Dagur - 23.09.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1982, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 23. september 1982 Pakkningaefni korkur, skinn og hercules. sími 96-22700 Náttúruverndarnefnd Akureyrar: Leggur til að Glerá og Glerárdalur verði friðlýst Náttúruverndarnefnd Akur- eyrar hefur beint því til bæjar- stjórnar Akureyrar og Náttúru- verndarráðs að Glerá og Gler- árgil verði friðlýst. Gert er ráð fyrir að á svæðinu gildi þær reglur m.a. aö almenn- ingi sé heimil för um svæðið og dvöl í lögmætum tilgangi, reglur verði settar um umferö fölks og heimil lagning göngustíga, mann- virkjagerð, jarðrask og hvers konar breytingar á landi verði óheimilar ncma með leyfi Náttúruverndarráðs og umsjón- araðila svæðisins. Þá verði óheim- ilt aö veita hvers konar úrgangs- efnum í Glerá og Glerárgil eða ryðja ofan í það. Reynt skal að bæta úr spjölium sem þegar hafa verið unnin og stefna að því að flytja óþrifalegan iðnað o.fl. frá þeim, t.d. malbikunarstöð og sorphauga eða ganga svo frá að ekki spilli. Þá er gert ráð fyrir að óheimilt verði að valda skemmd- um á gróðri, dýralífi, jarðmynd- um eða öðrum minjum og að bú- árbeit verði ekki heimil. í náttúruverndarnefnd Akur- eyrar eiga sæti Erlingur Sigurðar- son, formaðurog HólmfríðurSig- urðardóttir, Pétur Brynjólfsson, Gunnar Arason og Lilja Hall- grímsdóttir. Nýjar vélar f rá Ferguson Sölumenn frá Dráttarvélum voru á ferð á Akureyri á dögun- um, en að sögn Vilhjálms Pálmasonar voru þetta tvær nýjar tegundir sem hann nefndi 600 og 200 línuna. Þar að auki mátti sjá litla dráttarvél, með 16 hestafla vél, frá Iseki, sem er japanskt fyrirtæki. „Við erum líka með rúllubindivél frá Claas. Þessi vél er merk nýjung. Við bindum miklar vonir við þessa vél,“ sagði Vil- hjálmur. Pessi nýju tæki vöktu mikla at- hygli viðstaddra og sagði Vil- hjálmur að mjög margir hefðu lagt leið sína á sýninguna, sem var haldin við húsnæði Véladeildar KEA á Gleráreyrum. Sömu sögu var að segja um þá staði sem sölu- mennirnir höfðu heimsótt, en þeir fóru frá Reykjavík austur fyrir land og ætluðu frá Akureyri vestur um land. „Svona sýningar hafa mikið gildi, hér fá menn tækifæri til að þreyfa á hlutun- um.“ Rúllubindivélin frá Claas er fá- anleg í þremur stærðum. Enn sem komið er hafa aðeins tvær vélar verið fluttar inn til landsins, þ.e. minnsta gerðin. Vilhjálmur sagði að hún gæti t.d. gert það að verk- um að bændur þyrftu ekki lengur að byggja dýrar flatgryfjur og hann bætti því við að stærri teg- undirnar væru mjög heppilegar þegar binda ætti hey til útflutn- ings, auk þess sem þær gætu kom- ið sér vel að öðru leyti fyrir bændur, því baggarnir sem þær binda eru stórir eða um 500 til 600 kíló. Hrafnagilsstræti — Þórunnarstræti: Breyting á biðskyldu Frá og með morgundeginum giida breyttar umferðarreglur á gatnamótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis, en á þess- um gatnamótum hafa orðið mörg umferðaróhöpp. Hrafnagilsstræti hefur haft um- ferðarrétt gagnvart Pórunnar- stræti. Með breytingunni verður biðskylda hjá þeim sem aka Hrafnagilsstræti gagnvart þeim sem koma eftir Þórunnarstræti. Biðskyldumerkjum verður komið upp og auk þess hafa verið settar upp miðeyjar í Pórunnarstrætinu. Petta er meðal annars gert vegna þess að umferð um Pórunn- arstræti hefur aukist mjög og það er nú aðalaðkeyrsluleið að sjúkra- húsinu, auk þess sem búast má við aukinni umferð þegar verk- menntaskólinn kemst í gagnið. Eftir sem áður hvetur lögreglan ökumenn til að sýna ýtrustu að- gætni á þessum gatnamótum. Hafnargerð á Blönduósi: Peningarnir búnir sem fara átfu í framkvæmdir í ár grjótnám að Uppsölum en þaðan fáum við mjög gott grjót. Nú er byrjað að undirbúa gerð líkans af höfninni og ætlunin er að vinna líkansrannsóknir í vetur. í fram- haldi af því kæmi svo hin endan- lega hönnun á höfninni og við ger- um okkur vonir um að hönnun- inni verði lokið síðari hluta vetrar.