Dagur - 12.08.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 12.08.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIOIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fímmtudagur 12. ágúst 1982 86. tölublað 40 verkamannabústaðir afhentir á þessu ári — smíði hafin á öðrum 40 á næsta ári Stjórn verkamannabústaða á Akureyri hefur á árinu afhent 16 íbúðir til einstaklinga, af 40 íbúðum sem verða afhentar á þessu ári og í byrjun næsta árs. Er hér um að ræða bæði íbúðir í fjölbýlishúsum, raðhúsum og einbýlishúsum. Þegar hafa verið afhentar 16 íbúðir, 7 þeirra eru í fjölbýlishúsi við Sunnuhlíð og 9 eru raðhúsa- Myndlistar- skólinn í gamla barnaskóla- húsið? „Mér líst ákaflega vel á það sem verið er að gera við húsið og við höfum mikinn áhuga á því - það myndi henta starfsemi skólans mjög vel,“ sagði Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlista- skólans. Uppi eru hugmyndir um að skólinn fái til afnota gamla barnaskólahúsið við Hafnarstræti. Nú er unnið ötullega að endur- bótum á húsinu og á fjárhagsáætl- un er fjárveiting til viðgerða á húsinu að utan, gera það vind- og vatnshelt. „Húsinu hefur ekki verið ráð- stafað ennþá,“ sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarritari. „Fjár- veiting til hússins er aðallega til endurbóta að utan og hrekkur engan veginn til að gera við inn- réttingar. Það bíður næsta árs og einnig ákvörðun um hvað gert verður við húsið.“ Viðtalstímar bæjarfulltrúa Bæjarráð hefur lagt til að feng- inni tillögu frá Frey Ófeigssyni bæjarfulltrúa að teknir verði upp fastir viðtalstímar bæjar- fulltrúa í skrifstofuhúsnæði Akureyrarbæjar. Gert er ráð fyrir að til viðtals verði að minnsta kosti tveir bæjar- fulltrúar samtímis einu sinni í viku. Bæjarstjóra hefur verið fal- ið að sjá til þess að viðtalstímar verði auglýstir rækilega hyerju sinni og hverjir verði til viðtals. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær viðtalstímarnir verða né heldur hverja þóknun bæjarfull- trúarnir muni fá fyrir þá. íbúðir við Móasíðu. Þá lýkur í haust byggingu 6 einbýlishúsa við Borgarsíðu og í janúar eða febr- úar á næsta ári lýkur byggingu 18 íbúða í fjölbýlishúsi við Keilu- síðu. Á vegum leigu- og söluíbúða- nefndar Akureyrarbæjar er að ljúka byggingu 19 íbúða í fjölbýl- ishúsum við Keilusíðu. Að sögn Hauk Sigurðssonar hjá Akureyr- arbæ er ætlunin að selja fimm af „Eg hef átt stutt spjall við Jón Sigurðarson formann atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar. Hinsvegar veit ég ekki betur en að það eigi eftir að ræða þetta mál í nefndinni og við eigum eftir að gera nefndarmönnum betri grein fyrir því hvernig málið lítur út,“ sagði Stefán Árnason framkvæmdastjóri vörubflastöðvarinnar Stefnis er við ræddum við hann. þessum íbúðum, en hinar verða leigðar út. Áformað er að auglýs- ingar varðandi umsóknir um þess- ar íbúðir birtist innan skamms. Þess má geta að af þesum 19 íbúðum leigu- og söluíbúða- nefndarinnar eru þrjár sem eru sérstaklega hannaðar og byggðar með þarfir fatlaðra í huga. Eftir því sem best er vitað er það í fyrsta skipti sem sérþarfir fatlaðs fólks eru hafðar til hliðsjónar við „Þetta lítur afar illa út frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Stefán. „Þetta hefur verið mjög lélegt, lít- ið