Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 3
Verðmunur á íbúðum í Reykjavík og á Akureyri hefur minnkað á árinu „Ef við lítum á hækkun íbúða á Akureyri frá fyrsta ársfjórð- ungi 1981 til fyrsta ársfjórð- ungs í ár hefur hún verið 68%. Á sama tíma varð hækkunin í Reykjavík hinsvegar 77%. Og ef við tökum tölur úr Reykja- vík frá aprfl 1981 til aprfl á þessu ári þá er hækkunin í Reykjavík um 100%,“ sagði Stefán Ingólfsson hjá Fast- eignamati ríkisins er Dagur spjallaði við hann fyrir helg- ina til að forvitnast um íbúða- verð á Akureyri samanborið við Reykjavík og ýmislegt í þeim dúr. „Það virðist hafa verið sölu- tregða á 4. ársfjórðungi á síðasta ári á Akureyri. Af þeim gögnum sem ég hef í höndunum má hins- vegar ráða að það komi alltaf miklar hækkanir á Akureyri upp úr áramótum, ekki minni en í Reykjavík. Þetta virðast vera árvissar hækkanir á Akureyri og er eina undantekningin frá þeirri reglu sem mér virðist vera að hækkanir á Akureyri gangi yfir- leitt mun jafnara yfir allt árið en í Reykjavík. Hækkunin frá síð- asta ársfjórðungi 1981 á Akur- eyri til fyrsta ársfjórðungs 1982 er um 30% en ekki nema um 20% í Reykjavík. Það virðist vera að þessi hækkun sem kom upp úr ára- mótunum núna hafi haldið leng- ur áfram á Akureyri. Hinsvegar seldust eignir á fyrsta ársfjórð- ungi í ár þannig á Akureyri að útborgunin var tiltölulega lítil. En ef við lítum á þetta frá öðru sjónarhorni og tökum árið 1981 allt þá hef ég ekki séð jafn lága útborgun. Hún er í 72% en var til jafnaðar á öllu árinu 1980 75%. Á sama tíma og þetta ger- ist er hækkun á staðgreiðslu- verði um 30% almennt. Ég veit varla hvaða ályktun er hægt að draga af þessum tölum, hvort þetta sé vegna þess að kaupendur fasteigna á Akureyri hafi minna fé á milli handanna og að seljandinn neyðist þess vegna til að lána meira heldur en áður var. En hvað sem því líður þá er mjög óvenjulegt að sjá út- borgunina svona litla, og það einmitt í þenslumánuðum. Á sama tíma og útborgunin er svona lítil á Akureyri þá er hún komin í um 77% í Reykjavík að jafnaði og þarna er greinilega munur á.“ Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér mun hafa verið nokkuð stöðug hækkun á söluverði íbúða á Akureyri á þessu ári. Stefán Ingólfsson sagði okkur að ef þetta væri staðreyndin þá væri munurinn sem var í vor á íbúðaverði í Reykjavík og Akureyri að minnka. „íbúðaverð hefur stað- ið nokkuð í stað í Reykjavík og hækkunin síðan í apríl er mjög óveruleg. Ef þessar upplýsingar um hækkunina á Akureyri eru réttar þá getur sú hækkun numið um 20% á sama tíma og ekkert hefur hækkað að ráði í Reykja- vík.“ - Hvaða upplýsingar hefur þú handbærar þannig að hægt sé að sjá svart á hvítu verðmismun á ákveðinni stærð íbúðar á Ak- ureyri og í Reykjavík? „Tökum sem dæmi 3ja her- bergja íbúð á 1. ársfjórðungi 1982. íbúð á Akureyri, rétt um 80 fermetrar. Hún var þá seld á 437 þúsund og útborgunin 304 þúsund. Þetta gerir 5500 krónur á fermetra í söluverði. íbúð í Reykjavík sem var ívið minni .eða um 74 fermetrar, seldist á 644 þúsund og útborgunin var 501 þúsund. Verð á hvern fer- metra í Reykjavík var sam- kvæmt þessu 8850 krónur. Þessi munur hefur hinsvegar breyst, og munurinn hefur ein- mitt verið mestur á litlum íbúð- um eins og þessum. Litlu íbúð- irnar í Reykjavík hækkuðu mikið í verði, en það hefur ekki verið jafn mikil spenna á Akur- eyri. Ég hef handbærar upplýs- ingar um verð á hvern fermetra frá því í árslok 1980 á Akureyri og það lítur þannig út: í árslok 1980 2950 kr. pr. fm 1. ársfj. 1981 3650 kr. pr. fm 2. ársfj. 1981 4350 kr. pr. fm 3. ársfj. 1981 4300 kr. pr. fm 4. ársfj. 1981 4800 kr. pr. fm 1. ársfj. 1982 5800 kr. pr. fm „Þessar tölur eru e.t.v. ekki fyllilega sambærilegar þótt þær gefi góða mynd, því stærð íbúða kann að vera breytileg á milli ársfjórðunga. Það er því mjög áberandi með þriðja ársfjórð- ung 1981 að verðið er þá lægra en ársfjórðunginn á undan og því veldur án efa að meiri sala hefur verið í stærri íbúðum þá því verð á hvern fermetra er lægra í stærri íbúðunum en þeim minni,“ sagði Stefán Ingólfsson. Frá Akureyri. Hagsýnir kíkja í hillurnar hjá okkur Alltaf eitthvað nýtt og spennandi í Hljómdeildinni. Hátalarar frá Dantax og AR. Ferðastereótæki frá FISHER, SILVER og SAMSUNG. Sjónvörp frá FINLUXITT og SAMSUNG. Armbandsúrin frá SEIKO, TIMEX, PULSAR og RICOH. Eitthvert ætti að henta þér. Vek j ar aklukkur frá TIMEX og LOTUS. Fylgist með nýjungunum i Vefnaðarvörudeild Vorum að fá nýja sendingu af kvenkjólum. Verð frá kr. 505.- Ótrúlegt en satt. Og fleira á góðu verði, t.d. kvenbuxur fráBrandtex st. 38-52. Tækifærisfatnaður frá Turbo: smekkbuxur, kjólar, mussur. Komið við í Vefnaðarvörudeild. Frábært úrval í herradeild Ný sending af karlmannafötum, nýir litir - falleg föt . . . og auðvitað stakkar, jakkar, buxur, bindi og skyrtur. Fatnaður yst sem innst í Herradeild. Kuldaskórnir fást í skódeild. Barnakuldaskór st. 28-41. Karlmannakuldaskór. allar stærðir. Skódeild. Plaköt og myndir í ramma frá Skandecor. Hlj ómplötur ekkarnir troðfullir af nýjum og sígildum hljómplötum. Kassetur. Kíktu við í Hljómdeildinni og kannaðu málið. Sjáið snyrtivöruúrvalið Það borgar sig. 2Í. september 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.