Dagur - 29.10.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 29.10.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Ahersla lögð á landsbyggðarstefnu Það er athyglisvert þegar ályktanir frá kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra eru skoðaðar, að mikil áhersla er lögð á landbyggðarstefnu. Allt frá upphafi hafa framsóknarmenn einmitt beitt sér fyrir virkri landsbyggðarstefnu, viljað að íslending- ar sætu allir við sama borð þegar kemur að búsetu og atvinnumöguleikum. Þessi stefna flokksins hefur komið skýrt fram undanfarin ár enda hefur hann verið í aðstöðu til að koma sínum málum á framfæri. Þetta sjónarmið kemur t.d. greinilega fram í almennri kjördæmismálaályktun þar sem fjall- að er um félagslega þjónustu á landsbyggð- inni en ástæða er til að minna á aðrar ályktanir sem Dagur hefur þegar birt. í henni var skorað á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að hraðað verði lagningu sjálfvirks síma í kjör- dæminu og jafnframt benti þingið á að víða ríkti algjört ófremdarástand í símamálum í kjördæminu. Síðan segir: „Þingið telur að fyrir löngu hafi verið tímabært að ljúka rafvæðingu í sveitum og leggur til að nú verði samþykkt tveggja ára áætlun þar sem Rafmagnsveitum ríkisins verði gert kleift að ljúka þessu verk- efni. Enn búa viss héruð í kjördæminu við léleg útvarps- og sjónvarpsskilyrði. Þingið telur slíkt ástand með öllu óviðunandi á öld tækni og vísinda og skorar á stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir úrbótum í þeim efnum, “ segir ennfremur í ályktuninni sem er um félagslega þjónustu. Sá vilji framsóknarmanna að jafna aðstöðu- mun landsmanna hefur oft farið í taugarnar á andstæðingum Framsóknarflokksins, sem hafa viljað einbeita sér að þeim svæðum þar sem finna má mörg atkvæði saman komin. En tilfellið er að áframhaldandi velferð íslendinga byggist á því að aðstöðumunur sé jafnaður, að fólk geti valið og hafnað þegar það kýs sér stað til að búa á. Mikið verk er eftir óunnið í þessu sambandi, en því geta landsmenn treyst að Framsóknarflokkurinn mun halda sínu striki í þessum efnum. Munum eftir þeim öldruðu og sjúku í almennu kjördæmismálaályktuninni er einn- ig fjallað um heilbrigðismál, en þar segir m.a.: „Þingið minnir á rétt þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, s.s. sjúkra, öryrkja og þroskaheftra og aldraðra og skyldur þjóðfé- lagsins gagnvart þeim. Þingið skorar á stjórnvöld að styðja af fremsta megni við starfsemi frjálsra félaga- samtaka, sem vinna að málefnum þessa fólks. Þingið fagnar byggingu nýrra heilsugæslu- stöðva og dvalarheimila fyrir aldraða í kjör- dæminu en leggur jafnframt áherslu á að enn eru mörg verkefni óleyst á því sviði. “ BÆKUR Kristján frá Djúpalæk Við upphaf listaviku sl. sumar talaði Andrés Björnsson út- varpsstjóri um að bækur ættu sér örlög. Það er vissulega satt og maður brýtur oft hugann um hver vefi þeim þau. Jafnvel virð- ast sumar bækur lifa lífi sínu eða deyja óháðar auglýsingaskrumi og gaspri ritdómara, öðrum er sá hávaði örlagavaldur. Nokkrar bækur, útgefnar á síðastliðnu ári, þykir mér hafa verið hljóðara um en þær eiga skilið, og því hefur mig langað til að reyna að koma £ veg fyrir að þögnin mikla yrði endanleg ör- lög þeirra. Áður