að gera og við sjáum ekki fram á neitt á næstunni sem gæti verið til bóta. Það er samdráttur al- mennt sem veldur þessu, það er samdráttur í byggingariðnaði og það eru heldur engar fram- kvæmdir á þessu svæði, hvorki í vegagerð eða öðru. Engin upp- bygging og ekkert um að vera. Við erum með 49 vörubíla á byggingu íbúða á félagslegum grundvelli á Akureyri. Á fundi bæjarráðs Akureyrar þann 22. júlí samþykkti bæjarráð að fela stjórn verkamannabú- staða að leita heimildar hjá Hús- næðisstofnun ríkisins til að hefja smíði allt að 40 nýrra íbúða á ár- inu 1983, auk þeirra íbúða, sem eftir kunna að verða vegna heim- ildar á yfirstandandi ári. stöðinni og það er of mikið þegar menn fá ekki vinnu nema annan eða þriðja hvern dag eins og verið hefur. Þessi tími frá maí og fram í september á að vera besti tíminn í þessari atvinnugrein og bera uppi hina mánuði ársins að einhverju leyti. “ -Leiðir þetta ekki til þess að menn gefast hreinlega upp? „Jú, ég get ekki ímyndað mér annað. Við erum bundnir við Á laugardag gefst eigendum steríóviðtækja á Akureyri kost- ur á að heyra í fyrsta sinn steríó- sendingar Ríkisútvarpsins. Sem kunnugt er hafa steríó- sendingar verið við lýði í Reykjavík um tíma, en ekki náð norður. Verkflokkur er nú að tengja nýjan sjónvarpssendi á Vaðlaheiði í stað sendis á fermingaraldri, sem notaður verður sem varasendir, en „prógram“-flutningur hljóð- varpsins fer nú í auknum mæli fram á örbylgjukerfi sjónvarps- ins. Þessi nýi sendir gerir steríósendingu til Akureyri mögulega. Líklega verður þó ekki hægt að hlýða á dagskrá í tilefni fastrar starfsemi Ríkisútvarpsins á Akur- eyri í steríó því enn hefur ekki verið gengið frá steríósendingum úr hljóðhúsinu á Akureyri inn á örbylgjukerfið, að sögn Haralds Sigurðssonar, yfirverkfræðings radíódeildar Landssímans. Nú eru uppi áætlanir um að kaupa annan FM-sendi á Vaðla- heiði. Það verður stórt skref í þá átt að tvöfalda FM-kerfið í land- inu, en við það opnast möguleikar á annarri rás. Nú þegar er orðið þröngt um efni á þessari einu rás hljóðvarpsins. „Það er margt serm bendir til þess að tímabært sé að hefja útsendingar á annarri rás,“ sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri útvarpsins, þegar Dagur innti hann eftir þessum málum. 43 án atvinnu Þann 30. júlí sl. voru 49 skráðir atvinnulausir á Akureyri, 33 konur og 16 karlar. í júlímánuði voru skráðir 949 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 43 hafi verið atvinnlausir allan mánuðinn. þessa ákveðnu tölu, eigum að hafa 49 bíla á stöðinni sem eiga að þjóna þessu svæði en það gengur auðvitað ekki þegar svona er ástatt. Það verður að taka það með í reikninginn að þessir menn eru með bíla sem kosta á aðra milljón margir hverjir og það þarf auðvitað að hafa vinnu fyrir þessi dýru tæki.“ Veður öll válynd. Nokkuð sem við íslendingarþekkjum velaf reynslunni. Ekki er vitað hvort útlensk- ir sem detta inná Frón hafa gertráð fyrir einhverju þvílíku - en hvort sem ferðalangarnir sem voru á gangi í fjörunni morgun einn í fyrri viku, hafa verið viðbúnir allskyns veðrum eða ekki, voru þeir ekki með neinn æsing, heldur skoðuðu þokuna írólegheitum. Ljósmynd: K.G.A. Vörubílstjórar hafa sáralitla atvinnu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.