Dagur - 20.08.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 20.08.1982, Blaðsíða 3
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum 24 þúsund gestír í þjóð- garðinn Ásrún Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður. „Ferðamannastraumurinn í þjóðgarðinn hefur aldrei ver- ið meiri en í sumar. Þetta er metár og gestir orðnir um 24 þúsund. Þá á ég bæði við í Ás- byrgi og í Vesturdal (Hljóða- klettum) og þá sem koma að- eins í dagsheimsókn og hina sem gista í tjöldum,“ sagði Ásrún Jóhannsdóttir, þjóð- garðsvörður í Jökulsárgljúfr- um, en garðurinn nær sem kunnugt er yfir Ásbyrgi, Hljóðakletta, Hólmatungur og Dettifoss. Þetta er fjórða sumarið sem Ásrún annast þjóðgarðsvörslu, en hún er ættuð frá Víkingavatni í Kelduhverfi. Á vetrum er hún við nám í frönsku. Gréta Ólafs- dóttir sálfræðinemi úr Öxarfirði vinnur einnig við vörslu í Vesturdal, ásamt Ásrúnu. „Það segir svolitla sögu um hvernig mér finnst að vinna hér að þetta er fjórða sumarið mitt. Þetta er mjög lifandi starf og samskiptin við fólkið og þessa fallegu náttúru eru skemmtileg. Staðurinn er einstaklega falleg- ur og fjölbreytilegur og hér er ég alltaf að sjá eitthvað nýtt,“ segir Ásrún. „Þolir þjóðgarðurinn þessa miklu ásókn sem verið hefur í sumar?“ „Með góðri skipulagningu gengur þetta. Tjaldstæðin í Vesturdal eru að vísu viðkvæm en ef við sjáum um að hreinsa vel til og hafa þau snyrtileg þá gengur fólk yfirleitt vel um. Nú stendur til að taka í notkun ný tjaldstæði í mynni Ásbyrgis. Þar verður reist aðstaða fyrir snyrt- ingu og fleira og áætlað að hefja framkvæmdir við annað húsið sem þar verður í haust. Það verður væntanlega komið í notkun næsta sumar ef vel gengur. Víða er mjög fagurt í Hljóðaklettum, ekki síst þar sem uppsprettulindimar mvnda læki sem bugðast niður að Jökulsónni. En varðandi ásóknina og hvernig landið þolir hana má nefna að það fer að verulegu leyti eftir veðri hvernig til tekst. Ef rigningar eru miklar þolir landið umferðina miklu verr.“ „Hvenær er ferðamanna- straumurinn mestur?“ „Mestur hluti gestanna kemur síðari hluta júiímánaðar og um og eftir verslunarmannahelgina. Líklega er um helmingur gest- anna þátttakendur í hópferðum sem fara þá gjarnan líka í Herðubreiðalindir og Öskju.“ „Er ekkert um það að fólk sé á slarki þarna?“ „Það heyrir til algjörra undan- tekninga að hér sé fólk á fylleríi. Hér er mest fjölskyldufólk og vilji fólk fjör fer það annað.“ „Ég tók eftir því að kindur voru nartandi í runnana í Hljóðaklettum. Er ætlast til þess að búfénaður sé í þjóðgarðin- um?“ „Nei, þær eiga ekki að vera þarna en sækja hins vegar mikið á þessar slóðir. Við reynum að gelta annað slagið og reka þær burt eftir því sem tími vinnst til,“ segir Ásrún og er svo þotin með það sama, því hún þarf að taka á móti eldhúsbíl einhverrar hópferðarinnar. Gréta var á fleygiferð um tjaldstæðið að hreinsa til og sýna fólki fram á að eftirlit væri með umgengni-þess. Ekki bar á öðru en störf þessara ötulu þjóð- garðsvarða bæri árangur. Tjald- gestir undu sér vel í rólegu og fallegu umhverfi, sem er raunar eins og annar heimur, ævintýra- land. Þó starfið sé erilsamt á köflum, eins og t.d. um verslun- armannahelgina þegar þær höfðu 500 manns í gistingu, eru þær líklega öfundsverðar af því. Ekki endilega af umgengninni og vegna kynnanna við fólkið sem þarna kemur og fer, heldur fyrst og fremst vegna snertingar- innar við þessa undurfögru nátt- úru sem er í þjóðgarðinum í Jök- ulsárgljúfrum. H.Sv. Séð ofan í Vesturdalinn. Hús þjóðgarðsvarðanna lengst til hægri. Myndir: H.Sv. 20. ágúst 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.