Dagur - 20.08.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 20.08.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ „Eg get ekkí þagað lengur“ 5786 skrifar: Ég get ekki þagað lengur. Eru þessir háu herrar búnir að gleyma því sem Jón Björnsson sagði í útvarpinu í vetur. Hann skoraði á eldra fólk að minnka við sig húsnæði, þeir skildu hjálpa því til að fá minna hús- næði. Ein eldri hjón eru búin að sækja þrisvar sinnum um íbúð, en svarið er ávallt það sama: „Engin íbúðertil“.-Eru þaunú búin að selja ofan af sér og eru að fara á götuna. Það er hægt að hjálpa fólki sem varla nennir að vinna en mér finnst skömm að því hvernig búið er að öldr- uðum. Þetta eru ellilífeyrisþegar sem vilja kaupa húsnæði. Heyrst hef- ur að þeir sem vilja hjálpa sér sjálfir þurfi ekki á hjálp að halda, en það getur nú komið að því engu að síður. Ég held að hinir háu herrar ættu að sjá sóma sinn í því að búa betur að öldr- uðum en gert hefur verið til þessa. Ellilifeyrisþegar við vinnu á lóð Sambandsins. Aðalstræti 8. Hrafn Gunnlaugsson og bíómyndabröltid Hneykslaður bíógestur hringdi: „Mér þykir sem tími sé kominn til að setja lögbann á Hrafn Gunnlaugsson og allt hans bíó- myndabrölt. Hann hefur hvað eftir annað haft hrekklausa ís- lendinga að fíflum og nú síðast með lágkúrulegri klámmynd þar sem öllum lægstu hvötum mann- eskjunnar er hampað og þær meðhöndlaðar eins og skemmti- efni. Það sýndi sig vel strax í byrjun hverskonar hugsun virðist bær- ast hjá Hrafni, þegar hann gerði Blóðrautt sólarlag. Ekki var nú Óðal feðranna skárra. Allsstað- ar vaða lægstu hvatir mannanna uppi. Og ofan á allt þurfti Hrafn að misþyrma ágætu verki eftir Jökul Jakobsson, þar sem var Vandarhögg. Og nýjasta mynd Hrafns, Okkar í milli, er þó það alversta og lágkúrulegasta sem frá honum hefur komið. Klám og aftur klám, fíflaleg hegðun, misþyrming á þjóðararfleifð okkar, þjóðsöngnum. Þetta er landi og þjóð til skammar.“ Snyrtílegur frágangur Göngumaður skrifar Ég er öryrki og get því miður ekki unnið fullan vinnudag af þeim sökum. Verð ég að gera mér að góðu að ganga um götur bæjarins tímum saman og reyni ég að fylgjast vel með því sem ég sé að er að gerast þar sem ég fer um. Langt mál gæti ég skrifað um ýmislegt sem mér þykir miður fara í bæjarfélagi okkar, en læt það vera að sinni. Hinsvegar sé ég ástæðu til þess að vekja at- hygli á því hvað gert hefur verið við umhverfi Sambandsverk- smiðjanna nú í sumar. Þar var ellilífeyrisþegum sem starfað hafa hjá verksmiðjunum gefinn kostur á vinnu í sumar við að halda við og snyrta nánasta umhverfi. Þetta er geysilega þakkarvert. Þá er ekki síður ástæða til að þakka forráða- mönnum verksmiðjanna fyrir þann skilning sem þeir hafá sýnt á því að hafa snyrtilegt við vinnustað sinn. Snyrtimennskan er þar í hávegum höfð og gott fordæmi fyrir aðra. Fjaran og innbærinn: Aðalstræti 8 Tveggja hæða steinsteypt hús með háu risi og kjallara. Hús- ið er pússað að utan og málað, bárujárn er á þakinu. Tvær íbúðir eru í húsinu. Útbygging er við suðurgafl hússins þar sem er anddyri og bað íbúðar á neðri hæð, en ofan á útbygg- ingunni eru svalir. Saga: Á seinni hluta 19. aldar voru tvö hús á lóðinni, Nystuen eða Gamla-Möllerhús, sem stóð á horni Aðalstrætis og Lækjar- götu, og læknahúsið, sem var lít- ið eitt vestar á lóðinni. Ekki er ljóst hvenær þau voru byggð, en árið 1821 bjó þar Þórarinn, sonur Stefáns amtmanns Thor- arensen á Möðruvöllum. Nystu- en fékk nafnið Möllershús af E.E. Möller faktor, sem bjó í húsinu frá því skömmu fyrir 1840. Árið 1868 varð Þórður Tómasson læknir á Akureyri og bjó hann í læknishúsinu. Þórður lést árið 1973 og árið eftir varð Þorgrímur Johnsen skipaður héraðslæknir og þjónaði því í 20 ár. Bjó hann einnig í læknishús- inu. Síðan bjó Guðmundur Hannesson, læknir, í húsinu frá 1896 þar til hann flutti í nýbyggt hús sitt við Spítalaveg. Geir Sæmundsson varð prestur á Ak- ureyri árið 1900 og bjó hann í húsinu næstur manna. í brunanum mikla 19 des. 1901 brunnu öll hús sem á þess- ari lóð voru. Séra Geir byggði sér nýtt hús úr timbri á horni Aðalstrætis og Lækjargötu árið 1902 og fékk Sigtrygg Jónsson, trésmíðameistara, til að annast verkið. Húsið var ein hæð og portbyggt ris með kvisti á aust- urhlið og útbyggingu við suður- gafl. Grunnflöturhússinsvar9.5 x 7.5 m. Seinustu árin sem húsið stóð voru veggir þess klæddir stein- skífum en þakið bárujárni. Hús þetta brann í ársbyrjun 1929 og byggði þá Jón Geirsson, læknir,, tvílyft hús úr steinsteypu á lóð- inni sem enn er þar. Guðmund- ur M. Þorláksson í Reykjavík, teiknaði húsið og átti að vera valmaþak á því. Frá þessu var horfið og mænisþak var sett á húsið. Ein íbúð var í því til ársins 1954 en þá var því skipt í tvær. Árið 1971 var útskot við suður- gafl hússins stækkað og gert þar baðherbergi fyrir neðri hæð hússins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.