Dagur - 03.09.1982, Síða 7

Dagur - 03.09.1982, Síða 7
ar gtu þegar sjónvarpið kom hingað til Akureyrar og þá strax byrjaði Dixan að hafa hemil á froðu. Eg á við, allir keppast um að bjóða hamingju á kjarapöllum og maður hljóp eftir hverju gylliboð- inu á fætur öðru í leit að hamingj- unni. Og maður var ekki hættur að hugsa um eitt, þá var annað komið þar ofan á því að framboð- ið var svo mikið. Þannig að maður sá aldrei blekkinguna í þessu.“ Skipulögð tilvera - Hefurðu nú komið auga á blekkinguna? „Gryfjan sem við erum í er að bjóða unglingunum allt fyrirhafn- arlaust. Þeir fá aldrei að spreyta sig sjálfir. Við getum tekið skól- ann sem dæmi, strax frá byrjun gefur hann stundatöflu og skipu- leggur þannig tilveruna alla leið Í| „Unglingarnir fá aldrei að spreyta sig upp í 9. bekk. Og það eru jafnvel félagsmálamiðstöðvar í sumum skólum þannig að krakkarnir geta verið þar allan sólarhringinn. Slíkt er auðvitað gott að því leyti að það veitir vernd og aðhald. En inn í þetta vantar það sem við get- um kallað „að búa þau undir lífið.“ Því þegar svo komið er upp úr 9. bekk er skyndilega ekki lengur þessi skipulagning skólans fyrir hendi og þá stendur ráðvillt- ur unglingur frammi fyrir þeirri stóru spurningu - hvað á nú að gera? Og það hvað verður gert ræðst oftar en ekki af móralnum sem er ráðandi í klíkunni. Ég, á mínum tíma, kom upp úr 8. bekk og átti þá að fara eitthvað annað. Innst inni blundaði draumurinn um að „ganga menntaveginn", og því þá ekki að fara í Gagnfræðaskólann og landspróf? En það var dálítið rosalegt. Allir kennararnir voru nýir og hver einastir bekkjarfélagi sömuleiðis, auk þess hafði maður heyrt heldur ljótar sögur úr Gagg- anum. Þar var stælgæjahátturinn í hávegum hafður og maður varð auðvitað að vera eins og hinir. Vera hinn sanni „gagnfræða- skólaskríll." Enda féll ég á landsprófi. „Helvítis fíflin“ Og þá var maður orðinn eins og partur sem passaði hvergi inn í púsluspil. Mér fannst að tilveran - kerfið - hefði afneitað mér, en ekki ég tilverunni. Ég hélt lengi að ölhi væri lokið, En þetta fall vitkaði mig óneitanlega mikið.“ - Hverjar eru tilfinningar ung- lings gagnvart tilveru sem honum finnst hafa afneitað honum? „„Helvítis fíflin.“ Það er reiði. Maður er reiður við allt og alla. Nema sjálfan sig, því auðvitað var þetta „þeim“ að kenna. Nú, þeir sem náðu lansprófinu fóru í menntaskóla, en við hin í gagnfræðapróf. Það var á þeim tíma sem ég sökkti mér hvað dýpst í félagslífið - var idjótískur eins og ég nefndi áðan. Ég veit ekki alveg hvað olli því - senni- lega hef ég ætlað að sýna sjálfum mér, og þó sérstaklega öðrum, að ég væri einhvers megnugur." Malbikaður menntavegur „Ég stóðst gagnfræðaprófið með miklum sóma. En til að byrja með var menntaskólasetan upp og ofan, þó tókst menntaskólanum að kenna mér að lesa og skrifa - nokkuð sem öðrum skólum hafði sést yfir að gera. Ég er ekki að lýsa frati að neðri skóla,það er að mínu mati hlutverk menntaskóla að kenna fólki að lesa og skrifa. í menntaskóla, sérstaklega 2 seinni árin, veitist manni tími til að hugleiða sjálfan sig og stað- setja sig í tilverunni.“ - Og hver var þín niðurstaða? „Ég er búinn að afreka fjandi mikið og það er fyrst núna, eftir 15 ára skólagöngu, sem ég stend frammi fyrir valinu - menntaveg- inn eða ekki.