Dagur - 06.08.1982, Blaðsíða 6
■MBi
fiÉI
Á sólbökuðum fimmtudegi í
júlí lögðum við, blaðamaður og
ljósmyndari Dags, leið okkar
út í Skarðshlíð 40c til Guðlaugs
Arasonar rithöfundar og Dal-
víkings þeirra erinda að ná hon-
um í viðtal.
Gulli gaf okkur kaffi og sagði
að það væri nú ekki nema sjálf-
sagt að rabba við okkur en
spurði síöan.
G.: Um hvað eigum við að tala?
Blm.: Bara hvað sem er.
G.: Má ég tala um pólitík?
Blm.: Nei, það máttu ekki.
G.: Má ég þá tala um listir?
Blm.: Nei, það finnst öllum svo
leiðinlegt.
G.: Má ég þá tala um bæjar-
stjóraráðninguna á Dalvík?
Blm.: Nei, biddu fyrir þér.
G.: Nú, maður má ekkert.
Blm.: Jú, jú Gulli minn. Þú getur
t.d. sagt okkur af hverju þú fluttir
til Akureyrar.
er enginn til að gera það fyrir
Blm.: Er ekki ástæðan sú að þú
hafir svo mikið að segja öðrum að
þú verðir að skrifa?
G.: Nei Petta eru svipaðar hvatir
og fá mann til að skera út í spýtu.
Mann langar til að búa til ein-
hverjar myndir fyrst og fremst
fyrir sjálfan sig og það er gaman
þegar upp er staðið að vera búinn
að skera út í spýtuna og fá það út
sem maður ætlaði sér. Mér finnst
ég ekki hafa nokkurn skapaðan
hlut að segja fólki frekar en Pétur
og Páll nema síður sé. Jú, auðvit-
að væri mun arðbærara að gera
allt annað eri þetta. Flest annað
myndi gefa manni meiri peninga í
aðra hönd en það er hægt að
græða fleira en peninga. Ég kýs
frekar það sem við getum kallað
andlegan gróða og fórna þá hin-
um veraldlega. Það er í raun eng-
in fórn fyrir mig.
það er náttúrulega misjafn
smekkur eftir mönnum. Ég man
t.d. eftir viðtali við einhvern
heildsala í Reykjavík sem ég
heyrði í útvarpinu um daginn.
Hann var búinn að reka heildsölu-
fyrirtæki í nokkur ár og var spurð-
ur að því hvað það væri sem ræki
unga menn út í þetta nú til dags.
Hann nefndi einar fjórar ástæður
og ein þeirra var sú að honum
fannst með þessu hann vera að
vinna skapandi starf. Það er því
greinilega hægt að vinna skapandi
starf á ýmsan hátt. Ég tel það
hinsvegar ekki til listsköpunar að
vera heildsali. Margar húsmæður
fá sinni sköpunarþrá fullnægt með
því að búa til góðan mat, prjóna,
sauma, eða skreyta tertur, blaða-
menn með því að búa til viðtöl
eða dikta upp fréttir sem ekki eiga
sér stað í raunveruleikanum
o.s.frv. En sjómennskan finnst
mér afskaplega lítið skapandi.
ég hafi aldrei sloppið með minna
en 8 endurskriftir á öllu handrit-
inu. Ég hlakka til þegar pappírs-
verksmiðjan rís á Húsavík.
Blm.: íslendingar geta státað af
sterkri bókmenntahefð. Heldur
þú að ungir íslenskir rithöfundar
byggi meira á þessari hefð en al-
þjóðlegum straumum?
G.: Síðastliðin 20 ár hefur verið
dálítill ruglingur í þessu öllu
saman. Það er engin ríkjandi
stefna í bókmenntum. Menn tala
jú um nýrealisma. Það er orð sem
einhverjir spekingar hafa fundið
upp en það er líti& annað en orð.
Hér áður fyrr voru ráðandi hér
mun skýrari stefnur, t.d. 1930-50.
