Dagur - 12.08.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 12.08.1982, Blaðsíða 3
Steindór áttræður Afmæliskveðja frá grasafræðingum á Akureyri Steindór Steindórsson grasafræð- ingur, fyrrv. kennari og skóla- meistari við Menntaskólann á Akureyri, er áttræður í dag, 12. ágúst. Þegar Þór glímdi við Elli kerl- ingu forðum, að Útgarðaloka, tókst henni að koma goðinu á annað hnéð, en svo langt hefur kellu ekki tekist að koma afmælis- baminu. Ef Steindór hefði verið uppi um 1000 árum fyrr á íslandi hefði hann eflaust orðið liðtækur í „pólitík" þeirra tíma, og ekki vilj- um við fortaka að hann hefði ekki getað höggvið mann og annan ef svo bar undir, eins og Egill karl- inn Skallagrímsson. Þá ættum við etv. Steindórs sögu meðal íslend- ingasagna í bókaskápnum. Eins og Egill á Steindór sér „íþrótt, vammi firrða“, en það er þekking hans á plöntum, sem segja má að hann hafi drukkið í sig með móðurmjólkinni, fæddur á menntasetrinu Möðruvöllum í Hörgárdal og upp alinn á Hlöðum handan árinnar, en tveir af þrem- ur grasafræðingum þjóðarinnar voru þá búsettir í þessu plássi. Að loknu námi í grasafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1930 réðist Steindór kennari að Menntaskólanum (sem þá hét Gagnfræðaskólinn á Akureyri), og tók þá til óspilltra málanná við könnun á gróðurríki landsins. Næstu árin lagði hann megin- áherslu á að kanna hálendisgróð- urinn, og ritaði sína fyrstu bók um það efni (Studies on the Vegetat- ion of the Central Highland of Iceland, útg. 1945). Þessar gróð- urrannsóknir útfærði Steindór svo smám saman á ferðalögum sínum um landið þvert og endilagt, há- lendi sem láglendi, og má víst full- yrða að enginn búi yfir jafn mikilli og staðgóðri þekkingu á gróðri landsins. Ekki hefur Steindór lagt þessa þekkingu undir mæliker, því hann hefur líklega ritað meira um ís- lenska grasafræði en allir aðrir grasafræðingar landsins saman- lagt. Kveður þar mest að ritum hans um gróðurinn, þ.e. gróður- félög og flokkun þeirra, og má þar nefna t.d. bókina Gróður á ís- landi, 1964 og Studies on the Mire-vegetation of Iceland, 1975, auk þeirrar sem fyrr var getið, og fjölda smærri ritgerða. Þá hefur Steindór ritað um gróðursögu landsins (On the Age and Immi- gration of the icelandic Flora, 1962), flóru þess (Gróður á Vest- fjörðum, 1946 o.fl.) og um íslensk plöntunöfn, 1978. Einnig var hann meðhöfundur við 3. útg. á Flóru íslands. Alkunna eru þýð- ingar Steindórs á ferðabókum Eggerts Ólafssonar, Olavíusar, Sveins Pálssonar o.fl., en í þeim efnum hefur Steindór unnið þrek- virki. Okkur minni spámönnum hef- ur oft fundist að Steindór væri ekki einhamur til verka, enda þarf vart að geta þess, að allt það sem hér er upp talið hefur hann unnið í hjáverkum frá erilssömu kennslu- starfi. Slíkt vinnuþrek er fáum gefið, og víst er að það verður að- eins borið upp af brennandi áhuga á viðfangsefninu og mikilli vinnu- gleði, sem margir nútímamenn eiga líklega erfitt með að setja sig inn í. Steindór segist nú vera hætt- ur skriftum og öllu fræðagrúski, en þá yfirlýsingu tökum við koll- egar hans mátulega alvarlega, enda er það háttur hans að láta lít- ið yfir sínum verkum, þótt hann sé oft óspar á lofið um annarra verk, eins og vel kemur fram í bókinni íslenskir náttúrufræðing- ar, sem nýlega birtist frá hans hendi, en þar sameinast náttúru- fræðin víðtækri söguþekingu, sem okkur kunningjum hans var reyndar ekki ókunnug fyrir. Steindór er ekki um hálfvelgju gefið, og því eru dómar hans tíð- ' um annaðhvort lof eða last. Svör hans eru ævinlega skýr og afdrátt- arlaus að hætti góðra lærimeist- ara, og þótt einhverra fordóma hafi e.t.v. gætt hjá honum á fyrri árum, eru þeir nú horfnir í heið- ríkju ellinnar. Við óskum Steindóri allra heilla í tilefni af áttræðisafmælinu og vonum að eiga þar enn hauk í horni sem hann er í fræðunum. Helgi Hallgrímsson, Jóhann Pálsson, Kristján Rögnvaldsson, Þórir Haraldsson. Æfíngaskór TRX - Competitíon og TRX - Training stderðir 31/2-12 iporthu^id HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Sumarútsaia! Hæ, hæ, útsalan sem allir hafa beðið eftir hófst í morgun. Mikill afsláttur. tískuverslunin venus Strandgötu 11, gegnt B. S. 0., Borðstofuborð og stólar úr góðri finnskri furu.'" Borð 1,18, meðstækkun 1,18x1,65. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-6. Laugardaga kl. 10-12. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 Jörð til leigu Til leigu er góð bújörð í Eyjafirði. Upplýsingar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar frá kl. 9-10 í síma 22455. Enska söngkonan Linda Daniels mætir á svæöið og syngur nokkur lög við undirleik Ingimars Eydals. Hljómsveitin Friðryk skemmtir til kl. 01. Föstudagur 13. ágúst. Opnað kl. 19 fyrir matargesti. DINNER FÖSTUDAG: Gratíneraðir sjávarréttir Kjötseyði „Carmen“ Hamborgarakótilettur, maríneraðar í rauðvíni framreitt með spergilkáli og bökuðum kartöflum Heilsteikt nautafíllet með fylltum tómötum og hvítlaukssteiktum kartöflum Djúpsteiktir eplahringir með ávaxtahlaupi Kaffi - te Enska stórsöngkonan Linda Daniels skemmtir. Hljómsveit Steingríms leikur til kl. 03. -{x Laugardagur 14. ágúst. Opnað kl. 19. DINNER LAÚGARDAG: íslenskur kavíar með ristuðu brauði Graflax með sinnepssósu Gratíneraðir sjávarréttir með flurong Belgísk fiskisúpa Frönsk buffsteik með bakaðri kartöflu og smjörsteiktum sveppum “Lamb-Chops“ með djúpsteiktum kartöflum og ristuðum eplahringjum. Reykt svínakótiletta „Mozart“ með rauðvínssósu og salati Ofnbakaður banani í kaffilíkjör Kaffi-te Gestur kvöldsins er Linda Daniels. Hljómsveit Steingríms leikur til kl. 03. -ÍX Sunnudagur 15. ágúst. Diskótek til kl. 01. Linda Daniels, söngkonan frábæra, skemmtir í síðasta sinn á Akureyri. SJALLINN 12. ágúst 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.