Dagur - 28.09.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 28.09.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, þriðjudagur 28. september 1982 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Nýr löndunar- kantur hjáÚA Fyrir heigina var tekinn í notk- un nýr löndunarkantur við bryggju Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. en þá kom togarinn Kaldbakur inn til löndunar. Nýi löndunarkanturinn sem er 77 metra langur kemur í beinu framhaldi af bryggjunni þar sem togararnir hafa landað til þessa - til suðurs. Með tilkomu þessa nýja löndunarkants skapast mikið hagræði við löndunina því togar- arnir landa afla sínum alveg við dyr fiskmóttökunnar. Að því loknu bakka þeir upp í hornið við bryggjuna og taka Jtar ís. Fiskar varla fyrir kælivatni Siglufirði 27. september. Kaldbakur við nýju löndunarforyggjuna. Mynd: áþ. Fé virðist veraí góðu meðallagi Gunnarsstöðum 24. sept. Nú er búið að ganga fyrstu og víða aðrar göngur og slátrun stendur yfir. Féð hefur reynst vera í með- allagi og sennilega vel það. Heimtur hafa verið dágóðar. Heyfengur var rýr, langt undir meðallagi, en misjafn milli bæja. Sumsstaðar allt niður í að vera ekki nema um 40% af eðlilegum heyfeng og allt upp í það að vera í meðallagi. Gæðin virðast hins- vegar vera talsverð. Pað er kaiið í vor sem veldur því hversu mis- jafnt þetta hefur verið. Annars eru allir hér um slóðir á kafi í sláturtíðinni og enn er eftir að fara talsvert í göngur. Togar- inn Stakfell landaði á mánudag 150 tonnum og hefur landað á 10 daga fresti 150-170 tonnum. Allir hafa því nóg að gera. Annars má víst ekkert framleiða í okkar þjóðfélagi, þá sitjum við bara við að flokka gula pappíra frá bleik- um þótt þjóðin lifi ekki á því endalaust. Ó.G. Hjónavigslum fækkar mjög Um þessar mundir eru geröir út tveir 70 tonna bátar á línu. Aflinn hefur verið sæmilegur, en þeir eru búnir að fara þrjá eða fjóra róðra og hafa komist upp í átta tonn í róðri. Einn bát- ur rær með þorskanet og hefur aflinn verið svo tregur að það er álitamál hvort hann hafi fiskað fyrir kælivatninu. Sigluvík liggur í höfn. Það er búið að taka togspilið í gegn og breyta lestinni þannig að nú er hún eingöngu ætluð fyrir kassa, stíurnar eru horfnar sem betur fer. Menn eru ánægðir með þessa breytingu enda er fiskur sem geymdur er í kössum allt annað og betra hráefni en sá sem kastað er í stíur. Væntanlega fer Sigluvíkin út á morgun. Stálvíkin kom inn fyrir fjórum dögum með um 120 tonn af þorski. S.B. Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis var haldinn á Siglufirði nýlega og hófst með guðsþjónustu í Siglufjarðar- kirkju. Prófastur flutti ávarp og gat um fréttir úr sóknunum, en miklar breytingar hafa orðið á prestþjónustu á héraðsfundar- árinu. í skýrslu prófasts kom fram að fluttar voru 239 almennar messur á árinu, 106 barnamessur og 89 aðrar eða alls 434 messur sem er örlítið meira en árið áður. Skírð voru 354 börn og tala fermingar- barna var 448. Varðandi hjónavígslur taldi prófastur mjög síga á ógæfuhlið- ina. Þær voru aðeins 75 á móti 122 árið 1979. Þessar tölur sýnaglögg- lega hversu mikil aukning hefur orðið á því að fólk búi saman í óvígðri sambúð. Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Vinnslueftirlitskerfi tekið í notkun Vinnslukerfi það, sem Fram- leiðni sf. hefur verið að þróa á undanförnum árum með að- stoð Raunvísindastofnunar Háskólans og í samvinnu við Fiskiðjusamlag Húsavíkur og fleiri frystihús, hefur nú verið tekið að fullu í notkun í Fisk- iðjusamlaginu á Húsavík. Þetta kerti er samsett af tækjum sem skrá ýmsar upplýsingar um framleiðsluna á öllum vinnslu- stigum. Þessum upplýsingum er síðan safnað saman í safnstöð. Safnstöðina er hægt að tengja tölvu sem vinnur úr þeim upplýsingum sem hún safnar saman. Einnig er hægt að handvinna niðurstöður úr upplýsingunum, þar sem tölva er ekki fyrir hendi. Tilgangurinn með þessu kerfi er að fylgjast nákvæmlega með framleiðslunni á öllum stigum á fljótvirkari og öruggari hátt en hægt er með öðru móti, þannig að á hverjum tíma dagsins sé vitað hvernig hinir ýmsu þættir vinnsl- unnar ganga, og hægt sé að kippa því, sem úrskeiðis kann að fara, í lag samdægurs eða á mjög skömmum tíma. En eitt af stærstu vandamálum fiskvinnslunnar fram að þessu hefur verið það að nokkuð langur tími hefur liðið frá því að eitthvað hefur raskast í vinnslunni og þangað til hefur komið í ljós. Síðan hefur þurft að eyða tíma í það að finna hvar röskunin hefur átt sér stað, og þá fyrst hefur verið hægt að huga að úrbótum. Þannig hafa einstakir þættir vinnslunnar verið í ólagi í einhverja daga eða jafnvel vikur, áður en hægt hefur verið að ein- angra vandamálið og finna lausn á því. Þetta nýja kerfi ætti því að vera mjög til bóta, auk þess sem öll mælitæki í því eru miklu ná- kvæmari en áður var, en það gerir vinnsluna árangursríkari. __/ Vinna á slysa- varðstofu Eins og kunnugt er fá öku- menn háa sekt ef þeir eru staðnir að of hröðum akstri um götur bæjarins, en það er e.t.v. ekki nóg. Það þarf að „skikka“ suma þeirra til að vinna á slysavarðstofunni i eina eða tvær helgar svo þeir fái að sjá afleiðingar glanna- legs aksturs með eigin aug- um. „Hegningar“ af þessu tagi er algengar t.d. í Banda- ríkjunum og víðar og hafa gefið góða raun. # Þakkirtil lögreglu Um þessar mundir fíykkjast þúsundir barna í skólana. Á Akureyri hefur lögreglan haft gætur á helstu götunum í nágrenni skólanna, en nærvera hennar hefur ugglaust haft þau áhrif að ökumenn aka hægar en ella. Það ber að þakka lögregl- unni fyrir hve vel hún hefur fylgst með börnunum. # Afsér- hönnuðum lögregluskóm Það vakti nokkra athygli þeg- ar Dagur greindi frá því á sín- um tíma að ríkið ætlaði að út- vega löggæslumönnum sín- um sérhannaða lögregluskó. Enn meiri athygli vakti það að ekki skyldi reynt að fá þá keypta innanlands. En héreru nýjar fréttir af málinu. Sér- hönnuðu þýsku lögreglu- skórnir munu hafa reynst handónýtir og vonast Iðunn- armenn nú til þess að leitað verði til þeirra. Þetta gæti orð- ið töluverð búbót fyrir Iðunni því ( nýjum kjarasamningum lögreglumanna er gert ráð fyrir að þeir fái tvö pör af skóm í stað eins áður. # Hreinsa höfnina Þær fréttir berast úr Flatey að það eigi að fara að hreinsa höfnina, sem er full af þara. Undanfarin ár hafa bátar ekki getað notfært sér nýrri bry- ggjuna í Flatey, en oft hefur þó verið full þörf á því. Sjóm- enn hafa Ifka kvartað undan lyktinni sem kemur úr höfn- inni. Þetta er lykt af rotnandi sjávargróðri og er með ólík- indum hve hún er vond. Efl- aust er það olíuævintýrið í Flatey sem hefur ýtt á menn að ráðast í þessa þörfu framkvæmd, en þess má að lokum geta að gárungarnir nefna tilvonandi olíuvinnslufyrirtæki „Flatey- oil“. # Óbýtti Ásgrfmur Ijósmyndari hjá Norðurmynd kom að máli við blaðið og sagði að hann þekkti vel orðið „óbýtti“. Það var notað þegar hann safnaði spilum fyrir röskum tuttugu árum, merkti spil sem ekki mátti láta af hendi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.