Dagur - 30.09.1982, Síða 5

Dagur - 30.09.1982, Síða 5
Sjálfstætt fólk“ 1979. Kristnihald undir Jökli" 1976. Fastráðnir starfsmenn Leikfélags Akureyrar 1982-1983 Nú eru 10 manns fastráðnir hjá Leikféiagi Akureyrar, þar af 4 nýliðar. Frá síðasta leikári halda áfram: Sunna Borg, leikkona, Thecdór Júlíusson, leikari, Marinó Þorsteinsson , leikari, Þórey Aðalsteinsdóttir, leik- kona og gjaldkeri, Þráinn Karls son, leikari, húsvörður og yfir- maður smíðadeildar og Frey- gerður Magnúsdóttir, bún ings- meistari. Þeir sem nú eru fastráðnir í fyrsta sinn eru: Ragnheiður Tryggvadóttir, leikkona, og Bjarni Ingvarsson, leikari, en þau eru kynnt annars staðar í blaðinu. Viðar Garðarsson, tæknimað- ur. Hann er búinn að starfa laus- ráðinn hjáleikfélaginu í 3 ár, en varði sumrinu í námskeið á veg- um Nordiska Teaterkommitt- éen. Annað námskeiðið var „Ljós og hljóð, sem listrænt tjániangarform" á Intimiteatteri í Finnlandi, kennarar Robert Ornbo, Ijósahönnuður og David Collison, hljóðhönnuður. Hitt námskeiðið hét „Myndvörpu- tækni og gerð slidesmynda" á Intimiteatteri, Finnlandi, leið- beinandi Robert Ornbo frá The- atre Projects Services ltd. Eng- landi. Signý Pálsdóttir, leikhús- stjóri, er Ieikhúsfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla, en þar stundaði hún nám 1970- 1975. Síðan hefur hún starfað sem tuangumálakennari í Stykk- ishólmi og fengist við leikstjórn, leikritaþýðjngar, leik og leið- beinendastörf í leiklist jafnhliða kennslunni. Námskeið á vegum Leikfélags Akureyrar Leikfélag Akureyrar verður með ýmiss konar námskeið fyrir áhugafólk leiklistarinnar í vetur. Fyrstu námskeiðin verða helgina 15.-17. október og eru einkum ætluð fólki frá áhugaleikfélögunum á Norðurlandi. Þátttakendum gefst kostur á að sjá syningu á Atómstöðinni föstudagskvöldið 15. októberkl. 20.30 og verður komið saman eftir sýninguna og rætt um til- högun námskeiðanna. Á laugar- dagsmorgun kl. 10 hefjast nám- skeiðin aftur en þau verða 4 í gangi í einu og munu standa til kl. 5 á laugardag og aftur frá kl. 10 til 5 á sunnudag. Eftirtalin námskeið standa til boða: Grímugerð og leiktjalda- smíði. Leiðbeinandi: Þráinn Karlsson. Ljósabeiting og ljósa- tækni. Leiðbeinandi: Viðar Garðarsson. Leikræn tjáning. Leiðbeinendur Theodór Júlíus- son og Sunna Borg. Framsögn. Leiðbeinandi: Signý Pálsdóttir. Leikfélagið sér þeim fyrir svefn- pokaplássi sem vilja. Nám- skeiðsgjald verður 300 krónur fyrir leikhúsmiða, efniskostnaði og kennslu. Nánari upplýsingar og skrán- ing á námskeiðin fer fram á skrifstofu Leikfélags Akureyr- ar, Hafnarstræti 57, sími 96- 24073, opið frá kl. 10-4 alla virka daga. Umsóknarfrestur um þátttöku í námskeiðunum rennur út mánudaginn 11. október. Hendið ekki Guðbjörg Thoroddsen í hlutverki Norðanlandsstúlkunnar Uglu í „Atómstöðinni" Ljósm.: Þengill. ölluá haugana! Oft sárvantar leikhúsið gömul við í Samkomuhúsinu eftir stór- föt, skótau og höfuðföt, jafnvel hreingerningar og bæru undir gleraugu og gamla tanngóma, okkur þau gögn, sem af má sjá. semerfitteríaðná. Þaðværiþví Ekki væri síðra að áskotnast vel þegið ef hugulsamir þegnar húsgögn og aðra muni, sem allsnægtarþj óðfélagsins kæmu muna kannski fífil sinn fegri. Leikhúsráð Stjórn Leikfélags Akureyrar myndar, ásamt einum fulltrúa tilnefndum af bæjarstjóm Akur- eyrar og einum tilnefndum af starfsfólki, leikhúsráð. Formað- ur félagsins er formaður leikhús- ráðs. Hlutverk leikhúsráðs er að hafa umsjón með allri starfsemi og rekstri leikhússins. Það tekur allar meiriháttar ákvarðanir er stofnuna varðar, ræður leik- hússtjóra, leikara og aðra starfs- menn að leikhúsinu. Fundir leikhúsráðs eru nú fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Leikhússtjóri, Signý Pálsdótt- ir, situr fundi ráðsins. í leikhús- ráði eru nú: Guðmundur Magn- ússon, formaður, (LA), Val- garður Baldvinsson, ritari, (full- trúi Akureyrarbæjar), Þórey Aðalsteinsdóttir (LA), Frey- gerður Magnúsdóttir (LA), Sunna Borg (fulltrúi starfsfólks). Varaformaður LA, Theodór Júlíusson, situr einnig fundi ráðsins. Viðar Garðaraaon tseknimaður, Marlnó Þorstelnsson og Briet Hóðinsdóttir leikstjóri. ,Þrjár systur" 1982. *' ÍjíS * jlrá t Jb' wL /s8w’JÚr CfBT ^'Sæ yWSwftu ÆS H§ Jflyk > j©J|3| Jm U |t ^ ||K. Myndirnar þrjár hér I rammanum eru frá liönum árum í sögu Leikfélags Ak- ureyrar. A efstu myndinni sést troðfullt hús áhorfenda í sal og á svölum hússins, og er greinilegt að uppselt hef- ur veirð er sú mynd var tekin. Á myndinni í miðið er SvanhildurJóhannesdóttir í hlutverki Ástu í „Sjálfstætt fólk“, en það verk var sýnt árið 1979. Á neðstu myndinni eru þau Sigurveig Jónsdóttir og Aðalsteinn Bergdal í hlut- verkum sínum í „Stalín er ekki hér“ sem sýnt var árið 1980. 12- DAGUR - 30. september 1982 30. september 1982 - DAGUR -13

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.