Dagur - 03.09.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 03.09.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Hestaþáttur sj ónvarpslns Laun 1 físk- iðnaði hærri en í verk- smiðjuiðnaði Meðaltekjur á verksmiðjum S.Í.S. hærri en í fiskiðnaði, var fyrirsögn á grein sem birtist í Degi 21. maí s.l. Könnun sem framkvæmdastofnun ríkisins gerði. Fulla ástæðu tel ég vera til að gera athugasemd við þessa grein þó seint sé. Þegar gerður er samanburður á launum í fisk- iðnaði og verksmiðjuiðnaði í verksmiðjum S.Í.S. verður að hafa í huga að vinnutími er mjög ólíkur í þessum tveimur greinum. í verksmiðjum S.Í.S. er vinnufyrirkomulag þannig að unnin er vaktavinna ýmist tvær vaktir eða þrjár, kvöldvakt er með 24% álag, næturvakt með 36% álag. Álag sem þetta er fljótt að hækka meðallaun starfsfólks í verksmiðjuiðnaði. En hver mundu verða laun í fiskiðnaði ef unnið væri á tveim- urvöktumogvinnulokkl. le.m. eða ef unnið væri allan sól- arhringinn? Það er ekki nokkur vafi að laun í fiskiðnaði yrðu langtum hærri en laun í verk- smiðjuiðnaði ef vinnutími væri sambærilegur. Ef á að taka til viðmiðunar sama vinnutíma. Hvort birting þessarar greinar hefur átt að vera tillegg í kjara- baráttu þá sem framundan var, skal ósagt Iátið en telja verður að slíkar fullyrðingar sem ég álít vera rangar og tel mig hafa fært rök fyrir, gefi ekki réttar upplýs- ingar, og séu ekki æskilegar þeg- ar framundan eru harðar kjara- deilur. Formaður Iðju félags verksmiðjufólks á Akureyri Kristín Hjálmarsdóttir. íþróttaáhugamaður skrifar: Fyrir ekki löngu birtist nýtt and- lit á sjónvarpsskermi okkar ís- lendinga og var hlutverk eig- anda þess að sjá um íþróttaþátt sjónvarpsins annan hvern mánu- dag. Þessi nýja sjónvarpsstjarna hefur svo sannarlega staðið sig með hinni mestu prýði, a.m.k. mega hestamenn varla vatni halda af ánægju með frammi- stöðu hans. Engu er líkara en að hestamennska sé skyndilega orðin vinsælasta íþróttagreinin sem stunduð er hér á landi og hefur sjónvarpsstjarnan sýnt okkur öll afbrigði þessarar íþróttar. Byrjunin var Landsmótið sem fram fór á Vindheimamelum og látum það vera að sýnt hafi verið frá þessari mestu hátíð hesta- manna. En í næsta þætti kom svo mynd af ferð hestamanna á leið á Landsmótið og var vand- lega tíundað hvar á landinu þeir voru á hverjum tíma og reynt að krydda lýsinguna með ýmsum skrautlegum orðum. Síðan þetta gerðist hafa hest- ar yfirtekið íþróttaþátt sjón- varpsstjörnunnar, eða því sem næst. Er svo komið að ekki er orðið opnandi fyrir íþróttaþátt- inn þegar sjónvarpsstjarnan fer þar með völd og mesta furða að hann skuli ekki vera farinn að hneggja sjálfur af öllu tilstand- inu. Hestamennska hefur hingað til ekki verið talin til íþrótta hér á landi og því til áréttingar má geta þess að íþróttasamband ís- lands hefur synjað hestamönn- um um aðild að þeim samtök- um. Það skýtur því skökku við þegar hestamaður sem tekur við stjórn íþróttaþáttar í ríkisfjöl- miðli leggur heilan þátt nær al- veg undir þetta efni. Þótt hann sé sjálfur áhugamaður um hesta (sem öruggt hlýtur að vera) ætti hann að skoða málið frá öðrum sjónarhomum og taka til við að sinna því sem fjöldinn vill. Óánægður með umferöarnefnd Ökuþór vildi koma á framfæri óánægju sinni með svokallaða umferðarnefnd Akureyrar. Hann sagði að lítil sem engin umræða væri um umferðarmál og sáralítið gert til að bæta úr þessum málum. Þyrfti helst slys til að eitthvað væri gert og þó nægði það engan veginn til í sumum tilfellum. Nefndi hann sem dæmi hornið á Hrafnagils- stræti og Þórunnarstræti. Það er mikið slysahorn og nú síðast