Dagur - 30.09.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 30.09.1982, Blaðsíða 3
Bjarni Ingvarsson. af slysförum, Illur fengur og Don Kíkóti. Auk þess hefur hann leikið í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Auk Ragnheiðar starfa tveir nýútskrifaðir leikarar með LA í Atómstöðinni. Pað eru þeir Amór Benónýsson. Amór Benónýsson frá Hömrum í Reykjadal, fæddur 13.8.1954 og Kjartan Bjargmundsson frá Reykjavík, fæddur 22.11.1956. Aðrir sem nú leika í fyrsta skipti með LA í Atómstöðinni eru Halldór Bjömsson, Gunnar Tveir leikarar hafa nú bæst í hóp fastráðinna starfsmanna leikfé- lagsins, þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Bjarni Ing- varsson. Ragnheiður Tryggvadóttir er fædd 3.11.1958 og er uppalin á Skrauthólum á Kjalarnesi. Hún varð stúdent frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð 1977 og á skóla- árunum tók hún virkan þátt í leikstarfi menntaskólanema, lék í þremur opinberum leiksýning- um og var um tíma formaður leilistarklúbbs MH. Hún stund- aði nám í bókmenntasögu við Háskóla íslands veturinn 1977- 1978, en þá hóf hún nám við Leiklistarskóla íslands og út- skrifaðist þaðan síðastliðið vor. Með nemendaleikhúsinu lék hún í eftirtöldum leikritum: Jó- hanna frá Örk, Sorglaus kon- ungsson, Svalirnar og Þórdís þjófamóðir, börn, tengdabörn og barnabörn. Bjami Ingvarsson er fæddur 30.8.1952 og er uppalinn að Ey- jólfsstöðum í Vatnsdal. Hann lauk námi frá Leiklistarskóla ís- Kjartan Bjargmundsson. Ingi Gunnsteinsson, Halla Svav- arsdóttir, Ingibjörg Eva Bjarna- dóttir, Ragnar Einarsson og Gunnlaugur Ingivaldur Grétars- son öll búsett á Akureyri. Leikfélagið býður allt þetta fólk velkomið til starfa. Ragnheiður Tryggvadóttir. lands vorið 1977 og hefur starfað hja Alþýðu81eikhúsinu síðan 1978. Þar hefur hann leikið í eftirtöldum sýningum: Nornin' Baba Jaka, Blómarósir, Heimil- isdraugar, Við borgum ekki, Pœldu í því, Stjórnleysingi ferst Lyftu þér upp í leikhúsinu •Er langt síðan þú fórst í leikhúsið? •Manst þú hvað það var gaman? • Jæja, — ef það var ekki gaman síðast var þá ekki gaman næstsíðast? Það er ágætis upplyfting í því að skreppa í leikhúsið eina kvöldstund. Þú getur slegið á þráðinn til okkar í leikhúsinu eftir 5 og mætt hér á sýningu rétt fyrir hálfníu. Ennþá betra væri þó að kaupa sér áskriftarkort. Þá er búið að taka frá fyrir þig sæti á ákveðna sýningu hvers verks fyrir allan veturinn. Ef þú kaupir frumsýningarkort ertu meira að segja með „þitt sæti“ fast á allar frumsýningar, svo þín verður saknað, ef þú mætir ekki. í hléinu er upplagt að fá sér splunkunýtt konfekt í sælgætis- sölunni. En ekki láta skrjáfa hátt í pokanum á meðan við leikum. Það er tilvalið að bjóða næsta manni mola en í guðanna bæn- um segðu ekki „plís“ þegar þú býður eins og hún Sunna segir í Atómstöðinni. Við gerum verkfall, 1981. Eftirlitsmaðurinn, 1982. 2. verkefni 3. verkefni Barnaleikritið „Siggi var úti“ fjallar um ævintýri sem gerast úti í hrauni á íslandi, þar sem fjöl- skylda hefur tjaldað í útilegu. í hrauninu leynast vísindamaður, sem er að rannsaka íslenska refinn, grenjaskyttur, skinna- sölumenn, skúrkar og tófur, sem lenda í hringrás viðburðanna. Leikurinn berast einnig inn á sveitasjúkrahús og tískumiðstöð í Reykjavík. Margir söngvar eru í leikritinu. Frumsýning á „Siggi var úti“ verður í byrjun desemb- er. „Bréfberinn frá Arles“ er gam- anleikur sem gerist á síðustu ævinárum hollenska listmálar- ans Vincent Van Gogh. í dag er hann álitinn snillingur, en á sín- um tíma var hann misskilinn og fátækur. Árið 1888 settist hann að í Arles í Frakklandi og þar málaði hann margar af sínum frægustu myndum. Arles var lít- ið sveitaþorp þar sem „allir þekktu alla“ og Van Gogh var fljótlega álitinn stórskrýtinn. Krakkarnir ofsóttu hann með blessun bæjarbúa. Einn viðurkenndasti leikrita- höfundur Norðurlands, Ernst Bruun Olsen, hefur hrifist svo af Bréfberinn Roulin Arles 1888. Madame Roulin Aries 1889. sögu hans og málverkum að hann skapaði kyngimagnaðan gamanleik „Bréfberann frá Arles“, þar sem hann lýsir sam- skiptum listmálarans Van Gogh og fyrirsætu hans: Bréfberanum Roulin. Roulin er alþýðumaður- inn. Það var alþýðan, lífið og ástin, sem Vincent vildi mála og það finnur hann hjá bréfberan- um Roulin og konu hans. Þessi litríka sýning var frumsýnd í Árósum í Danmörku 1974 og hefur síðan verið á fjölum um tuttugu leikhúsa í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi við fádæma vinsældir en verður nú á íslandi í fyrsta sinn. Frum- sýning á „Bréfberanum" verður í byrjun febrúar. 30. september 1982- DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.