Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 21.09.1982, Blaðsíða 11
Samkeppni um nöfn á flugvélar Flugleiða Flugleiöir efna nú til samkeppni meðal starfsmanna sinna og alls almennings um nöfn eða nafna- röð á flugvélar félagsins. Frestur til að skila tillögum rennur út 31. október. Tillaga sem dómnefnd velur hlýtur glæsileg verðlaun. Fram til þessa hafa flugvélar Flugleiða ekki borið skírnarnöfn en það gerðu vélar Flugfélags ís- lands og Loftleiða áður fyrr. Nú er ætlunin að skíra flugflota Flug- ieiða og því ákveðið að efna til samkeppni um heppileg nöfn. Flugleiðir eru með 8-10 vélar í notkun að jafnaði og síðan verður hver farkostur sem bætist í hópinn skírður með viðhöfn. Allar tillögur eru vel þegnar og hver einstaklingur má senda eins margar tillögur og hann vili. Allar tillögur verða iagðar fyrir sérstaka dómnefnd, en hana skipa: Leifur Magnússon, Björn Theodórsson og Ólafur Stephensen. Dóm- nefndin mun ljúka störfum ekki síðar en 15. janúar næstkomandi. Tillaga valin af dómnefnd verður verðlaunuð með sérstöku heið- ursskjali, ferð fyrir tvo til Puerto Rico í boði Flugleiða og auk þess gullpenna Flugleiða. Tillögur að nöfnum sendist fyrir 31. október á vélrituðu blaði í lokuðu umsiagi merktu: Nafngjöf Flugleiðir hf. Reykjavík v/Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi. Nafn sendanda og heimilisfang þarf að koma greinilega fram á blaðinu og umslaginu. , Bokaklúbbur AB: Islenskar smásögur — Ritstjóri Kristján Karlsson Ut er komið hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins 2. bindi Islenskra smásagna undir ritstjórn og í allri umsjá Krist- jáns Karlssonar. Fyrsta bindi smásagnanna kom út snemma á þessu ári. í þessu öðru bindi smásagn- anna eru sögur eftir höfunda sem byrjuðu að birta slíkt efni á tíma- bilinu um 1920-1945. Þessar sög- ur eru í bindinu: Þórir Bergsson: Lögreglan tók eimingartæki Akureyringur nokkur fékk heim- sókn lögreglu um helgina, og var erindi lögreglunnar að sækja til mannsins eimingartæki sem frést hafði að hann hefði undir höndum. Það stóð heima, og voru þetta 60 lítra eimingartæki. Einnig fundust 6 lítrar af eimuðu áfengi og eitthvað talsvert að áfengi sem átti eftir að fara í gegn um eiming- artækin. Sigga Gunna, Jakob Thoraren- sen: Bréfi svarað, Davíð Þor- valdsson: Skóarinn iitli, Guð- mundur G. Hagalín: Guð og lukkan, Indriði Indriðason: Um tvennt að velja, Kristmann Guðmundsson: Sumarnótt á Bláskógaströnd, Hjörtur Hall- dórsson: Friðsamleg þróun, Hall- dór Stefánsson: Hégómi, Kristján Albertsson: Marcel vegabóndi, Þórunn Elfa: Er Jósefína búin að ráða sig? Sigurður Helgason: Samúð, Stanley Melax: Grafarinn í Lýsufirði, Sigurður Róbertsson: Skuldaskil, Guðmundur Daníels- son: Faðir og sonur, Steindór Sig- urðsson: Laun dyggðarinnar, Ólafur Jóhann Sigurðsson: Snjór í apríl, Halldór Laxness: Kórvilla á Vestfjörðum. Kristján Karlsson ritar formála um íslenska smásagnagerð og er hann framhald af formála hans fyrir fyrsta bindi. Og enn mun framhald þessarar ritgerðar birt- ast í næsta bindi smásagnanna. í lok bindisins er höfundatal með upplýsingum um höfunda bindisins og smásagnritun þeirra. íslenskar smásögur 2. bindi er 344 bls. Hún er unnin í Prent- smiðjunni Odda. Dr. Kristján Eldjárn látinn Við áttum lampa, hans Ijós var styrkur. Þá var óttinn fjarri og aldrei myrkur. Ogþví varlífíð ílampans skini eins og gisting hjágóðum vini. Nú erlampinn brotinn og loginn dáinn. Við störum orðvana útíbláinn. K.f.D. Sambandið