en ég ræði um fyrstu bókina í þessu sambandi verð ég að hverfa rúm 40 ár til baka í tíma. í upphafi síðari heimsstyrjald- ar bárust nokkrar norskar flótta- fjölskyldur hingað til lands, sumar höfnuðu hér við Eyja- fjörð og dvöldust hér lengur eða skemur. Nú vill svo undarlega til að í þeim litla hópi voru tveir ungir drengir sem síðar urðu rit- höfundar í heimalandi sínu. Annar þeirra, Ingebrigt Davik, tók stúdentspróf hér við M.A. ogernú kunnurfjölmiðla- maður og barnabókahöfundur í Noregi. (Þekktur hér af bókinni í Mararþaraborg.) Hinn drengurinn, sem ég á er- indi við nú, heitir Asbjörn Hild- remyr. Hann hefur þýtt um 20 bækur af íslensku á sitt mál. Hann skrifaði tvær bækur um flóttafólkið og líf þess hér og hefur Guðmundur Daníelsson rithöfundur þýtt þær af mikilli íþrótt á íslensku. Þegar Þjóðverjar hertóku Noreg stigu margir vaskir dreng- ir um borð í skip sín og báta og lögðu út á leið til frjálsra landa, ýmist til að berjast þaðan fýrir land sitt eða aðeins að bjarga lífi og limum. Frá þorpinu Brattavogi á Sunnmæri héldu tveir 100 tn. bátar út og var förinni heitið til Ameríku. En þangað komust þeir aldrei. Þeir hrepptu veður mikil og náðu loks Færeyjum. Á öðrum þessara báta var Hild- remyr litli á áttunda ári ásamt foreldrum og systkinum og nokkrar fjölskyldur aðrar, vinir og vandamenn. Þau dvöldu fimm mánuði í Færeyjum og um dvölina þar fjallar fyrri bókin, hún hlaut í þýðingu Guðmundar nafnið í ofviðri. Næst lá leiðin til íslands og síðari bókin er sagan af dvölinni hér til stríðsloka. Sú bók heitir á norsku „Vestan for krigen" (tilviljun eða hvað? Sbr. Norðan við stríð). Guðmundur kallar bókina í herteknu landi. Disko hét bátur Hildremyrs- • • Oriög bóka fólksins. Hann kom fyrst upp að Austurlandi en hélt til Akureyr- ar. Þetta fólk átti nú sitt undir gestrisni okkar. Það var ekki létt verk að út- vega þessum nýju gestum hús- næði hér, margir voru fyrir sem höfðu tekið hús á okicur. En þetta tókst þó. Það er gott að hugsa til þess að við tókum þessum fátæku land- flóttamönnum vel, sýndum frændum okkar gestrisni og reyndumst þeim eftir vonum vel. Það hefði verið ömurlegt ef rithöfundaefnin ungu, sem þar voru með í hópnum, hefðu alið með sér leiðar minningar héðan. Svo er ekki. Kannski vorum við þá svo kunnug bágindum, skorti og úrræðaleysi að við höfum skilið vandræði gestanna. Sjálf vorum við hemumin þjóð, áttavillt innan um þúsund- ir óboðinna gesta sem við skild- um vart á nokkurn máta. En Norðmenn hafa jafnan átt sér- stakan sess í hugum okkar og á þeim voða- og hörmungatímum sem yfir þá gengu um þessar mundir var samúð okkar með þeim ósvikin. Bretar tóku norsku bátana í þjónustu sína. Disko var hér á firðinum við gæslustörf og flutn- inga og á honum sama áhöfn og fyrr. Fjölskyldur þeirra fengu inni á efri hæð stórhýsis á Sval- barði, þar bjuggu konurnar með börnin. Stundum fengu dreng- irnir að fljóta með á Disko, karl- mennirnir fengu einstaka sinnum frí og voru heima dag og dag. Á Svalbarði áttu þessar fjölskyldur sín fyrstu jól saman í herteknu landi. Eftir hátíðirnar fluttu fjöl- skyldurnar smám saman til Ák- ureyrar, síðast var móðir Hild- remyrs ein eftir með börnin. Drengurinn hafði þá misst vini og leikfélaga en fátt unglinga