Dagur - 03.09.1982, Síða 11

Dagur - 03.09.1982, Síða 11
Myndlistarsýning á Siglufirði — Helgi Jósefsson Vopni sýnir þar í Ráðhúsinu Helgi Jósefsson Vopni, opnar málverkasýningu í Ráðhúsi Siglufjarðar í dag, en þar sýnir hann olíumálverk, olíupast- elmyndir og leirlistarverk, og eru alls 30 verk á sýningunni. Helgi Jósefsson Vopni stund- aði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1967-1968 og við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1970-1974. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar, í Stóru-Tjarnaskóla 1979, á Vopnafirði 1980, í Eden í Hveragerði 1981 og á Vopna- firði fyrr á þessu ári. Sýningin stendur til sunnu- dagskvölds og er opin frá kl. 16 til 22. Iþróttir uiii helgina Mesti íþróttaviðburður helgar- innar í íþróttalífinu hér á Akur- eyri er tvímælalaust viðureign KA og Víkings í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu sem fram fer á morgun kl. 14. Leikurinn er geysilega mikil- vægur fyrir bæði liðin. KA þarf nauðsynlega að krækja sér í stig- in tvö sem í boði eru til að verj- ast falli í 2. deild, og íslands- meistarar Víkings sem eru í efsta sæti deildarinnar gætu allt að því gulltryggt sér fslands- meistaratitilinn með sigri. Sem sagt: Mjög mikilvægur leikur fyrir bæði liðin. Þróttur R. - Þór Þróttarar hafa þegar tryggt sér sigur í 2. deild, og sæti í 1. deild- inni að ári. Þeir leika því af- slappaðir ef að líkum lætur og pressan verður öll á Þórsurum. Væntanlega spila Þórsarar upp á það að ná öðru stiginu, en það myndi gulltryggja liðinu 2. sætið í deildinni og um leið 1. deiidar sæti 1983. Þessi leikur verður leikinn í Reykjavík um helgina. Þá leika Völsungar og Fylkir á Húsavík kl. 14 í 2. deildinni. Golf Opna Volvo-mótið verður háð hjá Golfklúbbi Sauðárkróks. Þetta er 18 holu mót með og án forgjafar, og verður keppt í karlaflokki. Hjá Golfklúbbi Ak- ureyrar verður keppt um „Nafn- lausa bikarinn" og leiknar 18 holur. Og loks má geta um firmakeppni hjá Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Leikmenn KA og Þórs verða í eldh'nunni um helgina. Passíukórinn að hefja starfsemi Ellefta starfsár Passíukórsins er nú að hefjast og eru mörg og fjölbreytt verkefni á efnis- skránni að vanda. Á síðasta starfsári voru meðlimir kórsins um 40, nokkrir þeirra hafa flutt úr bænum eða sjá sér ekki fært að starfa með í vetur og vantar því nokkuð af söngfólki, einkum karlmönnum. Meðal verkefna síðasta vetrar má nefna Messías og African Sanctus, en hið síðar- nefnda var flutt fyrir fullu húsi í íþróttaskemmunni og síðan í ís- lensku óperunni sem liður í Listahátíð í Reykjavík. Flutn- ingur kórsins á þessu verki vakti mikla athygli enda verkið okkur íslendingum framandi. Verk- efnaval á því starfsári sem nú fer í hönd verður ekki síður fjöl- breytt og spennandi fyrir unga sem aldna. Fyrstu tónleikar eru fyrirhugaðir í byrjun desember en þá verður flutt Petite Messe Solenelle eftir G. Rossini hér á Akureyri og væntanlega einnig í nágrannabyggðum. Þetta er verk fyrir einsöngvara og hljóm- sveit. f febrúar er fyrirhuguð sjónvarpsupptaka á Via Crucise eftir F. Liszt, það er verk fyrir kór, einsöngvara og orgel og verður einnig flutt á Akureyri fyrir páska og e.t. v. víðar. Loka- verkefni starfsársins verður væntanlega Mass eftir L. Bern- stein. Þetta verk hefur aldrei verið flutt utan Bandaríkjanna svo okkur sé kunnugt, en það var frumflutt við opnun menn- ingarmiðstöðvarinnar í Wash- ington (Kennedy Center) 1971 undir stjórn höfundar. Þetta er allviðamikið verk sem hægt er að fly t j a á tvo-þrj á vegu þ. e. sem kórverk eða sviðsett fyrir tvo kóra og dansara með tilheyrandi hljóðfæraleik og ljósadýrð. Hvernig