Dagur


Dagur - 23.09.1982, Qupperneq 4

Dagur - 23.09.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSIMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM : HERMANN SVEINBJORNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Sóun og eyðsla verður að taka enda Fiskiskipafloti landsmanna hefur nú leyst landfestar á ný eftir að trúnaðarráð Lands- sambands íslenskra útvegsmánna ákvað að stöðva hann með vafasamri og vægast sagt umdeildri ákvörðun. Gengið var að þeim til- lögum sem Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, lagði fram. Segja má að skyn- semin hafi að lokum sigrað í þessu máli og vafalaust hefur almenningsálitið átt þar nokk- urn þátt. Menn skyldu þó ekki ætla að allir okkar erf- iðleikar séu um garð gengnir við það eitt að fiskiskipin fara á sjó á ný. Það er öðru nær og til þess eru ýmsar ástæður. Ein er sú að búast má við að flotinn verði áfram rekinn með tapi og það getur ekki gengið til lengdar þegar fjár- magnskostnaður er svo mikill sem raun ber vitni. Finna verður írambúðarlausn á rekstrar- grundvelli fiskiskipaflotans. Sú lausn gæti þurft að tengjast mjög alvarlegu áfalli sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir, nefnilega mikilli aflaminnkun og jafnvel enn verri horfum á næstu árum. í nýrri spá þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að samdráttur í framleiðslu sjávarafurða verði 16—17% á þessu ári en heildaraflaminnk- unin verði um 30% á árinu.Við þetta bættist svo hinar kvíðvænlegu niðurstöður sem fram komu við seiðatalningu Hafrannsóknastofn- unarinnar. Samkvæmt þeim niðurstöðum verður 1982 árgangurinn af þorski og ýsu mjög lélegur og ástand annarra nytjastofna virðist einnig ískyggilegt. Þá hefur komið í ljós að aðeins þriðjungur af þeirri loðnu sem talið var að myndi hrygna í ár hefur hrygnt. Ljóst er að aflaminnkunin og hugsanlegt áframhald þeirrar þróunar á eftir að valda út- gerðinni og þjóðarbúinu öllu ómældum erfið- leikum. Eina leiðin til að bregðast við þessu er að draga úr kostnaði við fiskveiðarnar og fisk- vinnsluna og reyna jafnframt að auka gæði út- fluttra sjávarafurða svo sem kostur er. Við gætum þurft að fækka í fiskiskipaflota lands- manna. Þá er rétt að hafa hugfast hvar flotinn hefur stækkað mest á undanförnum árum, þ.e. á suðvesturhorni landsins. Þar stækkaði fiski- skipaflotinn um 56% á sama tíma og hann stækkaði um 18% samanlagt á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Mikilvægt er einnig að bæta meðferð hráefnis og ekki síður að nýta þau verðmæti sem í dag er fleygt í tug- um þúsunda tonna. í dag er fleygt 40—50 þús- und tonnum af slógi og allt að 5 þúsund tonn- um af grásleppu, svo eitthvað sé nefnt. Þá er þess að geta að þær aðgerðir sem nú þarf að gera til bjargar útgerðinni koma til með að hafa afleit áhrif á verðbólguþróunina. Ann- ar atvinnurekstur gæti orðið illa úti, t.a.m. iðn- aðurinn, ef ekki verður gripið til framhaldsráð- stafana gagnvart honum. Sóunar- og eyðslutímabil það sem ríkt hefur hér á landi undanfarið verður að-taka enda. Skjaldborg gefur út 24 nýjar bækur Bókaútgáfan Skjaldborg á Ak- ureyri sendir frá sér á þessu ári 24 bækur og eins og fram kem- ur í upptalningunni hér á eftir eru þær flestar eftir íslenska höfunda. Aðeins fimm bækur eru þýddar. Þess má geta, að á síðasta ári opnaði Skjaldborg dreifingarmiðstöð fyrir bækur sínar í Reykjavík að