Dagur - 29.10.1982, Blaðsíða 11
Góð aðsókn að
, ,Atómstööinni‘ ‘
Leikfélag Akureyrar hefur nú
sýnt „Atómstöðina“ eftir
Halldór Laxness í 10 skipti og
þrjár sýningar verða um helg-
ina.
Sýningar hafa jafnan verið
fyrir fullu húsi og hafa undirtekt-
ir áhorfenda verið mjög góðar
og gagnrýnendur hafa farið já-
kvæðum orðum um þessa upp-
færslu. Um helgina verða sýn-
ingarnar þrjár eins og fyrr sagði,
í kvöld, annað kvöld og á sunnu-
dagskvöld. Aðgöngumiðasala er
opin alla virka daga kl. 17-19 og
sýningardagana kl. 17-20.30.
Nú hefur verið ákveðið að
halda með sýninguna suður til
Reykjavíkur og verður hún sýnd
í Þjóðleikhúsinu þann 23. nóv-
ember. Þá er næsta verk LA
komið vel á veg í æfingu en það
heitir „Siggi var úti“ og er eftir
Signýju Pálsdóttur leikhússtjóra
sem jafnframt verður leikstjóri.
Nánar verður fjallað um það
sem efst er á baugi hj á LA í blað-
inu nk. þriðjudag.
Utsýnarkvöld
í SiaUanum
Útibú Ferðaskrifstofunnar
Útsýn á Akureyri flytur í dag í
nýtt húsnæði að Hafnarstræti
98, og I tilefni af því verður
„Utsýnarkvöld“ í Sjallanum
annað kvöld.
Hátíðin hefst með gjafahapp-
drætti kl. 20, síðan er portu-
galskur hátíðarkvöldverður
undir umsjá portugalska mat-
reiðslumeistarans Antonio
Cerqueira, lauflétt getraun
verður um Portugal, spilað verð-
ur bingó og að lokum dansað til
kl. 3 á þessari portugölsku hátíð.
Miðaverð er 250 krónur + rúllu-
gjald. Það eru Útsýn, portu-
galska flugfélagið TAP og ferða-
málaráðuneyti Portugals sem
gangast fyrir hátíðinni.
■■■^ónlist iyrir
matargesti
Paula Parker píanóleikari og
Jónatan Bager flautuleikari
munu um helgina skemmta
matargestum í Smiðjunni á
Akureyri, en þau munu koma
þar fram föstudagskvöld og
laugardagskvöld og leika létta
tónlist á hljóðfæri sín.
Vegna þess að margir urðu frá
að hverfa er Smiðjan bauð á
dögunum upp á annað slíkt í
hádeginu n.k. sunnudag. Á
borðinu verður úrval kaldra
rétta og heitur matur að auki, en
allt framreitt að hætti frænda
okkar Dana, sem þykja snilling-
ar í matargerðarlistinni eins og
alkunna er. Verði danska há-
degisverðarborðsins er mjög í
hófstillt.
Bæjarmála-
fundur
Nk. mánudagskvöld kl. 8verður
bæjarmálafundur Framsóknar-
flokksins á Akureyri haldinn í
húsnæði flokksins að Strandgötu
31. Framsóknarmenn og aðrir
stuðningsmenn flokksins eru
hvattir til að mæta. Á fundinum
verður m.a. fjallað um mál sem
koma til kasta bæjarstjórnar á
fundi hennar nk. þriðjudag.
Kaffiveitingar.
Bamaskop
Pabbi, hvaða dýr er það sem er gult og
grænröndótt, hefur sex loðnar lappir
og stór augu sem standa á stilkum?
Ég veit það ekki, hvers vegna spyrðu?
Vegna þess að rétt í þessu var það að
skríða upp undir buxnaskálmina þína.
☆ ☆☆
Mamman: Ef þú ert búinn að borða
matinn þinn, Jói, farðu þá með þakkar-
bæn.
Jói: Allt í lagi, mamma. Takk fyrir
matinn, Guð!
Mamman: Þetta var nú ekki merkileg
bæn.
Jói: Þetta var nú ekki heldur neitt
merkilegur matur...
„Pabbi, getum við ekki fengið hund um
jólin?"
„Nei, ætli við höfum ekki rjúpur eins og
venjulega."
„Hvað hét mamma þín áður en hún
giftist?"
„Ég átti enga mömmu áður en hún
giftist."
☆ ☆☆
Dag nokkurn kom Stella heim og sagði
við mömmu sína:
- Mamma, ég þarf ekki að fara oftar í
matreiðslu.
- Nú, af hverju ekki?
- Vegnaþessaðégbrenndisvolítið!
- Og hvað brenndir þú, vænamín?
- Skólaeldhúsið...
Brandarar
Það var svo mikil ös hjá happdrætt-
inu, að ég stakk vinningnum mínum
í vasann hjá einhverjum öðrum.
acv\es
- Er ég að fara á fætur eða að hátta?
*
Hvaða stúlka er þetta, sem ég sé þig
með annað kvöld?
Hugsaðu þér! Rúgbrauðið hefur
hækkað um þrjár krónur!
Halló elskan, hvað er í kvöldmat-
inn:
29: okt«?er 1$62 ^PAGU.R -p í 1