Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJUR 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIR VERÐ FRÁ KR. 234.00 GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI v,: 1 j 1 }g&r 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 21. september 1982 103. tölublað 2ja ára drengur í árekstri Talsvert annríki var hjá lög- reglunni á Akureyri um helg- ina, og urðu t.d. 5 árekstrar á föstudag. Allir voru þeir þó minniháttar og ekkert um meiðsli á fólki. Á laugardag tók 2 ára drengur sig til og startaði bíl í gang við Strandgötu með þeim afleiðing- um að bifreið hans ók á aðra og skemmdi eitthvað. Pann sama dag valt bifreið við Klettaborg án þess að nokkur slasaðist. Þrír ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur á Akur- eyri um helgina, og eitthvað var um minniháttar afbrot s.s. rúðu- brot og fleira í þeim dúr. íbúðaverð hækkarmeira á Akureyri Samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur hefur undir hönd- um hefur íbúðaverð á Akureyrí hækkað meira á þessu ári en í Reykjavík. Hækkunin frá síðasta ársfjórð- ungi á sl. ári til fyrsta ársfjórðungs á þessu ári varð um 30% á Akur- eyri en um 20% í Reykjavík. Síð- an í maí hefur íbúðaverð svo til staðið í stað í Reykjavík, en hefur hækkað talsvert á Ákureyri. Sjá nánar á bls. 3. Atvinnu- leysis- skráning bréfi frá Vinnumiðlunarskrif- stofunni dags. 7. september sl. kemurfram að31. ágúst sl. hafi34 verið skráðir atvinnulausir á Ak- ureyri, 20 konur og 14 karlar. í ágúst voru skráðir 830 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 38 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Gefinn voru út 106 atvinnuleysisbótavottorð með samtals 737 heilum bótadöe- um. r Utvegsmannafélag Norður- lands frestaði ákvörðun Útvegsmannafélag Norður- Iands frestaði aftur á fundi sín- um í gærkvöldi að taka ákvörðun um áframhaldandi stöðvun flotans. Fyrsti fundur félagsins var eins og áður sagði í gærkvöldi og enn var frestað ákvarðanatöku til miðviku- dagskvölds, en þá verður annar fundur. Að sögn Sverris Leóssonar, formanns Útvegsmannafélags Norðurlands, var staðan rædd ítarlega á fundinum í gærkvöldi. Málið væri á viðkvæmu stigi þessa stundina og því var ákveðið að fresta fundinum, en menn gera sér vonir um að samkomulag muni takast um miðja vikuna. í samtölum við Sverri og Bjarna Aðalgeirsson, bæjarstjóra og stjórnarmann í útgerðarfélag- inu Höfða á Húsavík, kom fram að Húsvíkingar muni ekki taka ákvörðun um að senda skip sín á veiðar fyrr en eftir þennan mið- vikudagsfund. Að öðru leyti vörðust þeir frétta af gangi mála. „Það stendur til að Stakfellið fari út,“ sagði Gunnar Hilmars- son, sveitarstjóri á Raufarhöfn í samtali við blaðið í morgun. Út- gerðarráð Ú.N.Þ. átti að koma saman á fund um það leyti sem Dagur fór í prentun, en Gunnar sagði að þar yrði endanlega ákveðið hvenær skipið færi út. Gunnar sagðist ekki vita betur en Sauðkrækingar og Húsvíkingar ætluðu að senda sín skip út á fimmtudaginn. % Þannig leit Oddeyrargatan út i gær. Um helgina var málað yfir nokkur skiltanna, en íbúarnir máluðu þau upp á nýtt. Mynd: KGA. íbúar við Oddeyrargötu mótmæla: rþig íbúar Oddeyrargötu létu held- ur betur hendur standa fram úr ermum sl. föstudag, en þá út- bjuggu þeir skilti með ýmiss- konar áletrunum og settu í garða sína. , Á skiltunum eru áletranir eins og „Elías sér þig“, „Gætu verið radarmæl- ingar“, „Þetta er íbúðargata en ekki hraðbraut“ og „Minni hraði meira öryggi“. Með þessu vildu íbúarnir mótmæla þeirri ákvörðun umferðar- nefndar að gera ekkert til að draga úr umferðarhraða í Oddeyrargötu. Einnig vildu íbúarnir að aðrír bæjarbúar færu að huga meira að umferð- armálum á Akureyri, en þeir telja að umferðarhraði sé alitof mikill á götum bæjaríns. „Að sögn umferðarnefndar er ástandið svo slæmt víða í bænum að hún taldi sig ekki í stakk búna að taka fyrir eina götu og gera úr- bætur í þá átt að draga úr umferð- arhraða," sagði Helga Frímanns- dóttir, sem býr við Oddeyrargötu. „Þetta er gamalt baráttumál og ég vil minna á að bæði fyrrv. bæjar- stjórn og skipulagsnefnd sam- þykktu að láta draga úr umferðar- hraðanum. Og fyrst ástandið er svona slæmt víða í bænum vildum við gjarnan að íbúar bæjarins tækju höndum saman og héldu t.d. ráðstefnu um umferðarmál Akureyrar. Ég vil líka minna á að Gunnar Jóhannesson, verkfræð- ingur, hefur gert ýmsar ágætar til- lögur til úrbóta, en þeim hefur nú öllum verið stungið undir stól.“ Elías I. Elíasson, bæjarfógeti og formaður umferðarnefndar, sagði að nefndin hefði beitt sér fyrir því á sínum tíma að banna umferð úr Brekkugötu upp í Oddeyrargötu. Hann sagði einnig að umferð um Oddeyrargötuna væri ekki hraðari en um aðrar göt- ur bæjarins og að á þessu stigi málsins væri ekki ráðgert að ráð- ast í frekari framkvæmdir. Deila um upprekstrarrétt Bændur í nyrðri hluta Fnjóskadals, sem eiga upprekstrarrétt á Flateyjardalsheiði, telja að bændur á sex bæjum í Grýtubakka- hreppi hafl ekki heimild til að beita fé sínu á heiðina. Að sögn Þór- ólfs Guðnasonar í Lundi í Fnjóskadal var umræddum bændum í Grýtubakkahreppi tilkynnt um þetta með bréfi í vor, en þá tókst ekki að ná samningum og því fer þessi deila fyrir sýslunefnd. Að sögn Þórólfs er Flateyjardalsheiðin ofbeitt, en talið er að hún yrði hæfilega beitt ef fé bændanna í Grýtubakkahreppi gengi ekki á heiðina. „Þarna er um það að ræða að véfengja, teljum a.m.k. að hann þessir menn í Höfðahverfi hafa sé lítill miðað við þann fjárfjölda rekið alllengi á heiðina og telja sig sem um er að ræða,“ sagði Þórólf- hafa hefðarrétt. Þetta viijum við ur. „Það eru sex bæir í Höfða- hverfi sem reka á heiðina og eru þeir allir norðan Fnjóskár og að okkar áliti utan marka okkar fjallskiladeildar. Við sjáum ekki að nokkursstaðar sé stafur fyrir því að deildarmörk hafi náð norður fyrir þessa bæi. Þessu mót- mæla bændurnir og telja að þeir hafi unnið sig inn í deiídina fyrir hefðar sakir." Þórólfur sagði að skv. beitar- þolsrannsóknum og ítölumati sé mun fleira fé á heiðinni en hún þolir. Ef sýslunefnd kæmist t.d. að þeirri niðurstöðu að bændurnir hefðu ekki rétt til að nota Flateyj- ardalsheiði gætu þeir áfrýjað þeim úrskurði til dómstóla. „Já, þeir smöluðu heiðina, en gerðu það upp á sitt eindæmi. Það voru ekki lagðar á þá göngur af okkar hálfu. Það er ekki búið að senda greinargerðir til sýslu- nefndar um málið, en við leituð- um sl. vor eftir samningum við bændurna um að það yrði dregið úr upprekstri, það var ekki ætlun- in að útiloka þá, en við fengum ekki neinar undirtektir um nokk- urskonar samninga svo við tókum til þeirra ráða að banna þeim upp- rekstur en það var aðeins vegna þess að það var ekki um neina samninga að gera.“ Stefán Þórðarson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps vildi ekki tjá sig neitt um málið þegar Dagur leitaði til hans í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.