En nú er engin ein stefna ríkjandi.
Það er að vísu vinsælt hjá mörgum
að skrifa svokallaðar Reykjavík-
urskáldsögur sem fjalla um stór-
borgarlíf og firringu í nútíma-
þjóðfélagi og e.t.v. má kalla það
stefnu.
G.: Það er eins og mörgum sé
það mikið í mun að gera ís-
lenska list að einhverri alþjóða-
list. Það er alltaf verið að klifa á
því að þessi og þessi list sé ekki
nógu alþjóðleg. Mér finnst að ís-
lenskir listamenn eigið að reyna
að skapa sem besta íslenska list
alveg sama á hvaða sviði það er.
Ef við getum skapað nógu góða
íslenska list verður ekki hjá því
komist að sú list verði alþjóðleg.
Það er einmitt það sem okkar
bestu listamenn hafa gert, þeir
hafa skapað þjóðlega list sem
gæða sinna vegna hefur orðið al-
þjóðleg.
Blm.: Hver verður framtíð ís-
lenskra bókmennta?
G.: Það eru áratugir síðan sagt
var að skáldsagan væri dauð og að
það væri gamaldags að skrifa
skáldsögu. Ég held að það fólk
sem er að skrifa skáldsögur sé
ekki að gera það til þess að tolla í
I
. :■
G.: Það var vegna þess að mér
þótti súrmjólkin vera of súr í
Reykjavík.
Blm.: Ofsúr?
G.: Já, súrmjólkin á Akureyri
höfðar einhvern veginn betur til
mín en sú reykvíska.
Blm.: Höfðar hún betur til þtn
sem rithöfundar?
G.: Nei, bara almennt.
Nú þegar við höfum komið
okkur niður á fastan samræðu-
grundvöll getum við skrúfað fúlan
alvörusvipinn upp í andlitin á
okkur og byrjað að vera gáfulegir.
Blm.: En segðu mér Guðlaugur.
Af hverju ert þú að skrifa?
G.: Nú, af hverju eru menn yfir-
leitt að gera það sem þeir eru að
gera? Er það ekki vegna þess að
þeir hafa löngun til þess? Mig
langar að vinna eitthvert skapandi
starf. Ég geri mér ekki fulla grein
fyrir því af hverju endilega ég er
að skrifa frekar en eitthvað
annað. Líklega er það vegna þess
að ég hef lúmskt gaman af því
stundum. Og þegar maður er
byrjaður á því verður þetta að
áráttu. Ef maður ætlar að taka sig
alvarlega sem rithöfund þá þarf
að taka því eins og hverri annarri
vinnu, vinna helst alla daga
hvernig svo sem maður er upp-
lagður. Þegar þetta er orðin
atvinna manns þá kemst maður
fljótt að því að þetta er frekar
leiðinlegt starf. Maður er mikið
einn og getur ekki leyft sér að
hlaupa út í góða veðrið eða vera
kærulaus á annan hátt. Maður
verður bara að sitja á sínum sigg-
gróna rassi og reyna að vinna. Ég
hef stundum látið þau orð falla að
ritstörf væru 10% skemmtileg og
90% leiðindi. Það er að vísu engin
stimpilklukka til að passa upp á
mann en einmitt þess vegna verð-
ur maður að beita sjálfan sig aga.
Ef maður gerir það ekki sjálfur þá
Blm.: Nú fjalla allar þínar bækur
um líf sjómanna eða fólki tengdu
því. Hefur þú aldrei látið þér
detta í hug að skrifa um eitthvað
annað?
G.: Þetta er efni sem ég hef gam-
an af að glíma við og mér er tamt.
Mér finnst sjómennskunni lítill
gaumur hafa verið gefinn í bók-
menntum okkar miðað við hvað
þetta er snar þáttur í þjóðlífinu.
