Dagur - 19.08.1982, Side 7

Dagur - 19.08.1982, Side 7
t Minning Soffía Ég var á förum til útlanda þegar mér barst fregnin um andlát Soff- íu föðursystur minnar. Ekki er hægt að segja að það sé sorgarefni þegar gamalt fólk og þjáð fær hvíldina eftir margra ára baráttu við hrörnun og sjúkleika. Þrátt fyrir það brá mér ónotalega. Auð- vitað fylgir söknuður og tómleiki og allt rifjast upp sem liðið er. Spurningar vakna. Hefði ég ekki getað gert betur, verið hlýlegri, sýnt meiri umhyggju? Bók lífsins er margþætt og lífið flókið. Margs er að minnast frá kynnum okkar Fíu en það var hún oftast nefnd af ættingjum og vinum. Hún var unglingur þegar hún kom fyrst inn á heimili for- eldra minna, þá niðurbrotin vegna vanheilsu. Ég minnist þess að móðir mín reyndi með öllu móti að hressa hana upp og hlynna að henni. Þótti mér þá eig- ingjörnum óvita nóg um allan þann kærleika sem foreldrar mín- ir sýndu henni. Ég var víst af- brýðisöm og fannst eitthvað vera tekið frá mér. Ég var langan tíma að yfirvinna þessa kennd. Seinna þegar Fía var orðin virkur þátt- takandi í störfum heimilisins urð- um við ágætar vinkonur þótt aldursmunur væri mikill. Hún var bæði vinnufús og velvirk og iosaði mig stundum við ýmis störf sem mér voru ætluð ef hún vissi að mér leiddust þau. Ég var fremur löt til vinnu vildi fremur liggja í bóka- lestri. Reyndar vann ég fá inni- störf öðruvísi en að hafa bókina með mér til þess að geta litið í hana þegar enginn sá til. Fía vakti hjá mér löngun til þess að skapa eitthvað með höndum mínum, til dæmis að hekla falleg milliverk og blúndur úr fínu gami. Sjálf var hún snillingur í hekli og prjóni. Mamma var henni þakklát fyrir að hún kenndi mér þá handa- vinnu, sem hún hafði sjálf yndi af, en átti ekki margar stundir aflögu til þess að iðka þá grein, en marga spjörina saumaði hún fyrir ná- granna á litlu handsnúnu sauma- vélina sína. Þá minnist ég þess að Fía kenndi mér að prjóna þríhyrnur. Það fannst mér ánægjulegt. Munstrin urðu fyrir mér eins og ljóð sem hrifu hug minn. Þar kom sköpunarþráiní ljós og veitti mér hugarhægð. Hún hafði gaman af ljóðum og fallegum lögum sem hún lét mig svo syngja með sér þar sem við sátum við vinnu okkar að Opið í hádeginu. Passamyndir. Tilbúnar strax. nonðun mynol LJÓtMYN DASTOFA Slmi 96-22807 ■ Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri Bílasala Bílaskipti. Stór og bjartur sýningasalur. Bílasaian Ós, Akureyri sími 21430. vetrinum, hún við rokkinn en ég annað hvort með prjóna eða heklunálina. Sérstaklega voru það ástarkvæði sem við sungum með miklum fjálgleik og tilfinn- ingu. Fía kunni öll ósköp, löng kvæði en ekkert erindið mátti verða eftir. Á þessum stundum fannst litlu systur minni við vera meira en lít- ið dularfullar, þegar við lá að við táruðumst. Hún sagði seinna „Mér fannst alltaf svo leiðinlegt þegar þið voruð að syngja þessi væmnu ljóð, sem ég skyldi ekki. Það var heldur munur þegar við systkinin, seinna meir fórum að syngja ættjarðarkvæðin, þá var ég með af lífi og sál.“ Satt var það að við vorum sann- arlega öll með systkinin þegar Sig- urjón bróðir minn settist við orgelið og þrí- eða fjórraddaður söngurinn hljómaði um bæinn á Bautarhóli. Fía var okkur öllum kær. Hún var kærleiksrík og hlý og þótt hún væri í rauninni mikil alvörukona gat hún verið glettin og skemmtileg. Hún kom sér alls staðar vel, vann verkin sín hljóð- lát og traust. Þeir húsbændur sem hún vann hjá bera henni allir besta orð. Fía giftist ekki og eign- aðist ékki börn en það átti fyrir henni að liggja að taka að sér ann- ara börn um nokkurra ára skeið í veikindaforföllum móðurinnar. Þau annaðist hún ásamt föður þeirra eins og væru hennar eigin börn. Eftir að móðirin kom heim aftur og tók að sér búsforráðin, þá þurfti Fía ekki lengur að sinna heimilinu, en samband hennar við foreldrana og börnin rofnaði aldrei. Ég veit að öll systkinin blessa minningu hennar með inni- legu þakklæti fyrir ummhyggju og ástúð alla. Síðustu áratugina, áður en Soffía þurfti að fara á sjúkrahús var hún til heimilis hjá Önnu Stef- ánsdóttur frá Gröf og manni hennar Jóni Jónssyni fyrrverandi skólastjóra. Þau og börn þeirra reyndust henni svo vel að betra var ekki á kosið. Veit ég að öll sú stóra fjölskylda minnist hennar með virðingu og hlýju. Hún var alltaf eins og ein af fjölskyldunni. Fyrstu hjúskaparár