Dagur - 03.09.1982, Page 6

Dagur - 03.09.1982, Page 6
svona uppteknir af öllu allsstaðar, eins og þú varst? „Ja . . . þegar maður hefur reynt svona margt situr maður ó- neitanlega uppi með mikla reynslu - og reynsla hlýtur alltaf að vera góð. Hún skapar innsýn í flesta kima „unglingavandamáls- ins“ og eykur kannski - og von- andi - skilning á því máli.“ - Og þann skilning skortir? „Já, ég held að sú kynslóð sem nú er foreldrar unglinga hafi á sín- um unglingsárum lifað í ákveð- innLlægð eftir hart stríð. En nú lifa unglingar í svo gjörólíkum heimi miðað við þann sem for- eldrar þeirra lifðu í. Þannig að nú er allt annað unglingavandamál en áður var, vandamálin breytast kynslóð fram af kynslóð. Það sem einkennir unglingavandamálið núna er rótleysi, mín unglingsár einkenndust af þrotlausri leit að gærdeginum. Ég er barn augýs- ingakynslóðarinnar, var 8 ára . . byrjaði Dixan að hafa hemil á froðu.“ Allt í öllu „Ég er sonur Díu og Gunna.“ - Og hver eru þau? „Pabbi er Gunnar Þorsteinsson og er vélstjóri. Mamma heitir Þórdís Þorleifsdóttir og vinnur hjá Félagsmálastofnuninni." - Og þú hefur á þínum yngri árum verið ósköp venjulegur ís- lenskur strákur. „Jájá, ég var óskaplegur flauta- þyrill og stoppaði helst aldrei. Maður vildi prófa allt og gat aldrei hrifist af neinu öðruvísi en þurfa endilega að reyna það sjálfur. Það heitir víst að vera idjótískur. Ég stoppaði alltaf skamma hríð í hverju viðfangsefni - hljóp svo í annað. Já, ég hef jafnvel prófað fallhlífarstökk, held ég hafi stokk- ið einum 12-13 sinnum. Svo fékk ég fjallabrjálæði - mátti ekki sjá fjall öðruvísi en verða að klifra upp á það. Nei, þetta eru nú kannski ýkjur. En útilífsidjót var ég. Og ekki nóg með að ég væri í öllu, ofan í kaupið þurfti ég endi- lega að troða mér í stjórnir í öllum hugsanlegum félögum sem ég var í. Og í rökréttu framhaldi af þeirri áráttu er ég núverandi formaður í Aðdáendaklúbbi Ingibjargar Þorbergs." - Aðdáendaklúbbi Ingibjargar Þorbergs? „No comment." Barn augtýsingakynslóöar - Svona eftir á, þegar þú ert orð- inn ráðsettur ríkisstarfsmaður; er það gott fyrir unglinga að vera ,. . . kenna mér að lesa og skrifa . . .“ Svo eitt kvöldið fékk ég spark . . .“ Það er næstum því sama hvernig tilurð okkar ber að, við erum vart komin á legg, er við byrjum að puða við að halda í okkur tórunni. Þó að það teljist sennilega auðvelt á þessum síðustu og bestu tímum. Um leið erum við flest í sífelldri samkeppni við aðra, og úrþví það telst ekki sigur í þeirri samkeppni að tóra, reynum við oft að „verða eitthvað“. Auðvitað er teygjanlegt hvað þetta „eitthvað“ er, en æði oft er það falið í því að verða „nafn“, og þar af leiðandi fast- ur gestur í fjölmiðlunum. (Var ekki einhverntíma sagt að allir íslendingar væru fjölmiðlasjúkir?) Þá er um að gera að aðhafast eitthvað sem dregur að blaðamenn. En hvað það er, er auðvitað misjafnt. Ungur maður hér í bæ heitir Þor- steinn Gretar Gunnarsson, 21 árs, nýútskrifaður stúdent og er um það bil að „hoppa út í Iífið“. Auk þess er hann á góðri leiö með að verða pabbi í fyrsta sinn. Hans ektakvinna er Svanhvít Jóhannsdóttir, 21 árs. En þar eð Þorsteinn er ekki „nafn“ verðum við að byrja á ættfræði, og spyrja hverra manna maðurinn sé. 6 - DAGUR - 3. september 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.