Dagur - 03.09.1982, Síða 5

Dagur - 03.09.1982, Síða 5
Það er skógínum nauðsyn að hann sé nýttur — spjallað vlð Tómas Inga OWch um skógrækt í Noregi og á íslandl í sumar var farin svokölluð skiptiferð íslenskra og norskra skógræktarmanna. Hópur norskra áhugamanna um skógrækt kom til íslands og vann hér að skógrækt og álíka hópur íslenskra áhuga- manna fór til Noregs, sömu erinda og var unnið þar í háif- an mánuð. Það voru menn af öllu landinu sem fóru. Þeir greiddu sjálfir fararkostnað, en gestgjafinn veitti þeim fæði og húsnæði. í sumar var farið tU fylkis í Noregi sem heitir Mæri og Raumsdalur. Einn af íslensku skógræktaráhuga- mönnunum sem heimsóttu Noreg í sumar, var Tómas Ingi Olrich. Dagur innti hann nánari fregna af ferðalaginu. „. . . allt vaðandi í gróðri.“ „Héðan fóru 60 manns, sem skiptust í tvo hópa og var unnið á tveimur stöðum í fylkinu. Annar hópurinn var á Tingvoll fyrri vikuna, í honum var leið- angursstjóri Bjarni Bjarnason borgardómari í Reykjavík. Hinn hópurinn, undir minni stjórn, var á stað.sem heitir Ör- skogsfjell, sem er nærri Ála- sundi. Eftir vikudvöl var síðan skipt um stað. Það sem gerði þessa ferð sér- kennilega og ánægjulega, var einkum og sérílagi það að nátt- úrufegurðin þarna er einstök. Firðirnir eru afar langir og djúpir, fjöllin há, sem gerir það að verkum að firðirnir eru mjög lygnir. Hlíðarnar eru skógi vaxnar milli fjalls og fjöru og snarbrattar. Við kynntumst mjög vel þessari sérkennilegu náttúrufegurð, sem er svo yfir- þyrmandi að maður verður raunar hálf mettaður af henni. Og Norðmennirnir eru að sjálf- sögðu líka orðnir mettaðir af henni, hættir að verða varir við hana. í þeirra augum eru nakin fjöll og hrikaleg fegurri en það sem við hrifumst mest af á þess- um stað, sem voru fjallshlíðarn- ar, fossamir, djúpir dalir ogfirð- ir en þó sérstaklega gróðurinn. Þarna er allt vaðandi í gróðri. Við áttum reyndar von á mikilli náttúrufegurð, en hún kom okk- ur samt á óvart. Og það sem er ekki síst merkilegt við hana, er það að hefðum við komið þarna um öld fyrr, hefði hún ekki verið slík. Landið var skóglaust um 1850.“ Skortir trú á skóginn „Skógræktin í þessu fylki er mjög merkileg fyrir þær sakir að á 19. öld var ströndin svo að segja skóglaus. Allt nágrenni Álasunds var skóglaust land. Ástæðan fyrir þessu var sú að aðkomuleið að skóginum var mjög auðveld. Það var hægt að sigla skipum inn firðina og auð- velt að ná timbri og nýta það. Eftirsóknin á þessum tíma var mikil og verð á timbri mjög lágt. Bændur seldu réttinn til skógar- höggs f 100 ár fyrir smápening. Fyrirtækin sem nýttu timbrið voru að hluta til erlend, og hugs- uðu ekkert um viðhald og vöxt skóganna. Þannig varð landið skóglaust á skömmum tíma. Og þetta, kannski öðru fremur, varð til þess að þarna var stofnað fyrsta skógræktarfélag Noregs. Skógræktarfélag Raumsdals- amts hét það og var stofnað Tómas Ingi Olrich. 