Dagur - 30.09.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 30.09.1982, Blaðsíða 7
Verkefni leikársins 1982-1983 1. Atómstöðin eftir Halldór Laxness, ný leikgerð eftir Bríeti Héðinsdóttur. Frumsýning: 7. október 1982. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: IngvarBjörnsson. Leikhljóð: Viðar Garðarsson. 2. Siggi var úti. Barnaleikrit eftir Signýju Pálsdóttur. Frumsýning: 4. desember 1982. Leikstjóri: Signý Pálsdóttir. Leimkmynd: Þráinn Karlsson. Leikbúningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing og leikhljóð: Viðar Garðarsson. 3. Bréfberinn frá Aries eftir Ernst Bruun Olsen. Frumsýning: 5. febrúar 1983. Leikstjóri: Haukur Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Svein Lund Roland. Stuldir ocf skemmdar- verk hrjá SamkomuhúsiB 4. Nýtt íslenskt verk skrifað sérstaklega fyrir Leikfélag Akureyrar. MIÐASALA Aðgöngumiðasala Leikfélags Akureyrar verður opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 17-19. Sýningardaga frá kl. 17-20.30. Verð aðgöngumiða kr. 110. Verð leikskrár kr. 15. Frumsýningarkort sem gildir á 4 frumsýningar kr. 440. Áskriftarkort sem gildir á 4 sýningar (2., 3. eða 4. sýningu) kr. 400. Sala á aðgangs og frumsýningarkortum hefst þriðjudaginn 5. október kl. 17. Miðasölustjóri er Guðrún Stefánsdóttir. Sala aðgöngumiða: Hafnarstræti 57, norðurdyr, sími 24073. Á meðan Leikfélag Akureyrar notaði Gamla Bamaskólann, sem er í næsta húsi, sem bún- ingageymslu voru innbrot í hús- ið og stuldur á verðmætum, Ofnasmiðja Norðurlands Kaldbaksgötu 5, sími (96)-21860 Akureyri. gömlum leikbúningum, orðinn daglegur viðburður. Einkum kvað rammt að þessum óleik síðastliðinn vetur, er gömul föt voru orðin eftirsótt tískuvara hjá unga fólkinu. Hurfu þá dýr- indis tjullkjólar, kjólföt, vesti, smókingar, hattar og margt fleira, sem er óbætanlegt tjón fyrir búningsdeildina að missa. Er leikhússtjórinn mætti til vinnu sinnar einn mánudags- morguninn í september var ófagurt um að litast á nýupp- gerðri skrifstofunni. Höfðu ein- hverjir skotglaðir náungar sent grjóthnullunga inn um báðar rúður skrifstofunnar svo að brotin og glersallinn voru vand- lega dreifð yfir öll húsgögn, bækur, teppi og tæki skrifstof- unnar. Um daginn var vinnusamur leik- ari að ryksuga „drapperingar“ leikhússins og dundaði við það á gólfi fatageymslunnar. Hann brá sér aðeins í kaffi, en er hann mætti aftur til starfa brá honum heldur í brún. Þá hafði enn ein skyttan sent stærðar grjót ofan úr brekkunni fyrir ofan leikhús- ið, gegnum glugga kvennasnyrt- ingar, inn um næstu dyr og á þann sað er ryksugan lá og beið þess að halda verkinu áfram. Má nærri geta hvort leikarinn varð ekki kaffitárinu feginn eftir á. Fjárvana leikhúsið reynir að bæta ástand sitt með gælgætis- sölu í hléum og vonast til að sæt- indin gleðji líka leikhúsgesti. En fleiri girnast góðmetið en boðnir gestir. Ókunnir sælkerar hafa verið iðnir við að brjótast inn í sælgætissöluna á ólíklegustu tímum og verið stöku sinnum svo stórtækir að allur lagerinn er horfinn þegarsölustjórinn mætir til starfa. Fyrirtæki þetta er því rekið með tapi sum leikárin á meðan tannlæknar græða. Finnst nú aðstandendum leik- hússins kominn tími til að þess- um ólátum linni, en sökudólg- arnir sjái að ség og mæti frekar á leiksýningar. i\Tú er að halda áfram á sömu Jbraut Á fjárlögum þessa árs veitti Ak- ureyrarbær nokkurt fé til sér- legra endurbóta á Samkomu- húsinu og í sumar hefur verið unnið að þeim framkvæmdum. Skipt var að mestu um járn á þaki hússins, þakrennur og niðurföll endurnýjuð og þar í settur hitakapall. Þá var einnig allt loft hússins einangrað. Nokkuð var unnið að endurnýj- un raflagna, tengdum leiksviðs- lýsingu og útbúin var ný geymsluaðstaða fyrir hljóðfæri hússins. Þetta hljóðfæri, sem er flygill af C. Bechstein gerð, hef- ur verið á endalausum hrakhól- um og hlotið mjög slæma með- ferð í gegnum tíðina. Hljóðfær- ið er eini flygillinn í eigu Akur- eyrarbæjar og þyrfti hið bráð- asta að taka hann til gagngerrar endurnýjunar. Að mati færustu manna er þetta upprunalega mjög vandað hljóðfæri og til- tölulega auðvelt að hefja glæsi- leik þess til vegs á ný. Nú, svo er að nefna það sem allir sjá, að húsið hefur verið málað að utan. Allar endurbætur og lagfær- ingar á Samkomuhúsinu, þessu gamla og glæsilega húsi, þökk- um við sem hér störfum, og einnig þeim þúsundum bæjar- búa sem sækja hingað leiksýn- ingar og aðrar samkomur. Og nú er að halda áfram á sömu braut, enda er það sið- ferðileg skylda okkar að láta ekki tímans tönn naga sundur uppistöður þessa gamla og góða húss. Teiknistofa húsameistara hef- ur yfirumsjón með öllum fram- kvæmdum varðandi samkomu- húsið, en núverandi hússtjórn skipa: Húsameistari Akureyrar- bæjar, Ágúst Berg, Svanur Eir- íksson, arkitekt, tilnefndur af Akureyrarbæ og Þráinn Karlsson, leikari og húsvörður f.h. Leikfélags Akureyrar. 30. september 1982 - DAGUR -15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.