Dagur - 19.08.1982, Page 8

Dagur - 19.08.1982, Page 8
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR FRAMAN Á BÍLA. Jóhannes Krístjánsson gefur laxaseiðunum 2000 ■ sleppiþrónni. Fóðrið er fengið frá Danmörku og Noregi og kostar heldur betur skildinginn. Ljósmynd: K.G.A. Fá Ólafsfirðingar meira heitt vatn? Að undanförnu hefur verið borað eftir heitu vatni í Ólafs- firði, að Laugarengi. Jarðbor- inn Narfi var fenginn til verks- ins og er hann nú kominn niður á um 1000 metra dýpi. Að Laugarengi er hola sú sem Ólafsfirðingar fá mest af sínu heita vatni úr, og er hún að verða fullnýtt. Eru Ólafsfirðingar von- góðir um að nýja holan muni skila þeim viðbótarvatni sem hægt verði að grípa til ef þörf krefur. Borinn fór í gegn um heita æð á leiðinni niður en það var ekki kannað nánar hvað þar var heitt vatn. Gamla holan er um 1150 metrar á dýpt og er jafnvel ætlun- in að bora nú enn dýpra ef þarf. Dýpkunarskipið Hákur var í Ólafsfjarðarhöfn fyrr í sumar og vann við dýpkun hafnarinnar þar. Dældi skipið á land 18600 rúm- metrum af sandi. Mun ætlunin að nota þennan sand þegar hafist verður handa um lengingu flug- brautarinnar við bæinn áður en langt um líður. Þá er verið að vinna við grjótvörn við svokallað- an Norðurgarð, verið að styrkja fremsta hluta garðsins. Togarar Ölafsfirðinga hafa aflað vel að undanförnu. Þannig var t.d. í fyrradag unnið við að landa 260 tonnum úr Sigurbjörgu. Afli smærri bátanna hefur hins- vegar verið sáralítill. Stefán Þóroddsson á Kópa- skeri sá á þriðjudaginn fugl sem honum sýndist vera kjói, en fuglinn reyndist vera hvítur. Stefán eltist lengi við fuglinn á þriðjudaginn og tókst loksins að komast í skotfæri við hann og skjóta hann. Þessi fugl er svokall- aður „hvítingi" og er ekki vitað til þess að hvítur kjói hafi veiðst hér á landi áður og fyrirbæri sem þetta er mjög sjaldgæft erlendis. Næg atvinna hefur verið á Kópaskeri að undanförnu. Kópur frá Raufarhöfn hefur lagt þar upp úthafsrækju sem unnin hefur ver- ið í rækjuvinnslunni Sæblik. Ann- ars hafa aflabrögð verið heldur í slakara lagi nú síðustu daga eftir ágætan kafla þar áður. Heyskap í nágrenni Kópaskers er víðast hvar lokið og munu bændur almennt hafa náð inn heyjum sínum fyrir rigningarnar. Þó eiga enn einhverjir bændur á Sléttu ólokið heyskap en þeir gátu ekki byrjað jafn snemma og aðrir vegna lélegrar sprettu framan af sumri. Aðalfundur Flugfélags Norðurlands: Leiguflug til útlanda óx verulega Aðalfundur Flugfélags Norð- urlands hf. var haldinn 10. ágúst sl. Heildarvelta 1981 var kr. 10.990.266,00 og hagnaður kr. 219.725,00. Þótt reksturinn gengi vel á sl. ári var lausafjár- staðan fremur erfið. Nær öll föst lán félagsins eru hjá er- lendum bönkum. Félagið á 6 flugvélar og flugu þær samtals 3.839 stundir á vegum þess 1981. Ein þessara flugvéla af Twin Otter gerð, var leigð Flug- leiðum hf. mest allt árið. Fluttir voru 20.042 farþegar á áætlunarflugi, sem er 14% aukn- ing frá árinu áður. Vöruflutningar jukust einnig verulega, eða um 35% í 329 tonn. Áætlunarflug er frá Akureyri til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Grímseyjar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórs- hafnar, Vopnafjarðar,, Egils- staða og til Reykjavíkur um Ól- afsfjörð. Leiguflug til útlanda óx veru- lega frá því sem áður hefur verið, en Mitsubishi skrúfuþotan, sem keypt var á árinu, hentarmjög vel til slíkra verkefna. Twin Otter var á Grænlandi einn mánuð samfellt í þágu danskra aðilja, en auk þess voru margvísleg verkefni önnur á Grænlandi. Flogin voru 77 sjúkraflug auk þess sem fjöldi sjúklinga var flutt- ur með áætlunarflugvélunum. Mikið annríki var á flugvéla- verkstæði félagsins á Akureyrar- flugvelli. Þar vinna 5 flugvirkjar ásamt aðstoðarmanni. Auk þess að annast allt viðhald eigin flug- véla, sér verkstæðið um viðhald flugvéla Flugfélagsins Ernir hf. flestra