“ - Til þessa hefur verið óvarinn bryggjukantur á Blönduósi. Nú er unnið að byggingu skjólgarðs og um leið fæst rými fyrir báta. „Okkur hefur vantað það rými til- finnanlega fyrir þá báta sem hér eru geröir út. Það er ekkert í dag, og menn hvorki geta skilið báta sína eftir hér eða landað úr þeim,“ sagði Eyþór. „Við erum búnir að vinna fyrir sagði Eyþór Elíasson sveitar- þær 1,2 milljónir króna sem við stjóri á Blönduósi í stuttu höfðum úr að spila varðandi spjalli við Dag. hafnarmannvirkin á þessu ári,“ „Það var farið í það að opna Hafnaraðstaðan á Blönduósi var ekki burðug áður en framkvæmdir hófust. # Samtök aldraðra stofnuð Um nokkurt skeið hefur verið í undirbúningi að stofna sam- tök aldraðra á Akureyri. Líður nú senn að því að samtökin verði formlega stofnuð og hefur verið rætt um sunnu- daginn 3. október í því sam- bandi. Er það vei til fallið að stofna slík samtök á þessu ári aldraðra. Fáir vita betur en aldraðir hvað þeim kemur best og er vonandi að þessi samtök geti orðið til þess að aldrað fólk fari að hafa meiri áhrif en verlð hefur á eigin mál. Hagsmunahópar hvers konar hafa risið upp á undan- förnum árum og komið ýmsu til leiðar fyrir sjálfa sig. Ekki hefur þar allt verið af hinu góða, en ef einhver hags- munahópur er réttlætanlegur til að knýja á um úrbætur eigin mála, þá er það hagsmuna- hópur aldraðra. Aldraðir eiga sjálfir að ráða stefnumálum sinna samtaka, en ekki sakar þó aðrir iiðsinni síðan við að koma þeim í framkvæmd. # Málefni hitaveitunnar Nokkuð er nú um liðið síðan Dagur birti fréttir af tæringu ofna og lagna vegna súrefnis í hitaveituvatni ( vissum hverfum á Akureyri. Unnið hefur verið að þessum málum hjá hitaveitunni, en frekari upplýsingar hefur ekki verið hægt að fá, þegar leitað hefur verið eftir. Raunar má geta þess að fréttirnar af tæring- unni komu ekki frá hitaveit- unni sjálfri heldur aðila sem fyrir tjóni varð. Mikið hefur verið spurt um þessi mál en svo fátt hefur verið um svör að jafnvel jaðrar við að tor- tryggni sé farið að gæta út í þetta annars ágæta þjóðþrifa- fyrirtæki. Hitaveita Akureyrar svo og önnur bæjarfyrirtæki og reyndar stjórnvöld al- mennt hafa upplýsingaskyldu gagnvart þeim sem greiða fyrir og neyta þjónustu þeirra. Hvað er að gerast í tæring- armálum? # Auknar radar- mælingar Deila nokkurra íbúa við Odd- eyrargötu og Umferðarnefnd- ar hefur vakið töluverða at- hygli. Skiltagerðin vakti svo mikla athygli að íbúi á Brekk- unni var næstum þvi kominn Enn í garð þegar hann ók eftir götunni og var að lesa skiltín. Það skal ekki dregið í efa að umferð um Oddeyrargötuna er hröð, en þó mega menn ekki gera of lítið úr hraðamæl- ingum lögreglunnar, sem sýndu Ijóslega að umferðin er ekki hraðari á umræddri götu en víða annars staðar í bænum. Kjarni málsins er e.t.v. sá að umferðarmenn- ingin á Akureyri erfyrir neðan allar hellur, að það þurfi að stórauka radarmæiingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.