Það hafa verið skrifaðar mörg
hundruð bækur um um bændur og
bændamenningu en fáar um sjó-
menn og sjómennsku. Þetta er
það sem ég þekki best og ég hef
enga löngun til að skrifa um ann-
að í augnablikinu.
Blm.: Hefðiekkilegiðbeinnavið
fyrir þig að gerast sjómaður?
G.: Jú, enda var það ætlun mín
fram til 17 ára aldurs. Ég ætlaði
mér að verða aflaskipstjóri og
stefndi á stýrimannaskólann. En
þá var ýmislegt byrjað að brjótast
í manni. Ég var byrjaður að fikta
við að skrifa og mála en það tók
mig mörg ár og gera það upp við
mig hvað ég ætti að gera. Ég vissi
það fyrirfram að það myndi verða
erfitt starf að gerast rithöfundur
og líklega auðveldara að gera allt
annað. Sjórinn og listin toguðust
mjög alvarlega um mig í sjálfsagt
ein 4-5 ár og ég þorði ekki að gera
upp hug minn þar til ég sá að þetta
dugði ekki öllu lengur, settist
niður og byrjaði að skrifa. Mig
langar nú samt alltaf á sjóinn. Sér-
staklega á vorin þegar gráslepp-
an byrjar að ganga. Það sem
aðallega réð því að ég fór út á
þessa braut var þessi meðfædda
löngun til að vinna eitthvert skap-
andi starf sem svo margir eru
gæddir. Það er hægt að vinna
skapandi starf á svo margan hátt.
Skipasmiðir vinna t.d. mjögskap-
andi starf. Sjómennska finnst mér
aftur á móti ekkert skapandi en
Blm.: Fæst þú ennþá eitthvað við
myndlist?
G.: Já, það geri ég. Það lá jafn
beint við á tímabili að ég gerðist
myndlistarmaður eins og rithöf-
undur. Ég gerði heiðarlega til-
raun til að komast inn í myndlist-
arskólann en náði sem betur fer
ekki inntökuprófi enda komst ég
fljótt að því að það átti ekkert vel
saman að mála og skrifa. Mér
fannst alltaf ég vera að stela tíma
frá pennanum þegar ég var með
pensilinn og öfugt. 'Ég stelst þó
ennþá til þess að teikna smávegis
þegar mér leiðist.
Blm.: Hvernig er vinnudegi hátt-
að hjá þér?
G.: Ég reyni að vinna á hverjum
degi. Eg sest við skriftir þegar ég
vakna snemma á morgnana og
vinn svo eins lengi og ég get á
meðan ég er ekki orðinn leiður á
sjálfum mér. Það er mjög misjafnt
hvað sá tími endist. Stúndum
fram að kvöldmat en stundum
bara í 2-3 tíma. Það fer mikið
eftir því hvar maður er staddur í
verki, hvort maður er að byrja
eða er kominn lengra.
Blm.: Hvernig verður bók til?
G.: Fyrst hef ég náttúrulega ein-
hverja hugmynd sem mig langar
til að koma á blað. Utan um þessa
hugmynd smíða ég síðan nokkurs
konar grind af atburðarásinni og
vinn dálítið með hana þar til allir
endar ná nokkurn veginn saman,
þá byrja ég smám saman að hlaða
utan á hana samtölum og öðru
slíku þar til bókin er komin.
Blm.: Breytist bókin mikið á
þessum ferli?
G.: Já, hún verður stundum allt
öðru vísi en maður hugsaði sér.
Blm.: Endurskrifar þú oft hand-
ritið áður en þú ert orðinn ánægð-
ur með það?
G.: Já, það geri ég. Suma kafla
skrifa ég 50-60 sinnum. Ég held
Blm.: Finnur þú sem rithöfundur
til áhrifa frá þessari margrómuðu
íslensku bókmenntahefð?
G.: Já, það geri ég. Sérstaklega
fann ég til þess þegar ég bjó í
Kaupmannahöfn að ég var íslend-
ingur og var að skrifa um sér ís-
lensk fyrirbæri. Ég freistast til
að halda um sjálfan mig að ég sé
að skrifa um allt aðra hluti en
starfsbræður mínir á Norðurlönd-
um og eins finnst mér um marga
aðra íslenska höfunda.
