Dagur - 30.09.1982, Side 8

Dagur - 30.09.1982, Side 8
Upphaf Leikfélags Akureyrar Upphaf leiksýninga á Akur- eyri má rekja aftur til ársins 1860, þegar danska kómedían „Intrigerne“ eftir Hostrup var sýnd hér í Öjfjords Hand- elsted í vöruskemmu í inn- bænum og var helsti for- göngumaður þeirrar sýningar Bernhard Steincke kaup- maður. Síðan hefur leiklist- argyðjan Thalía svifið hér yfir vötnum og oft á eftirminnileg- an hátt. Má nefna sýningu á Útilegu- mönnunum eftir séra Matthías Jochumson 1877, en þærsýning- ar voru auglýstar þannig að skot- ið var úr fallbyssum í innbænum þegar sýningar skyldu hefjast. Hátíðasýningin árið 1890, vegna 1000 ára afmælis Helga magra, var einhver merkasta sýningin fyrir aldamót, en þá var sýndur sjónleikurinn Heigi magri eftir Matthías með Pál Árdal í aðal- hlutverkinu. Leikið var í vöru- skemmu á Oddeyrartanga og þótti ýmsum áhorfendum það ganga göldrum næst að sjá skip Helga magra sigla inn Eyjafjörð (á skemmugólfinu!). Fram til þessa höfðu menn gert sér að góðu að leika í vöru- skemmum, salthúsi, skólastofu, veitingasal eða sláturhúsi, en með vaxandi kröfum og aukinni getu var reist leikhús, sem vígt var í ársbyrjun 1897. Leikstarfsemin jókst enn til muna og einnig störf templara, sem áttu nær helming hússins og var því ráðist í aðra og mun stærri leikhússbyggingu og reist Samkomuhúsið, sém leikið er í enn í dag. Það var vígt 23. janú- ar 1907 með miklu samkvæmi og sýningu á Ævintýrí á gönguför. Leikfélag Akureyrar (hið eldra) var stofnað 1907 og starfaði af miklum krafti til 1911, en var þá slitið. Úr „Mýs og menn" sem sýnt var 1954-1955. Frá vinstri eru Vignir Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Elías Kristjánsson, Jón Kristinsson og Guðmundur Gunnarsson. „Skugga-sveinn" 1935-1936. „Þrettándakvöld" 1963-1964. Brynhildur Steingrímsdóttir, Jóhann Ögmundsson og Jón Kristinsson i hlutverkum sínum. „Brúðuheimilið" 1944-1946. Alda Möller í hlutverki Nóru. Leikarar á sýningu LA á Fjalla-Eyvindi 1922. Haraldur Björnsson lengst til vinstrí. „Þið munið hann Jörund'* 1969-1970. Þráinn Karlsson, Arnar Jóns- son og Sigmundur Örn Arngrímsson. um sögu Leikfélags Akureyrar er bent á fróðlega og skemmti- lega grein eftir Harald Sigurðs- son „Stiklað á stóru í sögu LA“ í afmælisriti LA frá 1977. En það Leikfélag Akureyrar, sem starfar enn í dag var stofnað sumardaginn fyrsta 1917, en kjarninn úr þeim hópi hafði staðið að sýningu á Skugga Sveini sama vor. Fyrstu stjóm félagsins skipuðu: Júlíus Hav- steen, Hallgrímur Valdimarsson og Sigurður E. Hlíðar, en gjald- keri utan stjórnar var kosinn Jóhannes Jónasson. Þeim sem vilja fræðast nánar J6 19§2

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.