Ármúla 38, 2. hæð, og verður hún opin all- an daginn meðan á bókavertíð- inni stendur. Síminn er 3-88-50. Fyrst skal nefna II. bindi rit- safnsins Aldnir hafa orðið, en það er orðið eitt stærsta og vin- sælasta ritsafn á íslandi. Öll bindin eru nú fáanleg. Þau sem segja frá í 11. bindinu eru: Hall- dór E. Sigurðsson, fyrrv. al- þingismaður og ráðherra, Jón Eðvarð Jónsson, rakarameist- ari á Akureyri, Jórunn Ólafs- dóttir, skáldkona frá Sörlastöð- um, Lórens Halldórsson, far- maður og verkstjóri, búsettur á Akureyri, Margrét Thorlacius frá Öxnafelli, skyggna konan landskunna, Zóphónías Péturs- son, dulspekingur í Reykjavík, og Þorsteinn Stefánsson frá Rauðhólum í Vopnafirði. - Erlingur Davíðsson hefur skráð öll bindin og búið til prentunar. Dagar mínir og annarra. Fjórða bindi af ritsafni Einars Krist- jánssonar frá Hermundarfelli. í þessu bindi eru útvarpserindi, ferðaminningar o.fl. - Fyrsta bindið, Fjallabæjafólk, er á þrot um og aðeins til örfá eintök af því. Erlingur Davíðsson Með reistan makka, 2. bindi. Erlingur Davíðsson hefur tekið saman og búið bókina undir prentun. Fyrsta bindið kom út í fyrra og náði miklum vinsæld- um, en í þeirri bók sögðu átján manns frá hestum sínum. í þess- ari bók segja einnig margir frá hestum sínum, m.a.: Þorlákur G. Ottesen, Valdimar K. Jóns- son. form. Fáks í Reykjavík, Vilhelh K. Jensen, prentari á Akureyri, Páll Gunnarsson, fv. skólastjóri á Akureyri, Jón Vig- fússon, fv. bóndi á Arnarstöð- um í Saurbæjarhr., Sigurlaug Stefánsdóttir, Akureyri, Hjalti Benediktsson, aðalvarðstj. hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, Kol- brún Kristjánsdóttir, Rauðuvík á Árskógsströnd, Sigríður Pálmadóttir frá Núpufelli o. m. fl. - í bókinni er fjöldi mynda og bókarauki er svo um Landsmót hestamanna á Vindheimamel- um sl. sumar í máli og myndum. Mannfellirinn mikli. Fyrsta bindi af ritsafni Eiðs Guðmunds sonar á Þúfnavöllum, en hann er löngu kunnur orðinn fyrir fræðistörf sín og margar frá- sagnir eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. - Árni J. Haraldsson ritar formála um höfundinn og bjó bókina undir prentun. I.ífasmörk íspori. Minninga- og fróðleiksþættir eftir Torfa Þor- steinsson í Haga í Hornafirði, sem löngu er kunnur af þáttum sínum í bókum, blöðum og út- varpi. Margar myndir eru í bók- inni. Fagurt er í Fjörðum - Þættir Flateyinga og Fjörðunga - eftir Jóhannes Bjarnason. - Árni Bjarnarson ritar formála í bók- ina um höfundinn. Þetta ergóð bók, falleg og fróðleg. í bókinni eru um 90 myndir, þar af myndir af teikningum Gríms Sigurðssonar frá Jökulsá af gömlu bæjunum í Flatey, Flat- eyjardal og Fjörðum. Ný bók eftir Guðmund Frí- mann: Tvær fyllibyttur að norðan - Sannar skröksögur - um Nóra, sem bæði var þjófur og ekki þjófur - um furðufugl- inn Úlfdala-Begga, sem skreið einsog votur hundur upp á Flóridaskagann - um Misferlið í Rauðhúsum - um Lánsama- Sigga í Kvisthaga, sem fann konuefnið sitt úti á víðavangi - um Kóngsgarðs-Möttu, sem læknaði höfund bókarinnar af kvenfælninni og um fleira gott fólk. - Margar fyrri bækur Guð- mundar eru uppseldar. Sunnan Kaldbaks. - Ljóð - Bragi Sigurjónsson sendir nú frá sér nýja ljóðabók, en hann er löngu landskunnur fyrir ljóð sín. Þetta er 8. ljóðabók Braga. Að leikslokum. - Ljóð - Þetta er stór ljóðabók eftir Sverri Haraldsson sóknarprest í Borg- arfirði eystra, en hann sendi frá sér 2 ljóðakver fyrr á árum. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, las handritið yfir og próförk af bókinni. Bragi Sigurjónsson Boðsdagar hjá þremur stór- þjóðum. Ferðaminningar Braga Sigurjónssonar, fyrrv. alþingis- manns, frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Margirþjóð kunnir menn voru með Braga í heimsóknunum til Kína og Rússlands, t.d. Ólafur Jóhann- esson, Eysteinn Jónsson, Jör- undur Brynjólfsson, Brynjólfur Bjarnason, Steinþór Gestsson og Garðar Sigurðsson. - Um 50 myndir frá heimsóknunum eru í bókinni. Mannleg tilbreytni. Ný skáld- saga eftir Benedikt Pálsson. Nafn höfundar er dulnefni og vill hann vera ,,huldumaður“ fyrst um sinn. Sagan er byggð á dagbókarblöðum og lýsir á hreinskilinn hátt ástarsambandi rúmlega áttræðs manns og fimmtugrar konu og er þar ekkert dregið undan ... Þettaer bók, sem trúlega á eftir að vekja mikið umtal. Afbrot og ástir. Ný skáldsaga eftir Guðbjörgu Hermanns- dóttur. Þetta er 5. bók Guð- bjargar. Fyrri bækur hennareru enn fáanlegar, en sala á bókum hennar fer ört vaxandi. Kona vitavarðarins. Ný skáld- saga eftir Aðalheiði Karlsdótt- ur frá Garði. Þetta er 4. bók Aðalheiðar. Það er eins með bækur Aðalheiðar að lesenda- hópur hennar stækkar ár frá ári. Úr bók Braga Sigurjónssonar „Boðsdagar hjá þremur stórþjóðum“. Vigtus njomsson Þá kynnir Skjaldborg nýjan skáldsagnahöfund, Vigfús Björnsson. Hann hefur áður skrifað nokkrar barnabækur, sem hlutu miklar vinsældir. - Skógarkofinn heitir fyrsta skáld saga hans, sem nú kemur fyrir almenningssjónir. Flugsveit 507. Ný skáldsaga eftir breska metsöluhöfundinn David Beaty. Fyrsta bók hans á íslensku kom út í fyrra, Hans hágöfgi, og var henni mjög vel tekið. Þessi bók hans, Flugsveit 507, gerist í siðari heimsstyrjöld inni og lýsir viðureign breskrar flugsveitar og áhafnar þýska skipsins Groningen. Þetta er spennandi saga. - Gissur Ó. Erlingssson íslenskaði. Frá konu til konu. Heimsfræg metsölubók eftir bandaríska kvennalæknirinn Lucienne Lanson. Þýðinginergerðeftir4. útgáfu í Bandaríkjunum, sem er aukin og endurbætt. Gissur Ó. Erlingsson íslenskaði, en Bryn- leifur H. Steingrímsson, læknir á Selfossi, las yfir handrit og ritar formála. Bókineráfimmta hundrað blaðsíður með mörg- um skýringarmyndum. - f for- mála sínum segir Brynleifur m.a. svo: „Bók Lucienne Lan- son er um margt sérstæð og góð. Höfundur fjallar um skýrt af- markað efni, kynfæri og kyn- eðli konunnar. Eins um þásjúk- dóma sem þessi líffæri og þetta lífeðli geta átt við að stríða. Höfundur skrifar leikandi og einfalt um leið og hann er hisp- urslaus. f bókinni skýrir hann sjúkdóma um leið og hann talar um þá valkosti sem sjúklingur- inn á, ef sjúkdóminn ber að höndum. Bókin er svo létt af- lestrar að sérhverri konu og sér- hverjum manni á hún að vera handhæg til afnota og fróð- leiks . .. Því ber að fagna að bók Lucienne Lanson er komin út á íslensku og breiðir þar með þekkingu og skilning út til ís- lenskra kvenna sem karla um konuna og kveneðlið.