Dagur


Dagur - 20.08.1982, Qupperneq 5

Dagur - 20.08.1982, Qupperneq 5
MATUR Margrét Kristinsdóttir Við íslendingar erum nokkurn veginn sammála um að auka þátt grænmetis og ávaxta í fæðinu. Stærstu kostir þessara fæðuteg- unda eru, að samfara fáum hita- einingum fylgir þeim mikið úr- val af steinefnum og vitaminum, margar tegundir eru trefjaríkar og þar að auki eru þær fallegar, litríkar og freistandi. Gott er að hafa í huga við matreiðslu c-vitaminríks græn- metis að það er mjög viðkvæmt fyrir áhrifum súrefnis í andrúms- loftinu, sem breytir því fljótt í annað efni sem ekki nýtist okkur sem c-vitamin. Því ber að forð- ast að loft komist að grænmeti og ávöxtum, sérstaklega ef búið er að skera það mikið sundur og auka þannig yfirborðið. Best er að skera það niður rétt áður en það á að borðast, leggja plast yfir ef það þarf eitthvað að bíða - setja það út í sjóðandi vatn ef á að sjóða, hafa vatnið sem minnst og sjóða sem styst. Síðsumars er yfirleitt mest úrval af íslensku grænmeti. Það er bragðmeira og vitaminauð- ugra vegna hins langa sprettu- tíma, heldur en innflutt og því full ástæða til að nýta það sem mest og byrjahérá: Grænmetiskj ötsúpu af bestu eerð Bfni: llsoð 200-250 g nauta- eða lamba- kjöt skorið í teninga 4 gulrætur, hreinsaðar og skornar í bita 2 lárviðarlauf % tsk. rosmarin 2 msk. hrísgrjón 2-3 blaðlaukar, þvegnir og skomir í bita 1 lítið blómkálshöfuð, þveg- ið og hlutað ísundur Rauðkálssalat 1 lítið rauðkálshöfuð, skorið í örþunnar ræmur 1-2 tsk. salt 2 epli, þvegin ogskorin í ten- inga 1 lítill laukur, skorinn mjög fínt 1 dl olía 3 msk. edik eða sítrónusafi Setjið rauðkálið í lögum á disk, stráið salti á milli laganna, setjið farg ofan á og látið standa þann- ig um stund. Blandið síðan epl- um og lauk saman við og hellið olíu og sítrónusafa yfir. Blandið vel og berið með kjöt-, fugla- eða fiskréttum. Fyllt paprika 4 paprikur, þvegnar, klofnar að endilöngu, fræin hreinsuð úr 8-12 béikonræmur Fylling: 200 g hakkað nauta- eða kálfakjöt 1 tsk. salt, pipar 2-2lk dl rjómi, má vera vatn að hluta til 4—5 dl soðin, köld hrísgrjón Sjóðið paprikuhelmingana í léttsöltuðu vatni í 3-4 mínútur. Hrærið kryddi saman við hakkið; þynnið út með rjóman- um. Blandið hrísgrjónunum gætilega saman við. Skiptið fyll- ingunni í paprikuhelmingana og setjið þá í 'eldfast mót. Steikið í 200°C heitum ofni í um það bil 35 mínútur. Ausið því sem renn- ur úr réttinum öðru hverju yfir. Leggið beikonið yfir og látið það steikjast með síðustu 10 mínút- urnar. Berið tómatsósu með og e.t.v. hrærðar kartöflur. 100 g grænar ertur 2 tómatar, afhýddir og skornir niður salt efþarf, nýmalaður pipar og ögn af cayenne-pipar Aðferð: Setjið soð, kjöt, gulrætur, lár- viðarlauf og rosmarin í pott og sjóðið við vægan hita í 1 klukku- stund. Bætið þá blaðlauk, hrís- grjónum, blómkáli og ertum í og sjóðið áfram í 15-20 mínútur. Fjarlægið lárviðarlaufin og bæt- ið tómötum og kryddi í. Sjóðið í 5 mínútur. ur er kominn á réttinn. Ath. á sama hátt má fara með blómkái og hvitkál - en það síðarnefnda þarf aðeins styttri suðutíma ef um íslenskt hvítkál er að ræða. Þessi réttur getur verið sjálfstæð, létt máltíð með rist- uðu grófu brauði, eða sem með- læti með stórsteikum. Fylltir tómatar 8 þéttir tómatar salt og pipar Fylling: 1 lítill laukur, saxaður Blandið hrísgrjónum, því sem tekið var innan úr tómötunum, eggi og kryddi saman við. Setjið fyllinguna í tómatana og raðið þeim í smurt, eldfast mót, setjið smásmjörklípu yfir hvern og stráið ost yfir. Bakið við 220°C í um það bil 15 mínútur. Þennan rétt má nota sem forrétt eða aðalrétt og þá gjarnan með hrærðum kartöflum. Gulrófu- eða rauðrófubuff 2-4 gulrófur, eða rauðrófur, soðnar Glóðaður blaðlaukur 650g blaðlaukur, þveginn og skorinn í 4 cm bita 25 g lint smjör 1-2 msk. rifinn ostur (má vera meira) 2 tsk. sinnep, helst Dijon Sjóðið blaðlaukinn í léttsöltuðu vatni í um það bil 10 mínútur. Látið renna vel a honum og setj- ið í eldfast mót. Hrærið saman smjöri, sinnepi og osti og smyrj- ið yfir. Glóðið þar til gullinn lit- 1 lítil ds. sveppir, eða 100 g söxuð skinka 15-25 g smjör eða smjörlíki V2-I dl rjómi pipar eða paprika, salt 2 dl soðin köld hrísgrjón 1 egg Til að setja yfir: 15-25 g smjör eða smjörlíki 2 msk. rifinn ostur Þvoið tómatana, skerið efsta hlutann af og holið þá að innan. Stráið salti og pipar innan í. Ristið lauk og sveppi (eða skinku) í feitinni, bætið rjóma í. salt og pipar 1 egg 1 dl brauðmylsna smjör, smjörlíki eða olfa til steikingar söxuð steinselja Afhýðið rófurnar og skerið þær í V2—V4 cm þykkar sneiðar, stráið kryddi yfir. Veltið þeim upp úr eggi og brauðmylsnu og steikið þær í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Stráið steinselju yfir. Berið brúnaðan lauk og hrærðar kartöflur með. Grænmetl ÖÐRUM TIL FYRIRMYNDAR Það dylst engum að Opel Rekord er lúxus- bíll. Hvar sem á hann er litið, hvar sem í honum er setið og hvert sem honum er ekið þá er ekkert sem hægt er útá að setja. Opel Rekord er rúmgóður, þægilegur og eins öruggur og hugsast getur. Aflmikill, en neyslugrannur og endingin er slík að við endursölu er bíllinn sem nýr. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tíma, VÉIADEILD Ármúla3 CC 38900 OCTAVO 09.07

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.