Dagur - 06.08.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 06.08.1982, Blaðsíða 11
Þormóður er nýkominn úr æfinga- Ragnar hefur æft vel. búðum. Baldvin hefur engu gleymt. Snillingar á Akureyrarvellinum Gamlar stórstjörnur verða á ferðinni á Akureyrarvelii á morgun (laugardag), en þá hefst þar kl. 14 viðureign ÍBA og Víkings í „Old boys“ flokki íslandsmótsins í knattspyrnu. Þetta eru þau tvö lið sem hafa tapað fæstum stigum í sínum riðli, bæði liðin hafa tapað einu stigi. Leikurinn á morgun er því mjög mikilvægur fyrir bæði liðin. í liði ÍBA eru margir „gamlir“ jaxlar. Nægir að nefna þá Ragn- ar Þorvaldsson markvörð sem hefur að sögn kunnugra æft grimmt frá um áramót og aldrei verið betri en einmitt nú. Þá hef- ur Baldvin Ólafsson pússað gömlu skóna og hefur engu gieymt af þeirri snilli sem hann sýndi hér á árum áður. Þormóð- ur Einarsson er nýkominn úr æf- ingabúðum erlendis og til í allt. Og ekki má gleyma snillingi á borð við Kára Árnason sem er sagður sprækur um þessar mundir. Sennilega kemur það í ,hlut Baldvins Ólafssonar að reyna að taka landsliðsmanninn Guðgeir Leifsson úr umferð í þessum leik, en Guðgeir leikur með Víking. Baldvin mun að sögn vera snillingur í því að gera menn óvirka. Af öðrum köpp- um má nefna Pál Björgvinsson og Diðrik Ólafsson markvörð. Full ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að sjá þessa kappa í leik, og ekki sakar að hér fara tvö lið sem berjast um sigur í riðlinum þannig að spenna ætti að vera fyrir hendi. tónleikar Akureyringum er boðið upp á reggae-tónleika á morgun laugardag, og hefjast þeir í íþróttaskemmunni kl. 21.00. Þessi tegund tónlistar hefur ekki farið hátt hérlendis til þessa, en 10 manna hljómsveitin sem flytur hana í Skemmunni, Babatunde Tony Ellis, hefur ferðast víða og hvarvetna hlotið prýðilegar viðtökur. „Upphitunarhljómsveitir“ fyrir Babatunde Tony Ellis á þessum tónleikum í Skemmunni verða Baraflokkurinn og Tappi Tíkarrass. Er ekki að efa að marga fýsir að sjá og heyra til Baraflokksins sem væntanlega mun flytja tónlist af nýju plötu sinni Lizt. Smiðjan Graham Smith fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleikari munu skemmta gestum Smiðjunnar um helgina, nánar tiltekið í kvöld og annað kvöld. Þeir félagar skemmtu Akur- eyringum um síðustu helgi, bæði í Smiðjunni og í Sjallanum og vöktu mikla hrifningu. Graham Smith og Jónas Þórir flytja lög af plötu þeirra sem út kom á síð- asta ári og hefur gert mikla lukku. Auk þess eru þeir með mörg þekkt og vinsæl lög á dagskrá sinni. ÞÓRSKABARETT Þórskabarett verður á ferð- inni á Akureyri um helgina og skemmtir í Sjallanum á laug- ardag og sunnudag. Uppistaðan í Þórskabarett eru háðfuglarnir Laddi, Jörundur og Júlíus Brjánsson, allt þekktir skemmtikraftar sem koma öll- um í gott skap á svipstundu. Þórskabarett var á ferðinni á Akureyri fyrr í sumar og fékk þá geysigóðar viðtökur. Því var þessum aukasýningum bætt inn. Og til að þeir sem sáu kabarett- inn í fyrri skiptin geti að sjálf- sögðu mætt aftur, er Laddi með sérstakt „prógram" sem hann hefur að sjálfsögðu samið og flytur af alkunnri snilld. Það er hljómsveitin Geim- steinn sem sér um alla tónlist og heldur uppi stuðinu á dansleikn- um að kabarettinum loknum. Elsbeth Moser. Havmonlku- og Akkordeon- tónlelkar í Borgarbiói Svissnesk stúlka, Elsbeth Moser, heldur harmoniku- og Akkordeon-tónleika í Borgar- bíói á Akureyri laugardaginn 7. ágúst kl. 16.00. Er hún hér á veg- um Tónskóla Emils Adólfs- sonar. Elsbeth Moser fæddist 22. mars 1949 í Bern. Fyrstu tilsögn í harmonikuleik fékk hún 5 ára gömul hjá Hermann Herzig í Bern. Frá 1959-69 stundaði hún nám í píanóleik við Konservat- oríum í Bern. Eftir það hóf hún Akkordeonnám við Stadtischen Musikschule í Trossingen í V- Þýskalandi, lauk þar kennara- prófi 1970, einleikaraprófi 1972. Samtímis stundaði hún nám í tónfræði og tónsmíðum hjá Helmut Degen við Tónlistar- háskólann í Trossingen. 1972- 1974 var hún kennari á Akkor- deon við Stadtishe Musikschule í Trossingen. Haustið 1974 var hún ráðin Dozentin við Staatlic- hen Hochschule fur Musik und Theater í Hannover, og má til gamans geta þess að nú stundar þar nám einn íslendingur, Hrólfur Vagnsson. Hún hefur tekið þátt í mörg- um alþjóðlegum keppnum í akkordeonleik, árið 1969, þá 20 ára gömul hlaut hún fyrstu verð- laun í Evian í Frakklandi, 1. verðlaun 1972 í Annemasse í Frakklandi, 2. verðlaun 1973 í Klingenthal í Þýskalandi. Kom- ið fram á mörgum tónlistarhá- tíðum, einnig í hljóðvarpi og sjónvarpi. ÚLLEN, DtJLLEN, DOFF ... „ÚUen, dúUen, doff,“ revíu- flokkurinn er nú á ferðalagi um Norðurland. í kvöld skemmtir flokkurinn á Blönduósi, á Siglufírði annað kvöld, í Skagafirði á laugar- dag og í Sjallanum á Akureyri á sunnudagskvöldið. „Úllen, dúllen, doff“ revían er hálfrar annarrar klukku- stundar löng leiksýning með tónlistarívafi, einkum ætluð fólki úti á landsbyggðinni sem stöðugt þyrstir í vandað skemmtiefni. Þeir sem þar koma fram eru leikararnir Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sig- urjónsson, Randver Þorláksson og Gísli Rúnar Jónsson, sem jafnframt er leikstjóri. Þessi hópur hefur skemmt á svoköll- uðum „Kjallarakvöldum“ í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur, og allir hafa leikararnir skemmt landsmönnum í útvarpi og sjón- varpi. Ánnar hluti „Úllen, dúllen doff“ revíuflokksins er Hljóm- sveit Björgvins Halldórssonar, skipuð úrvals hljómlistarmönn- um. Þeir koma við sögu bæði í revíunni sjálfri og sjá um tón- leika og leika fyrir dansi að reví- unni lokinni. Hljómsveit Björgvins Halidórssonar. 6ágúst 1982 Á DAGURÁ11!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.