?
Þegar enginn fiskur veiðist og
enginn vill heldur kaupa
neinn fisk? Er til nokkuð
aumara en þjóð sem reynir að
veiða fisk sem enginn vill éta
og mistekst það í þokkabót?
Og hver er það nema yfir-
völdin sjálf sem senda okkur
álagningarseðlana einmitt nú
þegar enginn á pening? Eins
og þau vilji undirstrika hjálp-
leysi okkar lítilmagnanna.
Eða skemmta skrattanum,
sem virðist vera þeirra helsta
dægurgaman. Við sem viljum
svo gjarnan eiga þetta fé sjálf-
ir og kannski kaupa okkur
videótæki (ódýrari en nokkru
sinni fyrr!) eða ferð til Beni-
dorm (á stórkostlegum
kjörum). Eða kannski nýjan
bíl sem eyðir engu. Já, eða
nokkra heilsubótartíma til
þess að hressa upp á samvisk-
una og þennan vesæla kropp
sem við höfum misþyrmt
gegnum árin með tóbakssvælu
og kaffiþambi. Svo ég nú ekki
tali um brennivínið og magál-
inn og feita kjötið. Eða smör-
ið sem einu sinni var óhollt og
svo hollt aftur áður en það
varð óhollt á ný. Nema það sé
orðið hollt á nýjan leik.
Nú eru víst allir blankir
nema stjórnarmenn KEA,
sem versluðu til hélgarinnar í'
nýja útibúinu á Grenivík og
létu mynda sig í þokkabót.
Þar vantaði ekki penníið.
Svona er lífið skrýtið: Pening-
arnir horfnir um leið og
komnir í hendur einhvers sem
kannski þarf ekkert á þeim að
halda og stendur nákvæmlega
á sama um alla heimsins pen-
inga. Og verslar í nýja útibú-
inu á Grenivík, eins og ekkert
sé.
Hvaða endemis raus er
þetta í manninum, hugsar þú
kannski lesandi góður. Á
þetta annars ekki að vera
undir merki vísindanna? Hvar
liggur meinið, hver er orsök-
in? Á hnífurinn kannski að
standa fastur í beljunni út alla
greinina?
Við slíkum spurningum eru
svör vandfundin, enda öll
æðri hugsun í sumarfríi. Lík-
ast til í sólbaði sunnanundir
vegg. Ef það er þá hægt í
þessu roki. Er það annars ekki
dæmigert fyrir hina síðustu og
verstu tíma að við Norðlend-
ingar fáum hitabylgju sem er
svo hvöss að maður fær sand í
augun? Hvergi stormasamara
en einmitt sunnanundir vegg.
Fokið í öll skjól, nema
norðanímóti, en þar er engin
sól, í hæsta lagi hægt að verða
brúnn af moldroki. Þá vil ég
nú heldur kúra í samlokunni
minni og verða brúnn báðum
megin í einu. Það er skárra en
moldrokið, þótt ókeypis sé.
Já, það er nebblega það.
»*ahtinnnnum
jltirhmli l»aif <
ratdffifm
fttnmt
tiHíin um |n«>
þá rftir
iiMtmafu-lgma að
p't hm * «TH> flljug roIt.K,
* hófUA \ el
L rri ;ihmh>0 timft'rú
•><lt *.« r s»a(>.
í fm
.1 Nb *
\ i' rit *
^o-kvtiu v,n«> jUu .
Miiinii«(,i,< i.ifnst s.mi.iH u.rl
t'ifH'nht nt nu »K|* tm>H' ,-Lk*
;ií' ,í!* K '• h'ffo í'<m (mUvIí? v,t ,n
lítiítH .< vjtiki.úms l!j|,HOU
sf, imiiiiusi iiinsv « «.,«< (iiikitT
Þ<> '.ii f'l! i kh' ||?:«) ,
I
Miim.m v?0 Nk.i.úbu-khi i \n
\ íiU W \ lt L Lf K'Vi^Ui nVjl KÁ : . : •.. . .
4 -'tíÁ'títl R - é.1 águst'l 982