þeirra Jóns og Önnu var hún hjá þeim í Gröf, síðan á Böggvisstöðum og sein- ustu árin á Dalvík. Þar hélt hún upp á áttræðisafmælið sitt og var þá við sæmilega heilsu eftir því sem um var að gera, hún hafði aldrei verið heilsusterk. Stuttu seinna varð hún fyrir áfalli, sem leiddi til þess að hún varð að fara á sjúkrahús, þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Hún fann öryggi í því að mega telja sér heimiii hjá þeim hjónum til hinstu stundar. Þar sem rætur manns liggja dvelur hugurinn löngum. Kristneshæli var síðasti dvalarstaður hennar og ég held að hún hafi unað sér þar vel eftir aðstæðum. Hún sagði eitt sinn við mig. „Ég finn mig heima þar sem ég veit að ég á að vera.“ Það er meira en ég gæti sagt. Það fellst mikill manndómur á bak við þessa yfirlýsingu. Eftir að Jóhanna, móðir Soffíu varð ekkja og gat ekki lengur séð um sig sjálf tók hún hana að sér og annaðist til hinstu stundar. Soffía Fanney var fædd í Gröf í Svarfaðardal 24.mars 1895 og andaðist á Kristneshæli 28. júní 1982. Foreldrar hennar voru þau Sigurjón Alexandeison, afi minn, og síðari kona hans Jóhanna Þorkelsdóttir. Fyrri kona afa var Sigurlaug Jónsdóttir, en hún var móðir pabba og var Fía því hálf- systir hans. Sigurlaug amma mín dó ung frá mörgum börnum. Fía var yngst af fjórum alsystkinum. Eitt þeirra dó um tvítugsaldur. Soffía var trúuð kona og hvíldi ör- ugg í náðarfaðmi Skapara síns. Þegar ég ræddi við hana.var henni alltaf þakklætið til Guðs og manna efst í huga. Með því hugarfari er gott að stíga yfir þröskuldinn, sem aðskilur heim- ana, hinn jarðneska og himneska. Allir eiga eitt sinn að kveðja þetta líf. Þá er gott að hafa tryggt sig fyrir alla eilífð, en það verður að- eins gert með því að taka Krist á orðinu." Hver sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi.“ Þessi fyrirheit fyrnast aldrei. Blessuð veri minnig mætrar konu. Filippía Kristjánsdóttir Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst, þegar þið akið. Drottinn Guö, veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreiö. í Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjufelli, Reykja- vík og Hljómveri, Akur- eyri. Til styrktar Orði dagsins Áttu 30-40ára gömul föt? Leikfélag Akureyrar vantar sárlega föt sem fram- leidd hafa verið fyrir 1950. Við tökum þakksam- lega á móti gömlum fötum, höttum og skótaui á skrifstofunni alla virka daga frá kl. 10-5. Einnig vantar okkur saumaginu til kaups. L Leikfélag Akureyrar, 'Æ Hafnarstræti 57. Vinnufatnaður Galla- og flauelsbuxur barna verð frá kr. 130. FX/fÍÖrft Hjalteyrargötu 4, ■“Jr 1sími 25222, Akureyri. Ðerjaferð Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri fyrirhugar berjaferð laugardaginn 28. ágúst að Kóngsstöðum í Skíðadal ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað frá Brekkugötu 4 kl. 10 árd. stundvíslega. Verð fyrir fullorðna kr. 50, verð fyrir börn innan 12 ára kr. 25, ferðin og berjatínslan innifalin í verðinu. Þátttakendur láti skrá sig í síma skrifstofunnar 21635, þriðjudag og miðvikudag kl. 2-4. Stjórnin Melgerðismelamót verður haldið sunnudag 22. ágúst nk. og hefst kl. 10.00 Keppnisgreinar: 1. Gæðingakeppni A og B flokkur. 2. 150 m skeið, opinn flokkur. 3. 250 m stökk, opinn flokkur. 4. 300 m brokk. Skráning verður miðvikudag 18. ágúst, fimmtudag 19. ágúst, föstudag 20. ágúst frá kl. 19-21 hjá G.Óskari Guðmundssyni (Léttir) sími 21441, Smára Helgasyni (Funi) sími 31164 og Hauk Lax- dal (Þráinn) sími 23227. Á laugardag verður tekið á móti skráningu á Mel- gerðismelum frá kl. 16-18. Dagskrá mótsins: Kl. 10. Undanrásir kappreiða. Kl. 13. Hópreið allra viðstaddra hestaunnenda um svæðið. A-B flokks keppni gæðinga. Úrslitasprettir kappreiða. Hestamóttaka hefst föstudaginn kl. 18. Vin- samlega hafið samband í síma 31160 (Ketill). Nú er tilvalið tækifæri fyrir unga sem aldna að ríða á Melgerðismela. Léttir, Funi, Þráinn. Sölumaður óskast nú þegar á fasteignasölu í hlutastarf. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl., Brekkugötu 1, sími 21721. Aðstoðarstúlka óskast í heilsdagsstöðu á tannlæknastofu. Stúd- ents-, sjúkraliða- eða röntgentæknamenntun æskileg. Umsóknir óskast sendar undirrituðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Teitur Jónsson, Glerárgötu 34, Akureyri, sími 24749. 19. ágúst 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.