Dagur - 28.09.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 28.09.1982, Blaðsíða 9
55 Dómaraskandall þegar KA tapaði fyrir Breiðablik í 2. deildinni Peir voru ekki hressir KA-strák- arnir eftir leikinn við HK, en hann var leikinn að Ásgarði Garðabæ á laugardaginn. Þetta verður vonandi síðasti leikur sem þeir dæma þessir dómarar, sagði einn þeirra, því þeir kunna alls ekki reglurnar. Þeir nefndu eftirfarandi dæmi: Leikmenn HK fengu fimm sinnum að sjá gula spjaldið en aðeins einum þeirra var vikið af leikvelli en samkv. hand- knattleiksreglum ber að vísa leikmönnum af velli eftir að tveimur hefur verið sýnt gula spjaldið. Leikmenn KA fengu eitt gult Kjeld Mauritsen. Flemming Bevensee. Jan Larsen þjálfari. spjald og síðan var einum þeirra vikið af leikvelli. Þá sögðu þeir að fimm mörk hefðu verið af þeim dæmd og aukakast dæmt í staðinn og í flestum þeim tilfella hefðu dómararnir verið allt of fljótir á sér að flauta. Að sögn Þorleifs, fyrirliða KA, var þetta mikill baráttuleik- ur og ekkert gefið eftir hjá hvor- ugum aðila. Hann kvað völlinn vera allt of lítinn til þess að leika á honum handknattleik, eða svipaðan og völlinn í Glerár- skóla. Hann kvað KA hafa kom- ist yfir strax í leiknum en HK náð að jafna um miðjan fyrri hálfleik og síðan komist yfir, og í Þorleifur Ananíasson. hálfleik var staðan 13 gegn 11, HK í hag. Síðari hálfleikurinn var jafn og skemmtilegur, sagði Þorleif- ur. Þegar örfáar mínútur voru eftir var staðan 18 gegn 18, en þá var Kjeld vísað af leikvelli og HK náði að gera tvö mörk án þess að KA tækist að svara og sá munur nægði þeim því leikurinn endaði með HK sigri, 23 mörk- um gegn 21. Jafntefli hefði verið sanngjarnt miðað við gang leiks- ins, sagði Þorleifur að lokum. Flest mörk KA í þessum leik gerðu Danirnir, en Kjeld gerði 7 og Flemming 6. Þorleifur gerði 4, Friðjón 3 og Kristján 1. Jafntefli varð í fyrsta leiknum SÍS sigraði í firmakeppninni Fyrsti leikur KA í annarri deild- inni á þessu keppnistímabili fór fram í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellssveit. Andstæðingarnir voru Kópavogsliðið Breiðablik. Þessi leikur var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en liðin skildu jöfn bæði skoruðu 19 mörk. Blikarnir leiddu í fyrri hálfleik og höfðu tveggja marka forustu í hálfleik, níu mörk gegn sjö. Þeir komust síðan í fjögurra marka mun í síðari hálfleik, en smám saman tókst KA að saxa á for- skotið og náðu að jafna. Rétt fyrir leikslok komst KA yfir, 19 gegn 18 en Blikunum tókst af harðfylgi að jafna metin og tryggja sér annað stigið. KA hafði boltann síðustu sekúnd- urnar í leiknum en tókst ekki að knýja fram sigur. Flest mörk KA gerði Guð- mundur Guðmundsson 5, Kjeld og Friðjón gerðu 4 hvor, Flemming gerði einnig 4 en öll úr víti. Þá gerðu Kristján Ósk- arsson og Jakob Jónsson eitt hver. Fyrirliði KA Þorleifur An- aníasson skoraði ekkert mark í þessum leik þrátt fyrir það að hann væri mikið inná, og kvaðst hann ekki einu sinni hafa reynt markskot. Það er óvenjulegt að leikir spilist þannig. Nýlokið er firmakeppni í knatt- spyrnu á vegum KRÁ. Alls tóku 15 lið þátt í mótinu sem fór mjög vel og skipulega fram. Keppt var í tveimur riðlum og léku sigur- vegarar í hvorum riðli til úrslita. Sá leikur fór fram um helgina og léku lið SÍS og starfsmanna Akureyrarbæjar. Það voru sam- vinnumennirnir sem sigruðu, skoruðu þrjú mörk gegn engu. Þeir sigruðu einnig í firma- keppni í innanhússknattspyrnu sem fram fór