Dagur - 30.09.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 30.09.1982, Blaðsíða 1
Starfsfólk Lelkfélags Akureyrar. — Ljósmynd: Þengill ATOMSTÖÐIN Fimmtudagskvöldið 7. októ- ber frumsýnir Leikfélag Aur- eyrar Atómstöðina eftir Hall- dór Laxness í nýrri leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. í Atómstöðinni segir Norðan- stúlkan Ugla (Guðbjörg Thor- oddsen) sögu sína. Hún kemur norðan úr Eystridal til Reykja- víkur haustið 1945 til að læra á orgel og ræðst í vist hjá Árlands- hjónunum (Theodór Júlíusson og Sunna Borg). Þar kynnist hún reykvískri yfirstétt þess tíma og gestum heimilisins eins og for- sætisráðherranum (Þráinn Karlsson), amerískum hers- höfðingjum (Jónsteinn Aðal- steinsson og Þórður Rist), og ekki síður börnunum (Ragn- heiður Tryggvadóttir, Bjarni Arngrímsson og Gunnar Ingi Gunnsteinsson). Hún lærir á orgelið sitt hjá organistanum (Marinó Þor- steinsson), sem býr með aldraðri móður sinni (Þórey Aðalsteins- dóttir) og hýsir einnig gleðikon- una Kleópötru (Halla Svavars- dóttir). A heimili organistans mætist undarlegasti söfnuður fólks: skækjur, þjófar, lögreglu- menn, skáld og listamenn (Kjartan Bjargmundsson, Arnór Benónýsson, Gestur E. Jónas- son og Þráinn Karlsson). Þriðja veröldin sem Ugla kynnist í Reykjavík er veröld hinna snauðu, veröld alþýðunn- ar sem vinnur í brauðsölu og geymir barn sitt í kulda vindsins bak við hús í leyfisleysi og hittist á sellufundi til að rýja sig fyrir málgagn sitt (Þóra Aðalsteins- dóttir, Halldór Björnsson). Annað fólk leikur Ingibjörg Eva Bjarnadóttir, Ragnar Einarsson og Gunnlaugur Ingivaldur Grét- arsson. Á milli þessara þriggja heima sögunnar ferðast Ugla, og áhrofendur fá óminn af sam- tímaviðburðum þessa tíma, en leiknum lýkur á útfarardegi Jón- asar Hallgrímssonar í nóvember 1946. Atómstöðin var mjög umdeilt verk á sínum tíma og er enn. Hún var viðbrögð mikils skálds við samtímaviðburðum eins og Keflavíkursamningnum 1946, meðferðinni á jarðneskum leif- um Jónasar Hallgrímssonar, bardaga við lögreglustöðina á gamlárskvöld, spillingu, sonar, ástmagar þjóðarinnar, minka- þjófnaði, hugmyndum manna á þeim tíma um listir, siðferði, trúmál og sjálfstæði þjóðar. En síðast og ekki síst er Átómstöðin saga stúlkunnar Uglu, sem segir í upphafi leiks: „Er nokkuð til hlægilegra en peníngalaus stelpa norðanúr landi sem segist ætla að verða að manni?“ Leikstjóri Atómstöðvarinnar er Bríet Héðinsdóttir, hönnuður leikmynda og búninga Sigurjón Jóhannsson, ljósahönnuður Ingvar Björnsson, um leikhljóð og ljósabeitingu sjá Viðar Garð- arson og Þórarinn Ágústsson og búningameistari er Freygerður Magnúsdóttir. Iar róstur é gamtárskvöld j.ögn'glnn varil o\l ai> be,ta kyU«>» II/ '' / Jónasar tíalUrútt«so*ar flatt heim eltir 101 ar j .... , ... j Sigurjóu Pctursson fór mci) hchnn no^.n- ■ ' ()xv< I dnl. cn juiiiun voru jnnt '' tyvottío* Dal vilt í dansar t * ÍÁ aí»ot aí ^ « l>.'‘'ðska(l Bandaí-Ílttn , tfl/a U ðsetja þæi (I samningut fa-\l inin tckin Au AU>»ng» sampy samnings' 1 \ iik'’ ““ rikisSll° .„„laníörnUJÍÍÍkB—^^ .3.0, sepíemherl 9B2-DAGUB-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.