uppfærslan verður hér er ekki afráðið en öruggt má telja að mikið líf verður á svið- inu. Stjórnandi Passíukórsins er sem fyrr Roar Kvam og æfingar munu fara fram í Tónlistarskól- anum á miðvikudögum kl. 20.00 og á laugardögum kl. 5.00 (hæfi- legt að fara heim úr Fjallinu þá). Sem fyrr segir vantar nokkuð af söngfólki og eru þeir sem áhuga hafa velkomnir að mæta á æfingu og kynnast starfseminni en upplýsingar má einnig fá í símum 25244 , 23297 og 24769 og hjá kórfélögum um allan bæ. Stjórnin. Leikfelag Akureyrar hefur í hyggju að styrkja og auka tengslin við áhugaleikfélögin á Norðurlandi. Um miðjan október ætlar LA að gangast fyrir námskeiðum sem haldin verða í Samkomuhúsinu yfir eina helgi, 15.-17. október. Þáttakendur geta valið um fram- sagnarnámskeið, ieiktúlkunar- námskeið, námskeið í grímugerð og leiktjaldasmíði og námskeið í ljósabeitingu og Ijósatækni. Leið- beinendur á námskeiðunum verða nokkrir fastir starfsmenn leikhússins. í upphafi námskeiðsins gefst þátttakendum kostur á að sjá sýn- ingu á Atómsstöðinni eftir Hall- dór Laxness í leikgerð og leik- stjórn Bríetar Héðinsdóttur. Það er einnig von leikfélagsins að áhugaleikfélög í nágranna- byggðum hiki ekkivið að leita til LA eftir leiðbeinendum og ann- arri aðstoð sem leikfélagið gæti veitt þeim. LA með námskeið Nunnur í heimsókn Næstkomandi þriðjudagskvöld árið 1944, er fjöldi fólks lét lífið. klukkan 20,30 verða lútherskar Víðtæk ferðalög einkenna m.a. nunnur sem tilheyra reglu starfsemi systranna. Þær heim- svokallaðra Maríusystra með sækjasöfnuðiogkirkjursemóska almenna samkomu í Akureyr- eftir samkomum, helgarsamver- arkirkju, en frá föstudegi tilum eöa kyrrðardögum með sunnudags verða þær í Löngu- biblíutímum eða öðrum samver- mýri í Skagafirði. um- Þar eru ,m a; sy,ndar sku8ga- myndir og eigtn kvikmyndir sem Systrafélag þetta á rætur að boða fagnaðarerindið á lifandi og rekja til vakningar í biblíuhópum markvissan hátt. meðal unglinga á tímum loftárás- Samkomur systranna eru öllum anna áDarmstadt í V.-Þýskalandi heimilar. Sigfós Halldórs- son á Grenivík Um helgina gengst Lionsklúbb- urinn Þengill fyrir menningar- viðburði á Grenivík. Sigfús Halldórsson sýnir 30 vatnslita- myndir frá Grenivík og Höfða- hverfi, og verður sýningin í skólahúsinu. Sýningin verður opnuð klukkan hálf níu á föstu- dagskvöld og verður opin laug- ardag og sunnudag klukkan 14- 22, sýningargestir munu eiga kost á kaffiveitingum á staðnum, og sér kvenfélagið Hlín um þá hlið. Klukkan tvö á laugardaginn verður samkoma þar sem Friðbjörn G. Jónsson syngur lög Sigfúsar við hans undirleik. Þar verður einnig les- ið úr bókinni Sigfús Halldórsson opnar hug sinn, eftir Jóhannes Helga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. NÝJA BÍÓ Um þessar mundir standa yfir sýningar í Nýja bíó á Akureyri á hinni frægu mynd „Byssurn- ar frá Navarone“, en þetta er heimsfræg verðlaunamynd í litum og fjallar um afrek skemmdarverkahóps í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er gerð eftir samnefndri met- sölubók Alistair McLean. Fjöldi frægra leikara fer með hlutverk í þessari miklu mynd, og nægir að nefna nöfn eins og Gregory Peck, David Niven og Anthony Quinn í því sambandi. Sem fyrr sagði fjallar myndin um afrek skemmdarverkahóps í síðari heimsstyrjöldinni. Byss- urnar í Navarone varna því að sund nokkurt í Grikklandshafi sé notað af bandamönnum. Byssurnar eru grafnar djúpt í kletta og ómögulegt að gera árás á þær úr lofti eða af sjó. En þess- ar þýsku byssur verður að eyði- leggja hvað sem það kostar og . . . 3. september 1982 - DAGUR -11 „wi'. >u ~ ií

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.