Dagur - 24.09.1982, Page 8

Dagur - 24.09.1982, Page 8
f ' Arekstrar, útafkeyrslur og veltur mjög algengar SpjaUað við fjóra Rally-Cross keppendur sem keppa á Akureyri á morgun Árni hefur keppt tvisvar á Húsavík. Hann hreppti fjórða sætið í fyrra skiptið en bræddi úr vélinni í því seinna. Árni slær hvergi af í keppnum. M.a. hefur hann tvívegis ekið bílnum á tveimur hjólum talsverða vega- lengd en aldrei misst hann á hvolf. Árni stefnir ákveðinn að því að hreppa fyrsta sætið í þetta sinn. Hann hefur Iýst því yfir að nú verði hvergi til slakað. Einnig ætlar hann að taka þátt í íscrossinu í vetur og skella sér í íslandsmeist- arakeppnina í Rally Cross næsta sumar. af hjólinu í vatnsdælunni til að minnka viðnámið. Gunnar vann ísakstur- inn á Húsavík síðastliðinn vetur og hafði forystu í úrslitunum í ísakstri hér á Akureyri þangað til vinstra framhjólið ákvað að fara aðra leið. Gunnar hefur tekið þátt í nokkrum keppnum í Rally Cross í sumar en átt við tíðar bilanir að stríða. Þegar Gunnar ákvað að nota Skoda til Rally Cross aksturs skrifaði hann verksmiðjunum til að bera undir þær hvort ekki væri hægt að plana 1.5 mm af heddinu til að fá meiri þjöppun. Tékkarnir sögðu að það væri af og frá. Það hefur engum einu sinni dottið sli'kt í hug. Gunnar sagði þá: „Víst er það hægt,“ og gerði það. Vélin reynist vel eftir breytingarnar nema hvað það vildi sjóða á henni vegna hins gífurlega snúningshraða sem Gunnar leggur á hana (8500 Rpm. Verksmiðj- urnar gera upp 6000 Rpm. sem hámark.). Gunnar setti þá efnið SLICK -50 á vélina til að minnka viðnámið og hef- ur það gefist svo vel að Gunnar auglýsir nú þetta efni á bíl sínum. Gunnar bíður nú eftir sendingu frá Bretlandi og er búist við að hestorkutala vélar- innar fari upp í 130-140 hestöfl eftir að sá útbún- aður hefur verið settur í bílinn. Gunnar hefur starfað í Bílaklúbb Akureyrar í 8 ár og er nú formaður klúbbsins. Hann hugsar gott til fyrirhugaðra ís- crosskeppna á vegum klúbbsins í vetur. Erik Carlsen Erik ekur Fíat 125, árgerð 1972. Vélin er talsvert breytt; með yfirliggjandi kömbum, flækjum og sér- útbúnum blöndungum auk þess sem þjappan er aukin um 20%. Er áætlað að með þessum útbúnaði megi ná vel yfir 130 hest- öflum út úr vélinni. Erik er nú sem stendur þriðji hæstur að stigum í ís- landsmeistarakeppninni í Rally Cross. Efstur er Þórður Valdimarsson á Volswagen, en annar er Skoda 110L. Til gamans má geta að sá sem er í öðru sæti er aðeins 2 stig- um fyrir ofan Erik, en hefur keppt einni keppni oftar. Erik er harður og skemmtilegur keppnis- Mynd:áþ maður. í fyrstu Rally Cross keppninni á Húsa- vík í sumar hafði hann náð forystu í sínum riðli en var með Birgi Braga- son á hælunum. Til allrar óhamingju lenti Erik upp á steini í einni beygjunni og endasteyptist út úr brautinni. Það sýnir best keppnisskap Eriks að hann velti bílnum við í snarhasti og þeysti inn á brautina aftur. í annarri keppni á Húsavík kom Erik þriðji í mark og var þá búinn að brjóta alla gíra í Fíatinum nema fyrsta gír og á honum keyrði hann síðasta hringinn. Óhætt er að fullyrða að Erik er fremsti Rally Cross ökumaður á Norðulandi og einn djarf- asti og skemmtilegasti ökumaður sem sést hefur í keppnum hérlendis. Árni Sveinsson Árni ekur Datsun 1600, árgerð 