einkaflugvéla á Akureyri auk varahlutasölu. Félagið hefur með höndum alla afgreiðslu flugvélaeldsneytis á Akureyrarflugvelli. Laxeldi við Höephners- bryggjuna Um 2000 gönguseiði voru í þró við Höephnersbryggjuna og var þeim sleppt á þriðjudagskvöld- ið. Seiðin voru fyrst sett í þróna uppi I Eyjafjarðará og síðan var þróin dregin í sjó fram þar sem seiðin voru höfð grunnt meðan þau voru að venjast saltinu. „Hugmyndin er sú að fá með þessu meiri endurheimt heldur en með því að sleppa seiðunum beint í ána,“ sagði Jóhannes Kristjáns- son bílaviðgerðamaður, en hann hefur mikið með eldið að gera. Seiðin voru fengin frá Norður- laxi, og voru þá 20-25 grömm að þyngd og um 12 cm löng. Þegar þeim var sleppt, á þriðjudaginn, voru þau orðin 35—40 grömm, feit og pattaraleg en þó ekki nema um 15 cm löng. Jóhannes sagði að búið væri að athuga hvort seiðin þyldu saltið í sjónum, og hefði sú tilraun sýnt að allt var í sómanum hvað það varðaði. Sleppiþróin sem seiðin voru í var nýlega keypt. Það er flot- hringur sem net gengur niður úr og heldur annar hringur - fylltur sandi - netinu strengdu. Þróin er tveir og hálfur metri að dýpt. Veiðimálastofnun hefur verið með samskonar þró í Lárósi, þar sem hún hefur gefið góða raun. Þróin er fyrst sett í þá á sem seiðunum er ætlað að ganga í, og seiðin þar sett í hana. Síðan er þróin dregin til sjávar til að seiðin geti vanist saltvatninu. Jóhannes sagðist ekki reikna með að seiðin gengju upp í ána næsta ár, en árið ’84 mætti reikna með þeim. „Því að töluvert af laxinum sem gengur upp í Eyjafjarðarána er 3 ár í sjó,“ sagði Jóhannes. # Afsökunar- beiðni til bíógesta Þeir brugðust fljótt við Borg- arbíósmenn þegar þeir lásu klausuna hér í S&S um kvik- myndina sem ruglaðist i sýn- ingu. Þeir voru að vísu búnir að reyna að hafa samband við eitthvað af þvi fólki sem þeir vissu fyrir víst að var á um- ræddri sýningu, en þegar þeir lásu greinina sáu þeir strax að þetta væri einmitt rétti vett- vangurinn fyrir afsökunar- beiðni til bíógesta. Báðu þeir S&S að koma á framfæri af- sökunarbeiðni fyrir þeirra hönd vegna þessa máls og jafnframt því að hefðu ein- hverjir sem sáu myndina og voru óánægðir áhuga á að sjá hana aftur og þá meö atburða- rásina í réttri röð væru þeir velkomnir á fimmtudags- kvöld (í kvöld), ókeypis. # „Viðerum bestir“ Stórbrotins misskiinings gættl að fjölmörgu leyti ( er- indi „Um daginn og veginn“ sem flutt var i útvarpið á mánudag. Þar fagnaði flutn- ingsmaður Norðurlandsdeild Ríkisútvarpsins en sagði síð- an að það væri skoðun margra að betra hefði verið að fá sjálfstætt byggðaútvarp án íhlutunar að sunnan. Heima- menn hefðu eingöngu átt að hafa með mál þetta að gera. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þetta einangrunar- sjónarmið og „við erum bestir“ - skoðun kemur fram. Þó að framtak Ríkisútvarps- ins með þessari deild opni nú möguleika á staðarútvarpi, sem örugglega verður unnið að af kappi, er hitt ennþá mikilvægara að norðamenn fái aukna hlutdeild í aðaldag- skrá útvarpsins. # Að koma sjónarmiðum á framfæri Það sem mest er um vert fyrir Norðlendinga og raunar alla þá sem búa á landsbyggðinni og telja sig hafa orðið afskipta í dagskrá útvarpsins er að koma sjónarmiðum sfnum á framfæri við þjóðina alla. Það verður vart séð að vera sunn- anmanna í útvarpsnefndinni hafi gert neitt illt. Málið komst farsællega í höfn. Ekki virðist heldur hafa skaðað afskipti Jónasar Jónassonarog ann- arra starfsmanna útvarpsins auk menntamálaráðherra, af málinu. Má raunar fullyrða að það hefði ekki tekið þá stefnu sem það gerði og svo fljótt sem raun varð á ef ekki hefðu um fjallað hagvanir menn innan stofnunarinnar. Það er t.d. kraftaverk að búið skuli að kaupa framtfðarhúsnæði fyrir útvarpið á Akureyri. „Heima- menn“ hefðu ekki komið því máli í kring.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.