síðla vetrar sl. Hin sanna áhugamennska Fjórir efstir og jafnir Tvö golfmót voru haldin hjá Golfklúbbi Akureyrar um helg- ina. Voru það Stableford keppni sem leikin var á laugardag og „snærisleikur" sem haldinn var í fyrradag. í Stableford keppninni þar sem gefin var 7/8 forgjöf voru leiknar 18 holur. Þar urðu fjórir keppendur bestir og jafnir með 34 punkta þeir Ólafur Gylfason, Magnús Gíslason, Páll Pálsson og Sverrir Þorvaldsson. Dregið var um röð þeirra til verðlauna og varð röð þeirra þá eins og upp var talið hér að framan. Á sunnudag var svo „snæris- leikur“ þar sem þátttakendur fengu snæri í forgjöf og var lengd snærisins í samræmi við forgjöf þeirra. Þar sigraði Þór- hallur Pálsson á 64 höggum, Bjarni Jónasson var á 65 högg- um og Björn Axelsson þriðji á 66 höggum. Nú líður senn að lokum keppnistímabilsins og um næstu helgi er síðasta mót sumarsins. Það er bændaglíma, og um kvöldið verður svo árshátíð klúbbsins. Vetrarstarf Karatefélagsins Vetrarstarf Karatefélags Akur- eyrar er að hefjast. Þeir sem hafa hugsað sér að vera með í vetur eru beðnir um að hringja í síma 22736 millli kl. 17.30 og 19 næstu kvöld. Sagt er að hinn gamli ung- mennafélagsandi sé ekki lengur til staðar í íþróttum. Nú sé allt orðið miklu ómanneskjulegra og dulbúin atvinnumennska í öllu. Ætli það sé til dæmis ekki fátítt að landsliðsmenn í íþrótt- um greiði sjálfir fyrir keppnis- og æfingarferðir sínar. íþrótta- síðan hefur þó fregnað af a.m.k. einu landsliði sem svo er háttað um. Það er skíðalandslið íslands í alpagreinum. Það mun nú vera skipað eftir- töldum manneskjum: Björn Víkingsson, Bjarni Bjarnason, Elías Bjarnason, Ólafur Harð- arson, Guðrún Jóna Magnús- dóttir og Tinna Traustadóttir, öll frá Akureyri, Daníel Hilm- arsson frá Dalvík, Árni Þór Árnason frá Reykjavík og Guðmundur Jóhannsson frá ísa- firði. Nanna Leifsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir og Ásta Ás- mundsdóttir voru einnig valdar en treystu sér ekki til að taka þátt í þessum undirbúningi. Þetta fólk hefur farið tvívegis í sumar í vikuferðir í Kerlinga- fjöll og æft þar alla daga. Þessar ferðir hafa þau orðið að borga sjálf og að sjálfsögðu tapað vinnu en flestir eru í skóla og því sumarið tilvalið til að afla tekna fyrir veturinn. Nú í haust fara þau síðan til Geiló í Noregi og verða þar fram að jólum eða á annan mánuð. Þarna æfa þau og keppa og verða sjálf að greiða kostnað- inn. Beinn útlagður kostnaður við þessa ferð er á bilinu 30 til 40 þúsund fyrir hvern einstakling, fyrir utan vinnutap. Það er ekki gaman að sleppa þessu því heyrst hefur að um áramótin verði Ólympíulið íslands valið fyrir leikana 1984 og þess vegna er mikið í húfi að standa sig vel fram að þeim tíma sem liðið er valið. Eftir áramótin er síðan áætluð önnur æfing og keppnisferð til meginlandsins og að sjálfsögðu á kostnað einstaklinganna í skíða- landsliðinu. Hver er svo að tala um atvinnumennsku í íþróttum. Körfuknattleiksdeild Þórs: Körfubolta- námskeið fyrir byrjendur Körfuknattleiksdeild Þórs er um þessar mundir að hleypa af stað námskeiði fyrir byrjendur í körfuknattleik og aðra þá sem verða 13 ára á þessu ári og yngri. Námskeiðið verður tvívegis í viku, á föstudögum kl. 15.10 í Glerárskóla og á mánudögum kl. 16 í Glerárskóla. Kennari verður Bandaríkjamaðurinn Robert McField og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að mæta. *é^élrifitolSÍ82 —'DAGt/FÍ -9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.