1972. Vélin er út- boruð með yfirstærð af stimplum, en bílinn er að mestu leyti óbreyttur. Vélin í bíl Árna er óbreytt 93 hestöfl en óvíst hve hún er aflamikil eftir breytinguna. Kjartan Bragason Kjartan er vanur öku- maður og hefur bæði tek- ið þátt í Borgarfjarðar- rallinu 1980 og Húsavík- urrallinu sama ár. Kjartan ekur Vuxhall Viva með 85 hestafla vél. Kjartan var áður með 1100 vél en var ekki ánægður með út- komuna. Hann varð í öðru sæti í seinni keppninni á Húsavík í sumar. Kjartan er fjörug- ur keppnismaður og vílar ekki fyrir sér að stjaka að- eins við öðrum keppend- um ef því er að skipta. Hann er ákveðinn að vinna keppnina hér á Ak- ureyri 25. þessa mánaðar með öllum ráðum. Bíll Kjartans er útbúinn með aðkeyptri vinnu á verk- stæði hér í bæ svo mikið er í húfi fyrir hann. Flestir aðrir keppendur útbúa bíla sína sjálfur. Þegar Kjartan mætti til keppni fyrst var hlegið að honum vegna þess að bíll hans var með splununý frambretti og héldu menn að hann myndi hlífa bíln- um og lenda í aftasta sæti. Það varð þó ekki, enda er mesti glansinn farinn af brettunum. Kjartan ætlar að keppa í íscrossinu í vetur en verður þá á öðrum bíl sem hann vill ekki veita nánari upplýsingar um. Kjartan ætlar einnig að taka þátt í íslandsmeistarakeppn- inni næsta sumar og hugs- ar gott til glóðarinnar með að velgja núverandi íslandsmeistara undir uggum. Gunnar Eiríksson við Rally-Cross bil sinn. Rally Cross er nú ein vinsælasta bílaíþrótta- greinin á Norðurlönd- um, bæði meðal öku- þóra og áhorfenda. Rally Cross er ung íþrótt hér á landi. Húsvíkingar byrj- uðu íþróttina hér norð- anlands með keppni á Húsavík sumarið 1981. Bílaklúbbur Akureyrar hélt sína fyrstu keppni í Rally Cross nú í sumar. Áður hafði B.A. haldið hér keppni í ískrossi sem er mjög svipað Rally Cross nema hvað hjólbarðar eru sérút- búnir með ísnöglum til að fá grip á ísnum. B.A. hefur í hyggju að kynna þessar íþróttir meira í vetur og jafnvel að halda námskeið í útbún- aði bflanna og akstri. í Rally Cross er keppt á um 1 km langri braut sem tengist þannig að ekið er í hring eftir hring. Brautin er mal- arbraut, oft með mal- bikuðu starti. Hæfilega margar beyjur og mis- hæðir eru hafðar á brautinni til að gera keppnina erfiðari. Árekstrar, útafkeyrslur og veltur eru mjög al- gengar en það hafa aldrei orðið slys á mönnum hérlendis. Mjög strangar reglur eru um öryggisútbúnað bflanna. T.d. veltibúr, 4ra punkta öryggisbelti, stóll með höfuðpúða, hjálmur, útsláttarrofí á rafmagn og slökkvi- tæki. Mjög gott sam- starf hefur verið milli bflaklúbbanna á Akur- eyri og Húsavík. Hafa Akureyringar og Hús- víkingar sótt hverjir aðra heim til skiptis. Áð tilefni Rally Cross keppninnar á morgun voru 4 ökumenn á Ak- ureyri heimsóttir og eru kynntir hér. Við biðjum velvirðingar á því að ekki er hægt að kynna alla keppendur. Gunnar Eiríksson Gunnar hefur að baki sér litríkan feril í sandspyrn- unni áður en hann hóf Rally Cross akstur. Hann ekur nú Skoda Pardus 1972, með 82 hestafla vél sem útbúin er með heima- smiðuðum flækjum, sog- grein og 42 mm Weber blöndungi. Heddið á vél- inni er einnig verulega breytt og Gunnar gekk svo langt að hann slípaði 8 24-.^pYéftlb'éij;t98é'

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.