“ - Þessi bók hefur fengið góða dóma í öllum löndum, ogt.d. á Norður- löndunum hefur hún komið út í mörgum útgáfum. Það hlýtur því að vera mikill fengur fyrir konur hér á landi að þessi bók skuli nú koma á íslenskan bóka- markað. Landnámssaga Nýja-fslands í Canada eftir Þorleif Jóakims- son Jackson. í bókinni er rakin í máli og myndum saga hins fyrsta varanlega landnáms ís- lendinga í Canada. Bókin er ljósprentuð og er 450 bls. með um 160 myndum landnáms- manna. Hún er stórfróðleg og vej skrifuð og hið skemmtileg- asta lestrarefni. - Þetta er óskabók allra þeirra sem áhuga hafa á málefnum íslendinga í Vesturheimi. Að lokum gefur Skjaldborg út aftur metsölubókina Miðils- hendur Einars á Einarsstöðum, sem verið hefur ófáanleg í þrjú ár. Þá bók þarf ekki að kynna, en hún er skráð af Erlingi Davíðssyni og formála ritar séra Sigurður Haukur Guðjónsson. BARNA- OG UNGLINGA- BÆKUR: Afi táningur. Ný bók eftir Indriða Ulfsson, skólastjóra. Þetta er 15. barna- og unglinga- bók Indriða. Nokkrar bækur hans eru uppseldar og ófáan- legar. Bjarni Jónsson teiknaði kápu og myndir í bókina. Ævintýrið við Alheimstjörnina. Ný bók eftir Guðjón Sveinsson, rithöfund á Breiðdalsvík. Þetta er 12. barna- og unglingabók Guðjóns, en fyrsta bók hans sem Skjaldborg gefur út. Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina og teiknaði kápu. Manni litli í Sólhlíð I—II. Ný bók eftir Marinó L. Stefánsson, kennara í Reykjavík. Þessi saga hefur tvisvar verið lesin í morg- unbarnatíma útvarpsins _ og hlaut þar góðar viðtökur. Árni Indriðason teiknaði kápu og myndir í bókina. Káta í frumskóginum eftir Hildegard Diessel. Þetta er 12. og síðasta bókin um Kátu og vini hennar, en Kátu-bækurnar hafa náð miklum vinsældum hér á landi, sem í Þýskalandi, og eru fyrstu bækurnar uppseldar. Frumskógardrengurinn Njagwe eftir Karen Herold Olsen. Jó- hanna Guðmundsdóttir frá Lómatjörn íslenskaði. Bók þessi hlaut miklar vinsældir í Dan- mörku þegar hún kom þar út. Þetta er saga um afríska frum- skógardrenginn Njagwe, sem braust til mennta og tók sér nafnið Pétur. Hanna og kærleiksgjöfin. Þýsk metsölubók frá útgáfufyrirtæk- inu Ravensburg. Bókin er í stóru broti og litmyndir á hverri síðu. Magnús Kristins- son, menntaskólakennari, ís- lenskaði. Þetta er sannkölluð jólabók barnanna. Þeir fengu viðurkenningu fyrir góðar framfarir. Guðmundur Benediktsson, Páll Gíslason, Sigurður Sigurðs- son, Rúnar Sigtryggsson og Elmar Eiríksson. Á myndina vantar Rúnar Pálsson og Mikael Jóhannesson. Hátíð hjá Þórsurum Sl. laugardag var haldin knattspyrnumanna hjá Þór. kvennadeild sem að þessu uppskeruhátíð yngstu Það var unglingaráð og stóðu. Strákarnir fengu pylsur o.fl. og þá var einnig ýmislegt til skemmtunar. ,Við erum sko Þórsarar.“ Kvennadeild Þórs sá um að metta svanga stráka. Handboltinn af stað Um helgina byrjar keppnin í annarri deild í handbolta. Þá fer KA til Reykjavíkur og leikur þar tvo leiki. Á föstudagskvöld- ið gegn Breiðabliki og á laugar- daginn gegn HK. Bæði þessi lið eru úr Kópavoginum og hafa æft vel og leikið marga æfingarleiki undanfarið. Gaman verður að sjá hvernig liði KA gengur í sín- um fyrstu leikjum, en þeir hafa aðeins leikið fjóra æfingarleiki. Meðfylgjandi myndir eru frá hátíðinni. Oddur gerir það gott Oddur Sigurðsson, ungur pilt- ur úr Þór hefur gert það gott í handknattleiknum að undan- förnu. Oddur flutti nýlega til Reykjavíkur, og hóf að æfa með 2. flokki KR, en hann er aðeins 17 ára að aldri. Fljótlega var pilt- ur látinn hefja æfingar með meistaraflokki félagsins, og ekki var hann búinn að vera lengi þar þegar hann fékk boð um að hefja æfingar með landsliði okk- ar 21 árs og yngri. 4 - DAGUR - 23. september 1982 23. september 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.