Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 21. september 1982 Pakkningaefni korkur, skinn og hercules. sími 96-22700 Endurbætt í þessari viku verður byrjað að flytja í nýju heilsugæslustöðina á Olafsfirði sem verður opnuð formlega um mánaðamótin. Bygging heilsugæslustöðvar- innar og dvalarheimilis aldr- aðra, sem er í sama húsi, er ein- hver mesta framkvæmdin sem Ólafsfirðinga hafa ráðist í á undanförnum árum. í nýju heilsugæslustöðinni verður aðstaða fyrir lækni og tannlækni, þar verður einnig apótek og sjúkradeild þar sem pláss verður fyrir 8 sjúklinga. í sama húsi er einnig elliheimili sem tók til starfa í vor. Frá því um síðustu mánaðamót hefur enginn læknir verið í Ólafs- firði. Læknarnir frá Dalvík hafa hinsvegar hlaupið undir bagga þegar á hefur þurft aö halda, og sagði Jón E. Friðriksson bæjar- stjóri í samtali við Dag að þeir hefðu vcrið mjög liprir og hjálp- fúsir. Um næstu mánaðamót batnar ástandiö hinsvegar, því þá kemurStefán Björnsson læknirtil starfa í Ólafsfirði, en hann er þaðan. einangrunarplast Plasteinangrun hf. hefur nú hafið framleiðslu á endurbættu einangrunarplasti. Endurbæt- urnar hafa í för með sér að plastið er ekki eins eldfímt og eldri framleiðslan var. Þessi endurbót hefur ekki í för með sér neina útlitsbreytingu á plastinu og því mun einungis verða framleidd nýja og bætta tegundin. Verðið verður áfram það sama, þótt hráefnið í nýja plastið sé 10% dýrara. „Við vonumst til að fá bruna- varnayfirvöld til að rýmka reglu- gerð um notkun á einangrunar- plasti, með því að setja þessa endurbættu tegund á markað- inn,“ sagði Gunnar Þórðarson framkvæmdarstjóri Plastein- angrunar hf. „Og með þessu minnkar einnig eldhætta fyrir hús- eigendur og- byggendur." Endurbótin á plastinu er í því fólgin að bætt er í það efnasam- bandi sem gerir það að verkum að plastið leiðir ekki eld. Pað bráðn- ar við hita - sé til dæmis eldur bor- inn að því - en brennur ekki af sjálfsdáðum, og sé eldurinn fjar- lægður deyr samstundis allur eldur í plastinu. Hráefnið í plastið er þýskt og framleitt þarlendum staðli, svo- nefndum DIN-staðli, og flokkast efni. Plastið sem framleitt var hinsvegar undir auðbrennanleg undir tregbrennanleg byggingar- með gömlu aðferðinni flokkaðist byggingarefni. Sigurður Jóhannsson sölustjon (t.v.) með nyju tegundina, en Páll Garðarsson verkstjóri (t.h.) með það gamla, og eru búnir að kveikja í. Ekki er svartur reykur frá nýja plastinu þegar það bráðnar, eins og frá því gamla þegar það brennur. Ljósmynd: KGA. Ný heilsu- gæslu- stöðá Ólafs- firði Dalvík: Framkvæmdir hafnar við flugbrautina A fímmtudaginn hófust fram- kvæmdir viö lengingu flug- brautarinnar á Akureyrarflug- velli. Verið er að búa lcnginguna undir malbik, og er vonast til að framkvæmdum Ijúki við malbik- unina í haust. Brautin verður þó ekki nothæf nema í björtu, en ekki eru komin ijós á hana. Þegar brautin verður orðin 2000 metra löng mun minni þotum verða kleift að lenda, til dæmis Boeing 727 og 720 vélum Fluglciða. Aukin starfsfræðsla Dalvík 20. september Dalvíkurskóli var settur ný- lega. Fjöldi nemenda í ár verð- ur um 300, og er þaö heldur færri nemendafjöldi en var á síðasta skólaári. Mesta fækk- unin er í forskóla og framhalds- deild, en í grunnskólanum er fjöldi nemenda