Dagur - 23.09.1982, Side 1

Dagur - 23.09.1982, Side 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 23. september 1982 104. tölublað Hagvangur um stjórnkerfi Akureyrarbæjar: Nefndum og stjórnum verði fækkað um helming Styttist í opnun íþrótta- hallar á Akureyri „Við stefnum á að opna íþróttahöllina nýju í fyrstu vik- unni í nóvember og ér er nokk- uð bjartsýnn á að það takist,“ sagði Haukur Haraldsson sem er hönnuður íþróttahallarinnar á Akureyri í samtali við Dag í gær. „Það eru væntanlegir hingað sérfræðingar frá Hollandi fyrir mánaðamótin október-nóvember til þess að ganga frá gólfinu í húsið, og á það að vera síðasta verkið þannig að húsið verður til- búið til notkunar að því loknu. Þá á að vera búið að klæða veggina að innan og ég vona að þetta gangi allt saman upp.“ - Þú gerðir íþróttaráði á dög- unum grein fyrir hvaða tæki og búnaður hefði verið pantaður í húsið, hvað er um að ræða? „Það eru handboltamörk og körfur, útbúnaður fyrir blak, badminton og tennis og tæki til leikfimikennslu. Þá hefur verið pöntuð gólfþvottavél sem er nauðsynlegt tæki því gólfið er mjög stórt. Það á ekki að taka einn mann sem ekur þessari vél um gólfið nema 30-40 mínútur að ræsta salinn.“ - Þetta er mikið tæki og það hefur heyrst að það komi til með að kosta 200-250 þúsund krónur. „Já, það gæti farið í þá upphæð.“ Innheimta 5% lakari en í fyrra Innheimta gjalda til bæjarsjóðs Akureyrar varð 5% lakari fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, en þá gekk innheimta opinberra gjalda til bæjarfélagsins raunar sérstak- lega vel. Kom þetta fram á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudag. Ekki er ná- kvæmlega vitað hvað þessu veldur, hvort erfiðlegar hefur gengið að innheimta gjöld hjá almenningi eða fyrirtækjum, eða jafnvel hvort tveggja. A fundin- um var rætt hvort hugsanlegt væri að það hefði einhver áhrif hér á, að eindagar þinggjalda til ríkis- sjóðs hafa verið færðir fram til 10. hvers mánaðar í stað 15. áður. Gjalddagi útsvara er hinsvegar áfram miðaður við 15. hvers mán- aðar. Hagvangur hf. í Reykjavík hef- ur unnið forkönnun á stjórn- kerfi Akureyrarbæjar sem mið- ar að endurskipulagningu stjórnkerfis bæjarins. Á fundi bæjarráðs 16. september sl. var hagsýslustjóra falið að kynna skýrslu Hagvangs fyrir for- stöðumönnum bæjarins og verður þeim gefínn frestur til 15. október til að gera athuga- semdir og tillögur við skýrsl- una. Á kjördæmisþingi Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra sem haldið var á Húsavík um síðustu helgi, var tilkynnt að Jón Ármann Héð- insson gæfí kost á sér til próf- kjörs flokksins fyrir alþingis- kosningarnar á næsta ári, en það á að fara fram í febrúar. Jafnframt tilkynnti Árni Gunn- arsson alþingismaður að hann ætlaði að draga sig í hlé. Lagt er til að verulegar breyt- ingar verði gerðar á stjórnkerfi bæjarins, enda kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar að hröð uppbygging samfara dreifingu starfseminnar hafi valdið því að innbyrðis tengsl milli einstakra þátta hafa rofnað eða alls ekki náð að myndast. Þá segir að óformleg samskipti séu af sömu ástæðum mjög lítil og því hafi komið upp ýmis samskiptavanda- mál og heildaryfirsýn starfsmanna Árni sagði í samtali við Dag í gær að hann hefði fyrir löngu ákveðið