“ - Ætlarðu menntaveginn? „Já, ég ætla að ganga hann mal- eskju, að við ættum von á barni, urðum við náttúrlega ofsalega hamingjusöm, en umfram allt spennt og óviss. Þetta var allt svo óraunverulegt. Ég átti óskaplega erfitt með að sjá fyrir mér hvít- voðung, sá frekar einhvern „leik- félaga" - dúkku jafnvel. En við það að fylgjast með þroska barns- ins í móðurkviði hef ég smám saman gert mér grein fyrir því að þarna inni er barn. Fyrst var það bara lítil dálítið hörð kúla - ein- hver hlutur - en eitt kvöldið fékk ég spark frá þessari kúlu. Og þetta spark var geysilega mikils virði. Það varð til þess að ég áttaði mig á því að þarna myndi fæðast barn sem biði þess að við, foreldrarnir, önnuðumst það. Svo fór það að verða stekara, spörkin fóru að sjást, maður sá móta fyrir höndum, fótum og höfði. Og þannig fengum við - bamið og ég - sameiginlegan undirbúning fyrir þá stóru stund, fæðinguna.“ Kúkur í bleyju bikaðan. Sjáðu til,égeróumræði- lega bjartsýnn um þessar mundir og sé ekkert til fyrirstöðu.“ - Hvernig er hægt að vera hamingjusamur á þessum síðustu og verstu, þegar landið virðist á góðri leið með að fara á hausinn? „Við sem komum til með að erfa landið verðum að vera bjartsýn. Við vitum af stóru skyss- unum - til dæmis kjarnorku- sprengjunni, dótinu á Miðnes- heiði og Ronald Regan. Við höf- um orðið vitni að flestum þessum skyssum og af þeim má draga mikinn lærdórn." - Hvernig getur maður ákveð- ið að vera bjartsýnn, hlýtur ekki að ráðast af aðstæðum hvort það er hægt? „Þú getur ekki sagt einum né neinum hvernig hann á að vera, heldur verður hann að skilgreina aðstæðurnar útfrá sjálfum sér. Hver og einn er nafli síns heims og ef nafli heimsins breytist, breytist heimurinn.“ Kúlan sparkaði - Um hvað snýst þinn heimur núna? „Litlu fallegu konuna mína og barnið sem við eignumst bráðum.“ - Er það soldið spes að verða pabbi? „Auðvitað hlýtur það að vera spes. Barn, altént þetta barn, er skilgetið afkvæmi ástar og það hefur verið mér mikils virði að fylgjast með þroska þess í móður- kviði. Þegar við fengum þessa vitn- - Hvaða augum leistu föðurhlut- verkið á þínum yngri árum? „Feður voru fullorðnir menn sem voru í vinnunni, og fóru í bíl- túr með fjölskylduna um helgar og gáfu manni ís. Ég sá sjálfan mig aldrei sem slíkan, þetta var svo fjarlægt. Mér virðist oft á fólki að hlut- verk föðursins um meðgöngutím- ann sé bundið við að „vera við- staddur“, en það er miklu meira. Móðirin er spurð um allt - ekki bara heilsuna, heldur líka böð og bleyjur og allt sem því viðkemur. Faðirinn hinsvegar í mesta lagi: „Hlakkarðu til?“ Meðgangan hef- ur ýmsar aukaverkanir í för með sér fyrir föðurinn. Það er stað- reynd að konan breytist þegar hún gengur með barn og þeim breytingum þarf maðurinn að mæta. Ég geri mér grein fyrir því að þegar barnið verður fætt bíður mín ofboðslegt verkefni. Velferð barnsins byggist að miklu leyti á því hvernig okkur tekst að ala það upp. Barnið gerir miklar kröfur til mín og ég sem faðir vil alls ekki bregðast því. A þessum rúmu sjö mánuðum sem þetta hefur allt verið að gerjast, hef ég breyst geysilega mikið í allri hugsun. Fyrst var ekkert samasemmerki milli barnsins og alls þess sem ungbarn þarfnast. En nú er ég farinn að stansa við barnafataverslanir og skoða. Sjá „litlu fötin“, og þá kemur upp hugsunin „Ó þetta er sætt!“ Ég veit svo sem ekki hvern- ig þetta verður allt þegar barnið er fætt, en ég hugsa að kúkur í bleyju verði yndislegur. En stundum læðist að manni hræðsla og ýmsar vangaveltur um heilbrigði barnsins - hvort ekki verði allt í lagi. Þótt ekkert bendi reyndar til annars. Þó að maður sé á fullu í lífsgæðakapphlaupinu, til dæmis að versla í Hagkaupum milli klukkan 6 og 7 á föstudög- um, eiga slíkar hugsanir til að skjóta upp kollinum og ryðja öllu öðru til hliðar. Og það er nauð- synlegt að foreldrar ræði þetta mál og búi sig undir það í samein- ingu ef eitthvað yrði að. En svona þér að segja er ég al- veg handviss um að þetta barn verður algjört súpereintak." Myndir og texti: KGA 3. september 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.