svipaður og áður að sögn Trausta Þor- steinssonar skólastjóra. Kennsluhættir verða að mestu eins. Þó eru nokkrar nýjungar í skólastarfinu. Má þar fyrst nefna aukna náms- og starfsfræðslu sem fólgin er í fræðslu um atvinnulífið og leiðbeiningum um námsskrár og námsleiðir. Þá verður tekin upp kennsla í heimilisfræðum en henni hefur ekki verið hægt að sinna, aðallega vegna húsnæðis- skorts. Nú í haust verður tekið í notk- un allt húsnæði nýrrar skólaálmu en hluti hennar var tekinn í notk- un í fyrra. Með tilkomu aukins kenpslurýmis skapast nýir mögu- leikar s.s. samkennsla aldursár- ganga. Að sögn Trausta var sam- kennsla reynd fyrir nokkrum árum og gafst hún vel að mati kennara. Á síðasta skólaári hófst kennsla í skipsstjórnarfræðum og í vor út- skrifuðust 9 nemendur með 1. stig skipsstjórnarréttinda sem gefur réttindi á stjórn báta undir 120 rúmlestum. Flestir þeirra halda þó áfram námi í Stýrimannaskól- anum í Reykjavík. íveturverðaó nemendur á skipsstjórnarbraut. Fjöldi kennara í vetur verður 22 með stundakennurum. AG. # Blómasýn- ingin Um helgina var heilmikil blómasýning í íþróttahöllinni við Þórunnarstræti. Sam- kvæmt upplýsingur S&S komu um þrjú þúsund gestir á sýninguna og líklega má gera ráð fyrir að hver og einn hafi greitt 30 krónur í inngangs- eyri, en fullorðnir voru krafnir um 40 krónur og börn greiddu lægri upphæð. Aðstandendur sýningarinnar hafa því haft um 90 þúsund krónur upp úr krafsinu, auk þess sem þeir seldu pottaplönturnar þegar sýningunni lauk. # Lögfræði skrifstofa Nonna Af hverju skýra lögfræðingar stofur sínar ekki á sama hátt og hárgreiðslukonur skýra sín fyrirtæki? Þessí spurning kom upp í huga eins af starfs- mönnum Dags þegar hann arkaði eftir Hafnarstræti á dögunum. Hugsum okkur dæmi. Lögfræðingur að nafni Jón Jónsson gæti t.d. nefnt sitt fyrirtæki Lögfræðiskrif- stofa Nonna og lögfræðingur- inn Guðmundur gæti kallað stofuna Lögfræðiskrifstofa Gumma. Það er ekkert sem mælir á móti nafngiftum af þessu tagi, því hárgreiðslu- konur kalla sín fyrirtæki Hár- greiðslustofa Siggu, Kollu, Bínu og Lilly. Heildsalar gætu Y dTi lim 1 ». J m Ifka tekíð hárgreiðslukonurn- ar sér til fyrirmyndar. Hugsið ykkur heildverslun sem héti Heildverslun Jóa Finns eða Heildverslun Pésa ... # Nýtt orð? Áttu spil? Viltu býtta? Börn og unglingar á Akureyri safna nú ákaft spilum og eiga dug- legustu safnararnir nokkuð hundruð stykki. Spil skipta um eigendur í frímínútum og á kvöldin má sjá safnarana standa á götuhornum og ræða ákaft um verðmæti ein- stakra spila. Eftir því sem S&S kemst næst þá skipta safnararnir spilunum í tvo flokka. Það er í fyrsta lagi spil sem má láta af hendi, í öðru lagi spii sem á að geyma. Þau sem safnararnir tíma ekki að láta nefna þeir „óbýtti“. Þetta orð er ekki til í orðabók Menn- ingarsjóðs, en það er búið að vinna þann sess hjá krökkun- um að eflaust verður það skráð í næstu útgáfu. # Skemma kantsteinana Starfsmenn bæjarins hafa að undanförnu lagt kantsteina á nýjar götur í Glerárhverfi. Vfða hafa skemmdarvargar stórskemmt kantsteinana, sem er auðvelt þegar þeir eru blautir, nýkomnir úr vélinni. íbúar í Glerárhverfi eru hvattir til að fylgjast með þeim sem þetta gera og stöðva þá um leið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.