Ég er sannfærður um það að
hefðu ekki menn eins og Jón
Thoroddssen rutt brautina um
síðustu aldamót hefðu menn á
borð við Halldór Laxness og Þór-
berg átt erfiðara með að verða
jafn stórbrotnir rithöfundar og
þeir urðu. En nú hefur Halldór rutt
hraðbraut í gegn um bókmenntir
þjóðarinnar og allar umræður um
íslenskar bókmenntir eru mark-
aðar af því. Öllum er still upp og
þeir bornir saman við nóbels-
skáldið og enginn stenst þann
samanburð. Halldór stendur eins
og klettur upp úr hafinu og fram
hjá honum verður ekki komist.
Þegar ég sendi handritið af Pela-
stikk til yfirlestrar í bókaforlagi
um árið var ein fallegasta setning-
in í bókinni strikuð út af því að
hún þótti of „laxnesk".
Blm.: Hvað er að gerast í íslensk-
um bókmenntum nú?
G.: Mér finnst það athyglisverð-
ast hvað mikið hefur komið fram
af nýjum skáldsagnahöfundum
síðustu árin. Maður veit ekki
hvað um þá verður en það er mjög
spennandi að fylgjast með þessari
þróun. Ég hugsa að fleiri rithöf-
undar hafi komið fram á þessu
tímabili síðustu 5-6 ára en oft
áður á jafnlöngum tíma. Þetta er
allt fólk sem hefur mikið að segja.
Blm.: Er hægt að tala um íslenska
listsköpun sem alþjóðlega list?
einhverri tísku. Það er eitthvað
annað sem rekur menn áfram.
Góðar bækur seljast alltaf og allt-
af les fólk heilmikið. Því var spáð
þegar sjónvarpið kom að það
myndi ríða bóklestri að fullu. Það
hefur ekki ræst og íslendingar lesa
ekkert minna en áður. Sennilega
eru það samt ákveðnir þjóðfélags-
hópar sem halda þessu uppi, t.d.
bændur og sjómenn. Ég held að
sjómenn haldi áfram að lesa löngu
eftir að allir aðrir eru hættir að líta
í bók einfaldlega vegna þess að
aðstæðurnar bjóða upp á það.
Ég er reyndar ekki hræddur um
að þessi þjóð hætti að lesa, til þess
er hefðin allt of sterk. Bók-
menntahefðin á íslandi er hins
vegar svo sterk að bækur eru
stöðutákn hjá fólki sem ekki les
bækur. Ég hef komið í hús þar
sem allur Laxness var í góðu
bandi uppi í hillu en þegar ég opn-
aði þessar bækur lokuðust þær sjálf-
krafa aftur. Þessar bækur voru ekki
lesnar og þetta fólk las ekki
bækur. En þjóðfélgasstöðunnar
vegna varð það að eiga bækur. Af
þessu sést hvað bókmenntirnar
standa djúpum rótum í íslensku
þjóðlífi. Hins vegar er bók-
menntasmekkurinn að breytast
og versna og það er sök forlag-
anna en ekki íslenskra rithöf-
unda. Það er byrjað strax á börn-
unum og gefnar út myndabækur
með litlum texta. Þær eru þannig
úr garði gerðar að lesandinn þarf
ekkert að nota ímyndunaraflið.
Kannski verður þróunin sú að all-
ar skáldsögur verði myndskreytt-
ar í framtíðinni til þess að fólk geti
skilið þær. Það er hægt að lýsa
mjög fjálglega í skáldsögu þegar
maður rennur á bananahýði og
dettur. En í myndasögu er þetta
afgreitt með einni mynd og
„GISP“ og ekki er möguleiki að
nota ímyndunaraflið.
6 - DAGUR - 6. ágúst 1982