í þessari viku sagði hann að tveir bílar hefðu skollið þar saman. Þarna hefðu orðið ofboðslegir árekstrar á liðnum árum en ekk- ert væri gert í málinu. Annað dæmi nefndi hann um ánalegt skipulag umferðarmála en það væri á horni Strandgötu og Glerárgötu rétt hjá Stefni. Menn væru í miklum vafa um það hvar þeir ættu að staðsetja bíla sína á ljósum þegar ekið væri um Glerárgötuna. Þeir sem kæmu að sunnan og ætluðu að beygja til vinstri reyndu að sjálf- sögðu að vera vinstra megin á götunni. Hvar ættu svo hinir að vera sem ætluðu beint áfram? Jú, líklega hægra megin, eins og þeir ætluðu að beygja til hægri. Þá ættu þeir hins vegar á hættu að rekast á bíla sem staðsettir væru vinstra megin og færu beint áfram. Þetta óvissuástand væri óþolandi. Þá vildi ökuþór minnast á þá hættu sem stafaði af því þegar stórum flutningabílum væri lagt við miklar umferðargötur, eins og t.d. norðan megin í Skógar- lundinum. Þeir byrgðu alla sýn bílstjórum sem kæmu úr Heið- arlundi og skapaðist oft hættu- ástand þarna. Oft hefði verið vakin athygli lögreglunnar á þessu máli en ekkert gerðist. Dónaskapur þingmaimsms Ólafs Ragnars 2647-0870 skrifar: Sjónvarpið flutti okkur s.l. þriðjudagskvöld umræðuþátt um Óugstöðvarmálið á Keflavik- urflugvelli, og var boðið til um- ræðna fulltrúum stjórnmála- flokkanna og að auki formanni bygginganefndar flugstöðvar- innar. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í þessum umræðum var Ólafur Ragnar Grímsson (hvað annað) og er framkoma hans í þættinum kveikjan að þessum skrifum mínum. Framkoma Ólafs var nefnilega þannig að ekki sæmir manni í hans stöðu sem þing- maður, og er furðulegt að stjórnendur utnræðuþátta í sjónvarpi skuli leita hvað eftir annað til þessa manns er þá vantar menn til umræðna. Látum vera með málflutning- in, en hann á sér þó vart hlið- stæðu. Því var það að þegar Ólafur sá að hann gat ekkert komist áleiðis með hugmyndir sínar og annarra Alla-balla, sem í þessu máli eru fáranlegar, þá sneri hann sér að því að yfirtaka þáttinn með frekjulátum, útúr- snúningum og stanslausum frammíköllum. Ég horfði á þennan þátt í hópi fólks, og get ég fullyrt að öllum er á horfðu þar hreinlega blöskraði fram- koma þingmannsins og dóna- skapur, enda ekki nema von. Það er lágmarkskrafa sem fólk gerir til alþingismanna að þeir sýni kurteisi er þeir koma fram í fjölmiðlum, og það jafn- vel þótt þeir eigi undir högg að sækja með vafasaman mála- flutning. Ólafur Ragnar hefur hinsvegar sýnt það hvað eftir annað að hann viðhefur ekki snefil af mannasiðum er hann tekur þátt í umræðum í sjón- varpi, hann yfirtekur allt og alla og slær um sig með niðrandi um- mælum um þá sem eru á önd- verðum meiði ef annað dugir ekki, og stanslaus frammíköll hans eru nánast óþolandi. Mikil þörf fyrir staða- eða svæða- símaskrár Símnotandi hringdi og kvaðst mjög ánægður með nýja upplýs- ingaritið um Akureyri. Hann sagði að sér fyndist þetta fram- tak eiginlega lýsandi dæmi um það eitt hve Póstur og sími hefði staðið sig illa. Mikil þörf væri fyrir símaskrár fyrir staði eins og Akureyri, ekki síst þegar tekið væri mið af doðrantinum sem símaskrá Pósts og síma væri, sem öll færi úr böndunum við minnstu notkun. Það væri raun- ar helvíti hart að til þyrfti að koma lögbrot svo neytendur fengju almennilega þjónustu. Hann sagði að Póstur og sími ætti að sjá sóma sinn í að gefa út svona litlar símaskrár fyrir stærstu staðina eða jafnvel fyrir ákveðin svæði. Ekki gæti verið mikið mál að gefa t.d. út skrá fyrir 96-svæðið. 2 - ,DAG,UR - 3. september .1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.