á staðnum. En þá kynntist hann gömlum manni sem bjó í kofa niðri á eyrinni. Þarna myndaðist náin vinátta og trúnaður milli æsku og elli. Höfundur lýsir þessum gamla manni af miklum innileika og er sá kafli bókarinn- ar fagur svo af ber. „Hann hafði hvítt hár sem féll í hrokknum lokkum niðrá bak og fádæma mikið hvítt skegg sem bylgjaðist niðrá bringu." Og þessi heiðum- hári öldungur geymdi alla lífs- reynslu þjóðar sinnar í brjósti sér, sögur hennar og ævintýr lágu honum á tungu og hann miðlaði drengnum unga og ein- mana allri hlýju sinni og visku, opnaði honum hulda heima lands og hugar. Gaman væri að vita nú eitthvað meira um þenn- an öldung sem hlýtur svo fagurt eftirmæli. Á Svalbarði bjó gott fólk og dýrin, umhverfið og ævintýrin lifa í minningunni um- lukin birtu, þrátt fyrir áhyggjur og ama hið innra. En Hildremyr-fólkið flutti líka í bæinn. Fjölskyldurnar af Disko munu allar hafa búið í Túliníusarhúsinu og haft þar sameiginlegt eldhús uppi. Höf- undur segir frá lífi þeirra, sorg og gleði. Leikfélagar hans urðu nú, ásamt samlöndum, dreng- irnir í Innbænum. Þeir eru nú trúlega milli fimmtugs og sext- ugs og muna þessa tíma. Það var margt brallað, skíði á flugi í brekkunum, bátar á sjó og bryggjusnatt. Þarna var glatt og gott að vera. En rithöfundarefn- ið átti þó sín vandamál, kvíði og kjarkleysi þjáðu hann. Móðir hans virðist hafa verið nokkuð ströng og skuggi sá er grúfði yfir heimalandinu náði alla leið hingað. Næsta sumar voru norsku bátarnir kallaðir til Reykjavík- ur. Þeir héldu áfram störfum fyrir breska og síðar ameríska herinn, aðallega á Hvalfirði. Flutti þá allt fólkið suður og fékk inni á Seltjarnarnesi a.m.k. fjöl- skylda Hildremyrs. Síðar bjuggu þau í Laugarneshverfi og þar varð hann heimagangur hjá svoköliuðum Merar-Manga og leikbróðir svona hans, en einn af þeim var Sigurður A. sem hefur nú skrifað minningar sínar og auðgað bókmenntir okkar svo eftir er munað. í Reykjavík gerist svo fram- hald sögunnar og viðburðarrík æska höfundar speglar veröld sem var, fjölskrúðugt líf með ógn stríðs á aðra hlið. Bókin endar þegar flóttafólkið stígur fæti á bryggjuna í litla þorpinu sínu á Sunnmæri. Margt er breytt en afi er mættur á staðn- um eins og hann var í huga drengsins, landið er hið sama. Allt er gott. Þó saga þessa fólks sé góð og „skemmtileg" lesning, m.a. vegna þess hve nákomin hún er okkur í tíma og rúmi, þá er það ekki aðalkostur hennar. Hitt er meir að hér heldur skáld á penna og tekst að gæða söguna dýpt þess hugarangurs sem fylgdi flóttafólkinu. Ásbjörn var við- kvæmt barn og föðurlandsástin og heimþráin óslökkvandi eldur. Heim til Noregs, heim til afa stefndi hugurinn látlaust. Mér finnst að ég hafi hvergi skynjað og skilið dýpri sefa þjáning og harma norsku þjóð- arinnar á þessum miklu hörm- ungartímum en hjá þessum út- laga dreng, hef ég þó Iesið marg- ar frásagnir af andlegum og lík- amlegum þjáningum, pynding- um og miskunnarleysi þar sem þeir segja frá er sjálfir voru þol- endur. Kannski er það hér sem skilur á milli skáldsins og sagna- mannsins. I næsta helgarblaði Dags mun ég svo fjalla um aðra bók frá sl. ári sem legið hefur í þagnargildi. K.f.D. 4—DÁÓÍm - 29/október 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.