1894. Þetta félag varð vísir að Skógræktarfélagi Mæris og Raumsdals, sem nú sér um skóg- rækt á þessu svæði; og hefur sennilega haft veruleg áhrif á stofnun Skógræktarfélagsins norska. Þetta var dálítið skemmtilegt fyrir okkur Eyfirð- ingana í ferðinni, því að við eig- um hér elsta skógræktarfélag á íslandi, stofnað 1930 - skömmu áður en Skógræktarfélag íslands var stofnað. Okkur þótti gaman að eiga það sameiginlegt með Álasundsbúum að vera braut- ryðjendur í skógræktarmálum. Þegar litið er yfir landið grun- ar mann ekki að það hafi verið skóglaust. Og skógræktin hófst eiginlega ekki fyrr en um alda- mótin, þannig að elstu tréin eru um 80 ára gömul. Það er einmitt sá tími sem skiptir sköpum í skógrækt. Athyglisvert er að lesa heimildir frá þeim tíma, þegar landið var skóglaust og skógræktarstarfið var að hefjast. Það var nefnilega alltaf sama viðkvæðið; menn sögðu, hér er ekki skógur og hér verður aldrei skógur. Með öðrum orðum, það skorti fullkomlega trúna á skóg- ræktina hjá öllum þorra almenn- ings. Það sama gerist á íslandi, menn trúa ekki á það sem þeir sjá ekki. Nú hvarflar það ekki að mönnum á Mæri og Raumsdal að segja svona nokkuð. Þó eru ekki miklar nytjar af skógunum enn sem komið er, þetta er ekki mikið skógræktarfylki.“ í næðingnum á Brekkunni Viðbrögð manna við fyrsta skógræktarstarfinu eru merkileg vegna þess að þau voru þau sömu og hér heyrast núna á ís- landi. Hér eru margir sem telja að skógrækt geti ekki þrifist nema sem tómstundagaman. Afstaða manna er raunar mjög svipuð eins og hún var um alda- mótin á Mæri og Raumsdal í Noregi. Þó höfum við fyrir okk- ur hér sönnunargögn um hið gagnstæða. Ef bornar eru saman myndir af Akureyri sem teknar eru um 1915, sér maður að Brekkan er gróðurlaus - að öðru leyti en því að hún er grasi vaxin. Og þegar fyrstu trjánum var plantað á Brekkunni, sem var við Menntaskólann um 1910, var það gert í trássi við trú al- mennings á þá framkvæmd. Fólk trúði því ekki að tréin gætu þrifist „í næðingnum á Brekk- unni“, eins og sagt var. Og Stef- án Stefánsson skólameistari, sem plantaði trjánum sjálfur, getur þess að menn hafi gert þetta í tilraunaskyni þótt ekki hafi margir trúað á að tréin gætu þrifist. Nú, 72 árum seinna, þurfa menn ekki annað en að ganga um Brekkuna til að sjá að tréin þrífast mjög vel þar, meira að segja svo vel að það getur jafnast á við trjávöxt víða í Nor- egi. Við vitum að þetta er hægt þó að fjárframlög til skógræktar beri vott um sömu vantrú og þá sem ríkti á Mæri og Raumsdal um 1850.“ Einstakar móttökur „Annað var það í þessari ferð ;em kom mér á óvart en það /oru móttökurnar sem við feng- um hjá Norðmönnum. Ég er því vanur að hljóta hlýjar móttökur í Noregi, en ég hef aldrei fengið aðrar eins viðtökur og þarna. Flestir sem ég kynntist voru vel að sér í sögu Noregs og íslands. Þeir vitnuðu óspart í íslendinga- sögur og Hávamál, og finna sterkt til skyldleika við okkur. Málið sem talað er á Suður- Mæri er ótrúlega líkt íslensku og átti það einnig sinn þátt í því hve kynnin urðu náin.“ Mengun frá álveri „Staðurinn sem við vorum á seinni vikuna, Tingvoll, er við Tingvoll-fjörðinn. Inn af honum gengur Sunndalsfjörður og innst í þeim firði er staður sem heitir Sunndalsöra; þar er mikið álver. Við báðum sérstaklega um að fá að skoða umhverfi álversins, því þetta er frægt álver vegna meng- unarinnar. Það verður að segjast eins og er að það sjást lítil merki um mengunina, svo lítil að við furðuðum okkur á því. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að á stóru svæði innar í firðinum hafa öll sígræn tré drepist. Norð- menn eru snyrtimenni og hafa fjarlægt þessi tré, en maður sér stubbana standa upp úr jörðinni og getur af því merkt hver skað- inn hefur orðið á trjám. Lauftré virðast ekki hafa orðið fyrir neinum skakkaföllum og heldur ekki barrtré sem fella barrið. Það kom einnig í ljós að bændur höfðu breytt um búskaparhætti vegna mengunarinnar. Til dæm- is er ekki hægt að ala upp kvikfé. Þegar það tekur út vöxt koma fram skemmdir í tönnum vegna flúormengunar. Það verður til þess að gripirnir geta ekki orðið mikið eldri en tveggja ára. Það er því ekki hægt að stunda ann- arskonar kvikfjárrækt en þá sem miðar að kjötframleiðslu, nema gripir séu keyptir fullorðnir. Margir bændur höfðu skipt um búskaparhætti og tekið upp ak- uryrkju í stað kvikfjárræktar. Nú, það voru eyfirskir bændur með í ferðinni og þetta vakti að vonum athygli þeirra. Þeir eru auðvitað uggandi vegna hug- mynda um byggingu álvers í Eyjafirði. Mengunarvarnir hafa aukist verulega, en engu að síður er mengunin mikil, sér- staklega fyrst þegar álverið er sett í gang. Það er hæpið að reikna með öðru en að mengun verði mikil í sambandi við svona verksmiðju í Eyjafirði. Meng- unin á hvert tonn er að vísu minni en áður var, en kostn- aðurinn við að setja upp varnirn- ar kallar á aukna framleiðslu, þannig að norsk eftirlitsnefnd við Sunndalseyri heldur því fram að heildarmengunin sé jöfn og áður, þrátt fyrir allar meng- unarvarnir. í héraði eins og Eyjafirði, þar sem mjólkurframleiðsla er einn mikilsverðasti þátturinn í land- búnaði, bregður mönnum óneit- anlega í brún við að sjá fram á að geta ekki alið upp nautgripi." Beitiskógur - Hvað var það sem kveikti áhuga þinn á skógrækt? „Það er of löng saga að segja frá því. En ég get fullyrt að ég öðlaðist sannfæringu um að hægt væri að rækta nytjaskóga á íslandi, þegar ég var í Troms- fylki í Norður-Noregi, 1979. Þar, miklu norðar en Island er, eru aðstæður slíkar að út við ís- hafið vex enginn gróður. Þegar komið er inn úr fjarðarmynnum vex kjarr sem minnir á íslenskan birkigróður í útsveitum. Þegar innar dregur teygja hríslurnar úr sér og eru orðnar að nýtanlegum skógi í dölunum. Þar er rekinn skógarbúskapur af fullum krafti. Þó er meðalhiti sumarmánað- anna lægri en hér. Það er ekki veðurfarið sem veldur því að hægt gengur að rækta skóga hér. Það er lítil trú ráðamanna á notagildi skógræktar. í skógum í Norður-Noregi sáust kýr og sauðfé á beit. Þar er beitiland mun gróskumeira og gjöfulla en hér er, og það er fyrst og fremst skógunum að þakka. Beitiskóg- ar er því hugtak sem við íslend- ingar mættum kynnast. En rækt- un beitiskóga er annað en sú dapurlega rányrkja sem leifarn- ar af íslensku lerkiskógunum verða enn að þola. Það er skóginum nauðsyn að nýta hann. Það þarf að grisja hann og hirða vel, annars verður hann ekki til gagns. Það má líka beita hann ef það er gert með fullum skilningi á eðli og þörfum skógarins. Hann er auðlind sem endurnýjar sig.“ 3.' september 1982-'ÐAGUR—5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.