að hætta þingmennsku. Hins vegar hefði verið lagt hart að sér á þinginu að endurskoða þessa afstöðu sína. „Ég hafði um það mörg orð á þinginu að ég teldi að punkturinn yfir i-ið hjá mér væri hreinlega óánægja með þróun prófkjörs- mála flokksins. Ég segi það hreint út að ég hef mjög miklar áhyggjur af þeim, ekki út af sjálfum mér og ekki síst bæjarbúa sé ekki sem skyldí. í niðurstöðunum segir að þess- ari þróun hafi fylgt nokkurs konar valddreifing sem felist í því að einstakar einangraðar deildir starfi mjög sjálfstætt. Þrátt fyrir þessa valddreifingu virðist í fæst- um tilvikum hafa fylgt henni hin nauðsynlega dreifing ábyrgðar. Af þessu leiði að þegar eitthvert óhapp verður virðist enginn bera heldur fyrir flokkinn í heild. Ég tel að það hafi komið í ljós svo alvarlegir ágallar á þessu próf- kjörsfyrirkomulagi, eins og það er, að við það verði ekki unað. Ég tel að þetta hafi fælt marga góða menn frá því að fara fram því þarna er boðið upp á tvöfalda kosningabaráttu og sú fyrri er sýnu verri. Þar ert þú að slást við þína eigin félaga og flokks- bræður,“ sagði Árni. ábyrgð á því, nema þá helst bæjarstjórn. Meðal þess sem lagt er til í skýrslu Hagvangs er að starfsemi bæjarfélagsins verði samtengd í þrjá meginmálaflokka, þ.e. fé- lagsleg málefni, fjármál og stjórn- sýslu og tæknileg málefni, en ein- um starfsmanni verði falið að ann- ast innbyrðis tengsl. Lagt er til að néfndum og stjórnum verði fækk- að úr 50-60 í 33. Drepa allt sitt fé vegna riðu Birgi Kclduhverfi 22. september Vegna riöu hafa tveir bændur ákveðið að drepa allt sitt fé. Þetta eru þeir Sturla Sigtryggs- son í Keldunesi og Sigurður Magnússon í Lyngási. Þeir drepa til samans 535 fullorðnar kindur. Sigurður Magnússon er að undirbúa refarækt, en Sturla hyggst vera með kálfauppeldi og svínarækt. Riðuveikin var sér- staklega slæm í Keldunesi. Þess má geta að fyrstu göngur eru afstaðnar og búið að slátra töluverðu. Fé reynist vera þokka- lega gott, en að mun vera í svip- uðu ástandi og sl. haust. SI. Dalvík: Innbrot og íkveikja Dalvík 22. september Síðastliðna nótt var brotist inn í verslunina Hól. Að sögn lög- regluvarðstjórans, Halldórs Gunnlaugssonar, var aðeins stolið nokkrum lengjum, af sígarettum. Skemmdir af völd- um innbrotsins voru litlar. Eini tilgangur innbrotsins virðist hafa verið sá að ná í sígarettur, því innbrotsþjófurinn virðist liafa gengið beint inn á lager- inn, tekið sígaretturnar og haldið á brott án þess að hrófla við öðru. Sömu nótt kviknaði í slysavarn- arskýlinu við Sauðanes. I skýlinu er simi og fleira til slysavarna. Talið er víst að eldsupptök séu af mannavöldum. Þessi mál eru bæði í rannsókn hjá lögreglunni á Dalvík, sem hefur nána samvinnu við rannsóknarlögregluna á Ak- ureyri. Vonandi er þetta ekki upphaf á afbrotaöldu, en sl. vetur voru nokkur innbrot framin á Dalvík. Megintilgangur þeirra var skemmdarstarfsemi. Rannsókn þessara mála er vel á veg komin að sögn Halldórs. AG. w sjL, , •ICCTSlBt W Útgerðarmenn hafa gengið að tilboði ríkisstjórnarínnar og flotinn er farínn út. Þessi mynd var tekin á Húsavík sl. mánudag, en þá voru báðir togararnir inni. Mynd: Magnús Norðurland eystra: Jón Ármann í prófkjör krata — Árni Gunnarsson hyggst hætta

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.