í fiskirækt! Fyrr á þessu ári gerðist Sam- bandið hluthaf! í fyrirtæki sem nefnist Fljót hf. og hefur það að markmiði að reka hafbeitar- stöð á vatnasvæði Flókadaisár í Fljótum í Skagafirði. Axel Gíslason frkvstj., sem unnið hefur að þessum málum af hálfu Sambandsins og á sæti í stjórn fyrirtækisins, sagði að þarna hefði það verið á ferðinni að nokkrir aðilar hefðu haft það sameiginlega áhugamál að reyna að gera alvarlega tilraun til að komast að raun um það hvaða framtíð þessi búgrein ætti fyrir sér hér á landi, og því hefði Sam- bandið ákveðið að ganga til þessa samstarfs. Eignarhlutar í fyrir- tækinu eru þannig að Sambandið á 35%, Kf. Skagfirðinga á 15%, Veiðifélagið Flóki, sem saman- stendur af heimamönnum, á 25%, Guðmundur Jónsson kaup- maður í Byggingavöruverslun Kópavogs á 15% og Teitur Arn- laugsson fiskifræðingur á 10%. Þeir Guðmundur og Teitur eru auk þess eigendur nýrrar klak- stöðvar að Reykjarhóli í Fljótum, en Guðmundur er stjórnarfor- maður í Fljótum hf. Axel sagði einnig að nú í sumar hefði verið sleppt 65 þúsund sjó- gönguseiðum, sem áður höfðu verið alin og fóðruð í kvíum. Hlutafé fyrirtækisins er ein milljón króna, og kostnaður- inn við þessa framkvæmd var mjög nálægt þeirri upphæð. Til sölu á Grenivík 100 fm nýtt einbýlishús. Byggingaleyfi og teikningar fyrir 45 fm eða 90 fm stækkun. Upplýsingar í síma 33201. Bifreiðastjóri Vantar bifreiðastjóra. Þarf að geta byrjað strax. Sana hf., Akureyri. Forstöðumaður Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir að ráða for- stöðumann að bifreiða- og vélaverkstæði sínu á Sauðárkróki. Góð menntun og starfsreynsla áskilin. Umsókn- arfrestur er til 4. okt. nk. Skriflegar umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist kaupfélags- stjóra er gefur nánari upplýsingar í síma 95-5200. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÖSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM Framundan er svo að bíða og sjá hvernig endurheimturnar verða. Gera má ráð fyrir að eitthvað af laxinum skili sér strax næsta sumar, en aðalheimturnar verða þó væntanlega að tveimur árum liðnum. d t schoo! of fme ans Einu sinni í viku. Einu sinni í viku. Einu sinni í viku. Tvisvar í viku. Tvisvar í viku. er* Námskeið: Teiknun og máiun fyrir börn og unglinga: 1.11. 5-6 ára. 2. 0. 6-7 ára. 3. n. 8-9 ára. 4. n. 10-11 ára. 5. n. 12-14 ára. Teiknun og málun fvrir fullorðna: 1. fl. Byrjendanámskeiö A. Tvisvar í viku. 2.11. Byrjendanámskeið B. Tvisvar í viku. 3. II. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. 4. H. Myndlistardeild. Tvisvar í viku. 5. fl. Myndlistardeild (framh.) Tvisvar í viku. Byggingarlist: 1 fl. Híhýlafræöi. Tvisvar í viku. 2. fl. Byggingarlist og híhýlafræöi. Tvisvar í viku. Grafik: 1. fl. Dúk- og trérista. I'visvar i viku. Letrun: 1. II. Skrift og leturgerö. Tvisvar í viku. 2. fl. Skrift og leturgerð (framh.) Einu sinni í viku. Listasaga: Listasaga I. Einu sinni í viku. Listasaga 11. Einu sinni í viku. Íslensk listasaga. F.inu sinni í viku. IVlódelteiknun: Teiknun eftir lifandi fyrirntynd. Einu sinni í viku. Textíl: 1. II. Myndvefnaöur. Tvisvar í viku. 2. II. Quilting (huta- og vattsaumur). Einú sinni í viku. 3. fl. Quilting(húta-ogvattsaumur). Einu sinni í viku. Innritun fer íram i skrifstofu skólans, Glerárgötu 34, alla virka tlaga kl. 16-19. Allar nán- ari upplýsingar í síma 24958. Skólastjóri. 21. september 1982 - DAGUR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.